Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2025 08:01 Josh Allen leiddi Buffalo Bills til öruggs sigurs í gær. Getty/Kathryn Riley Nokkrir stuðningsmanna Buffalo Bills virtust ekki ná að njóta þess nógu vel þegar liðið komst af öryggi áfram í 8-liða úrslit NFL-deildarinnar með 31-7 sigri á Denver Broncos. Til átaka kom á bílastæðinu við Highmark-leikvanginn eftir leik. Úrslitakeppnin í NFL-deildinni er komin á fulla ferð og var Buffalo eitt þriggja liða sem komst áfram í gær. Washington Commanders unnu Tampa Bay Buccaneers í miklum spennuleik, 23-20, með vallarmarki Zane Gonzalez á síðustu sekúndu, og Philadelphia Eagles unnu Green Bay Packers 22-10. Þrátt fyrir öruggan sigur Buffalo í gær þá brutust út slagsmál á milli stuðningsmanna liðsins, eins og sjá má á myndbandi hér að neðan. BEEF IN THE STREETS HOLY FUCK LMAOOOO pic.twitter.com/sbmZwjtXmq— 𝓫 👁️ (@_bbrandonn_) January 12, 2025 Fjórir stuðningsmenn Buffalo byrjuðu að kljást en heyra má á upptöku að hávaðasamt rifrildi átti sér stað í aðdragandanum. Á endanum gekk einn stuðningsmannanna að öðrum og kýldi hann í andlitið. Í kjölfarið fylgdu fleiri hnefahögg og átök áður en tókst að róa menn niður. Í leiknum sjálfum komust Denver Broncos reyndar í 7-0 en Buffalo fékk ekki á sig mark eftir það og vann 31-7. Josh Allen kastaði fyrir 272 jördum og tveimur snertimörkum í leiknum og nú er ljóst að hann mun etja kappi við Lamar Jackson og Baltimore Ravens í næstu umferð, en Jackson þykir helsti keppinautur Allens um MVP-titilinn á þessari leiktíð. Washington Commanders unnu leik í úrslitakeppni í fyrsta sinn síðan árið 2006 og mæta Detroit Lions. Sjö lið eru komin áfram í átta liða úrslit NFL-deildarinnar, eða undanúrslit AFC- og NFC-deildanna. LA Rams eða Minnesota Vikings bætast svo í hópinn í kvöld. Undanúrslit AFC: Baltimore Ravens – Buffalo Bills Houston Texans – Kansas City Chiefs Undanúrslit NFC: Washington Commanders – Detroit Lions Philadelphia Eagles – Rams/Vikings NFL Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Slapp vel frá rafmagnsleysinu ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Sjá meira
Úrslitakeppnin í NFL-deildinni er komin á fulla ferð og var Buffalo eitt þriggja liða sem komst áfram í gær. Washington Commanders unnu Tampa Bay Buccaneers í miklum spennuleik, 23-20, með vallarmarki Zane Gonzalez á síðustu sekúndu, og Philadelphia Eagles unnu Green Bay Packers 22-10. Þrátt fyrir öruggan sigur Buffalo í gær þá brutust út slagsmál á milli stuðningsmanna liðsins, eins og sjá má á myndbandi hér að neðan. BEEF IN THE STREETS HOLY FUCK LMAOOOO pic.twitter.com/sbmZwjtXmq— 𝓫 👁️ (@_bbrandonn_) January 12, 2025 Fjórir stuðningsmenn Buffalo byrjuðu að kljást en heyra má á upptöku að hávaðasamt rifrildi átti sér stað í aðdragandanum. Á endanum gekk einn stuðningsmannanna að öðrum og kýldi hann í andlitið. Í kjölfarið fylgdu fleiri hnefahögg og átök áður en tókst að róa menn niður. Í leiknum sjálfum komust Denver Broncos reyndar í 7-0 en Buffalo fékk ekki á sig mark eftir það og vann 31-7. Josh Allen kastaði fyrir 272 jördum og tveimur snertimörkum í leiknum og nú er ljóst að hann mun etja kappi við Lamar Jackson og Baltimore Ravens í næstu umferð, en Jackson þykir helsti keppinautur Allens um MVP-titilinn á þessari leiktíð. Washington Commanders unnu leik í úrslitakeppni í fyrsta sinn síðan árið 2006 og mæta Detroit Lions. Sjö lið eru komin áfram í átta liða úrslit NFL-deildarinnar, eða undanúrslit AFC- og NFC-deildanna. LA Rams eða Minnesota Vikings bætast svo í hópinn í kvöld. Undanúrslit AFC: Baltimore Ravens – Buffalo Bills Houston Texans – Kansas City Chiefs Undanúrslit NFC: Washington Commanders – Detroit Lions Philadelphia Eagles – Rams/Vikings
NFL Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Slapp vel frá rafmagnsleysinu ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Sjá meira