Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Jakob Bjarnar skrifar 13. janúar 2025 14:45 Reynir Traustason er um þessar munir á 13. degi í föstu. Hann segir fyrstu fimm dagana erfiðasta. Nú er hann hvell skýr. vísir/vilhelm Reynir Traustason, sem um næstu mánaðarmót lætur af störfum sem ritstjóri Mannlífs, er nú í miðri föstu og hann lætur vel af sér. „Já. Nú er ég búinn að fasta í 13 sólarhringa. Ég er hvellskýr og veit svör við öllu. Spurðu mig og ég veit það,“ segir Reynir. Í morgun ritað Reynir óhemju einlæga færslu á Facebook þar sem hann greinir frá þessari baráttu sinni við aukakílóin, þessa fíkn sem hann hefur átt við lengi. Reynir segist alltaf hafa gengist fúslega við því að vera fíkill. „Ég hætti að drekka fyrir 30 árum. Fyrir 12 árum hætti ég að reykja og nú er ég að glíma við þá þriðju sem er matar og sykurfíkn.“ Heilbrigðið en ekki fegurðin sem dregur vagninn Reynir segist ekki nota nein lyf en hann sé eins og jójó, þyngist og léttist á víxl. Hann hafi aldrei getað stjórnað því hvað það er sem hann lætur í sig. En hann nýtur þess nú að hafa fyrir um tíu árum náð að létta sig um ein 40 kíló og það hafi reynst varanlegt. En, má þetta? Eða er þetta ekki að fitusmána sjálfan sig? Reynir segist ekkert vita um hvað blaðamaður er að tala. „Nú eru þetta tíu kíló sem ég er að eiga við en ég er eins og flóð og fjara. Ég er að reyna að búa mér til system,“ segir Reynir og lýsir því hvernig hann ætli að lifa á grænmeti frá mánudegi til fimmtudags, þá verði fiski bætt inn í máltíðirnar. Einn kjötdagur í viku, út með sykur og hveiti og svo er það ein bakaríisferð í viku. „Ég er orðinn 71 árs, ef ég man rétt. Ég er að hugsa um að geta hoppað uppá fjöll og lifað sæmilegu lífi þessi gullnu ár sem fram undan eru. En ég er ekkert að hugsa um að verða fallegur, það er orðið of seint, heldur heilbrigður.“ Gulrótin er þorrablótið á Búðum Reynir segir ofþyngd stærsta heilbrigðisvandamál þjóðarinnar og fyrir nokkrum árum hafi læknir sagt honum að maður sem fái hjartaáfall vegna ólifnaðar kosti ríkið 70 milljónir minnst. En það hefði getað sloppið ef viðkomandi hefði lifað sæmilega heilbrigðu lífi. Að sögn Reynis er þetta meira en að segja það, sykurinn sé alls staðar. Og auðvelt að láta eftir þessari fíkn, ef hann sér köku hakkar hann hana í sig. „Það er allsstaðar þetta ógeð.“ En hvernig líður mönnum í föstunni? „Ég sef miklu betur og er hvellskýr. Miklu skýrari en þegar ég er búinn að borða hálft lambalæri, þá situr maður og mallar inní sjálfum sér. Þetta er þannig að þetta er miklu betri almenn líðan. Þetta er 15 daga fasta og ég glími við hungur fyrstu fimm dagana og svo bíngó. En ég neita því ekki að ég bíð spenntur eftir þorrablótinu á Hótel Búðum um helgina. Björn Jörundur og félagar. Það er gulrótin, eins eins hallærislegt og það er; súrmaturinn handan við hornið.“ Heilsa Þyngdarstjórnunarlyf Fjölmiðlar Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
„Já. Nú er ég búinn að fasta í 13 sólarhringa. Ég er hvellskýr og veit svör við öllu. Spurðu mig og ég veit það,“ segir Reynir. Í morgun ritað Reynir óhemju einlæga færslu á Facebook þar sem hann greinir frá þessari baráttu sinni við aukakílóin, þessa fíkn sem hann hefur átt við lengi. Reynir segist alltaf hafa gengist fúslega við því að vera fíkill. „Ég hætti að drekka fyrir 30 árum. Fyrir 12 árum hætti ég að reykja og nú er ég að glíma við þá þriðju sem er matar og sykurfíkn.“ Heilbrigðið en ekki fegurðin sem dregur vagninn Reynir segist ekki nota nein lyf en hann sé eins og jójó, þyngist og léttist á víxl. Hann hafi aldrei getað stjórnað því hvað það er sem hann lætur í sig. En hann nýtur þess nú að hafa fyrir um tíu árum náð að létta sig um ein 40 kíló og það hafi reynst varanlegt. En, má þetta? Eða er þetta ekki að fitusmána sjálfan sig? Reynir segist ekkert vita um hvað blaðamaður er að tala. „Nú eru þetta tíu kíló sem ég er að eiga við en ég er eins og flóð og fjara. Ég er að reyna að búa mér til system,“ segir Reynir og lýsir því hvernig hann ætli að lifa á grænmeti frá mánudegi til fimmtudags, þá verði fiski bætt inn í máltíðirnar. Einn kjötdagur í viku, út með sykur og hveiti og svo er það ein bakaríisferð í viku. „Ég er orðinn 71 árs, ef ég man rétt. Ég er að hugsa um að geta hoppað uppá fjöll og lifað sæmilegu lífi þessi gullnu ár sem fram undan eru. En ég er ekkert að hugsa um að verða fallegur, það er orðið of seint, heldur heilbrigður.“ Gulrótin er þorrablótið á Búðum Reynir segir ofþyngd stærsta heilbrigðisvandamál þjóðarinnar og fyrir nokkrum árum hafi læknir sagt honum að maður sem fái hjartaáfall vegna ólifnaðar kosti ríkið 70 milljónir minnst. En það hefði getað sloppið ef viðkomandi hefði lifað sæmilega heilbrigðu lífi. Að sögn Reynis er þetta meira en að segja það, sykurinn sé alls staðar. Og auðvelt að láta eftir þessari fíkn, ef hann sér köku hakkar hann hana í sig. „Það er allsstaðar þetta ógeð.“ En hvernig líður mönnum í föstunni? „Ég sef miklu betur og er hvellskýr. Miklu skýrari en þegar ég er búinn að borða hálft lambalæri, þá situr maður og mallar inní sjálfum sér. Þetta er þannig að þetta er miklu betri almenn líðan. Þetta er 15 daga fasta og ég glími við hungur fyrstu fimm dagana og svo bíngó. En ég neita því ekki að ég bíð spenntur eftir þorrablótinu á Hótel Búðum um helgina. Björn Jörundur og félagar. Það er gulrótin, eins eins hallærislegt og það er; súrmaturinn handan við hornið.“
Heilsa Þyngdarstjórnunarlyf Fjölmiðlar Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira