Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 13. janúar 2025 11:01 Í síðustu viku féll dómur þar sem einn maður var fundinn sekur um að hafa ítrekað nauðgað andlega fatlaðri konu og látið hana hafa kynferðismök við aðra menn. Maðurinn braut einnig kynferðislega á andlega fötluðum syni konunnar og kærustu hans. Mér er gjörsamlega hulin ráðgáta hvernig þrír menn sem voru fengnir heim til brotaþola til að brjóta á henni kynferðislega voru ekki ákærðir fyrir nauðgun. Samkvæmt ákæruvaldinu þóttu málin ekki talin líkleg til sakfellingar. Þess í stað voru mennirnir vitni; vitni að nauðgunum - sem þeir tóku þátt í. Konan var aldrei spurð neins Vitni E bar að hann hafi hitt ákærða og brotaþola í tví- eða þrígang þar sem hann braut á henni. Aðspurður um það hvernig brotaþoli hefði sýnt samþykki sitt kvaðst vitnið ekki muna það vel. Vitnið segir að það sem gert var á staðnum hafi verið stýrt af ákærða en ekki konunni. Vitni G hitti ákærða og brotaþola í eitt skipti. Vitnið kveður að engar umræður hafi verið á staðnum um hvað konan vildi. Vitni H segist hafa hitt ákærða og brotaþola í tvö til þrjú skipti þar sem hann braut á konunni. Vitni H hætti svo að tala við ákærða þegar ákærði vildi fá fleiri menn til að taka þátt. Vitnið talaði lítið sem ekkert við konuna sjálfa. Allir sögðu þeir að konan hafi virst samþykk en engin samskipti voru beint við hana. Samkvæmt ofangreindum vitnisburði er vart hægt að túlka þetta sem annað en kynferðisofbeldi. Þegnar gerandi hefur samræði eða önnur kynferðismök við þolanda án samþykkis er það nauðgun samkvæmt öllum skilgreiningum þess orðs. Ekkert vitnanna hafði fengið samþykki frá konunni sjálfri fyrir því sem fram fór. Ekkert vitnanna tilkynnti ákærða til lögreglu. Samþykki er ekki túlkunaratriði Engin manneskja getur gefið samþykki fyrir hönd annarrar manneskju. Í dag er ekki hægt að fela sig á bak við þá afsökun að hafa ekki skilning á hvað samþykki er. Það er ótrúlegt að vera að skrifa þessi orð í grein árið 2025. Erum við ekki komin lengra sem samfélag í að skilja grundvallar skilgreininguna á kynferðisofbeldi? Það er ekki úr lausu lofti gripið þegar talað er um að við stöndum nú frammi fyrir verulegu bakslagi í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Við erum enn að mata karlmenn á því hvað felst í samþykki og það er ekki boðlegt að þeir fái sífellt að fría sig ábyrgð þegar kemur að kynferðisbrotum. Hvers virði er samþykkisákvæði í lögum þar sem samþykki brotaþola þarf að liggja fyrir eða gáleysisákvæðið þegar því er ekki beitt? Dómurinn hrópandi kvenfyrirlitning Karlmenn þurfa að taka ábyrgð á því sem þeir gera. Uppræting kynbundins ofbeldis tekst ekki nema karlmenn taki ábyrgð á samskiptum, framkomu og gjörðum sínum. Í þessu tiltekna máli eru þrír brotaþolar sem hafa hlotið ómældan skaða af áralöngu ofbeldi. Ekki bara af hendi ákærða heldur einnig þeirra sem sluppu við ákæru. Þessi dómur er ekki bara hrópandi kvenfyrirlitning heldur segir okkur skýrt að þriðji aðili geti veitt samþykki. Að það megi nauðga, svo lengi sem einhver karl á internetinu leyfir þér það. Höfundur er stjórnarformaður Vitundar, samtaka gegn kynbundu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku féll dómur þar sem einn maður var fundinn sekur um að hafa ítrekað nauðgað andlega fatlaðri konu og látið hana hafa kynferðismök við aðra menn. Maðurinn braut einnig kynferðislega á andlega fötluðum syni konunnar og kærustu hans. Mér er gjörsamlega hulin ráðgáta hvernig þrír menn sem voru fengnir heim til brotaþola til að brjóta á henni kynferðislega voru ekki ákærðir fyrir nauðgun. Samkvæmt ákæruvaldinu þóttu málin ekki talin líkleg til sakfellingar. Þess í stað voru mennirnir vitni; vitni að nauðgunum - sem þeir tóku þátt í. Konan var aldrei spurð neins Vitni E bar að hann hafi hitt ákærða og brotaþola í tví- eða þrígang þar sem hann braut á henni. Aðspurður um það hvernig brotaþoli hefði sýnt samþykki sitt kvaðst vitnið ekki muna það vel. Vitnið segir að það sem gert var á staðnum hafi verið stýrt af ákærða en ekki konunni. Vitni G hitti ákærða og brotaþola í eitt skipti. Vitnið kveður að engar umræður hafi verið á staðnum um hvað konan vildi. Vitni H segist hafa hitt ákærða og brotaþola í tvö til þrjú skipti þar sem hann braut á konunni. Vitni H hætti svo að tala við ákærða þegar ákærði vildi fá fleiri menn til að taka þátt. Vitnið talaði lítið sem ekkert við konuna sjálfa. Allir sögðu þeir að konan hafi virst samþykk en engin samskipti voru beint við hana. Samkvæmt ofangreindum vitnisburði er vart hægt að túlka þetta sem annað en kynferðisofbeldi. Þegnar gerandi hefur samræði eða önnur kynferðismök við þolanda án samþykkis er það nauðgun samkvæmt öllum skilgreiningum þess orðs. Ekkert vitnanna hafði fengið samþykki frá konunni sjálfri fyrir því sem fram fór. Ekkert vitnanna tilkynnti ákærða til lögreglu. Samþykki er ekki túlkunaratriði Engin manneskja getur gefið samþykki fyrir hönd annarrar manneskju. Í dag er ekki hægt að fela sig á bak við þá afsökun að hafa ekki skilning á hvað samþykki er. Það er ótrúlegt að vera að skrifa þessi orð í grein árið 2025. Erum við ekki komin lengra sem samfélag í að skilja grundvallar skilgreininguna á kynferðisofbeldi? Það er ekki úr lausu lofti gripið þegar talað er um að við stöndum nú frammi fyrir verulegu bakslagi í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Við erum enn að mata karlmenn á því hvað felst í samþykki og það er ekki boðlegt að þeir fái sífellt að fría sig ábyrgð þegar kemur að kynferðisbrotum. Hvers virði er samþykkisákvæði í lögum þar sem samþykki brotaþola þarf að liggja fyrir eða gáleysisákvæðið þegar því er ekki beitt? Dómurinn hrópandi kvenfyrirlitning Karlmenn þurfa að taka ábyrgð á því sem þeir gera. Uppræting kynbundins ofbeldis tekst ekki nema karlmenn taki ábyrgð á samskiptum, framkomu og gjörðum sínum. Í þessu tiltekna máli eru þrír brotaþolar sem hafa hlotið ómældan skaða af áralöngu ofbeldi. Ekki bara af hendi ákærða heldur einnig þeirra sem sluppu við ákæru. Þessi dómur er ekki bara hrópandi kvenfyrirlitning heldur segir okkur skýrt að þriðji aðili geti veitt samþykki. Að það megi nauðga, svo lengi sem einhver karl á internetinu leyfir þér það. Höfundur er stjórnarformaður Vitundar, samtaka gegn kynbundu ofbeldi.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun