Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2025 15:47 Mikel Arteta vill að séð verði til þess að netníði á borð við það sem Havertz-hjónin urðu fyrir á sunnudag verði útrýmt. Getty/Neal Simpson Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, kallar eftir því að mun harðar verði tekið á netníði eins og því sem Sophia, eiginkona Kai Havertz, varð fyrir á sunnudaginn. Sophia birti á Instagram viðurstyggileg skilaboð sem hún fékk send á sunnudag, í kjölfar bikarleiks Arsenal og Manchester United, þar sem vítaspyrna Havertz var varin í sigri United í vítaspyrnukeppni. Í einum skilaboðunum var Sophiu, sem er ólétt, óskað fósturláts. „Þetta er ótrúlegt. Við verðum að gera eitthvað í þessu, því það hefur alvarlegar afleiðingar að sætta sig við þetta og þagga þetta niður. Þetta er eitthvað sem við verðum að útrýma,“ sagði Arteta þegar hann var spurður út í málið á blaðamannafundi í dag, fyrir stórleikinn við Tottenham annað kvöld. 🚨 Mikel Arteta on Kai Havertz and the horrible, unacceptable abuse he/his partner suffered after the game. 👏🏻@BeanymanSports 🎥 pic.twitter.com/CdXMyA2Qde— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 14, 2025 „Þetta er ekki svona í neinum öðrum atvinnugeira,“ sagði Arteta og rifjaði upp að þann 27. desember hefði Havertz skorað sigurmarkið í 1-0 sigri gegn Ipswich og allur leikvangurinn sungið gleðisöngva honum til heiðurs: „Þetta var fyrir tuttugu dögum. Hvert er sjónarhornið hérna? Við berum öll ábyrgð. Þið [blaðamenn] berið ábyrgð og allir bera ábyrgð á því hvernig þeir tala. Við getum ekki bent í aðra átt. Þetta er mjög alvarlegt mál og það hefur áhrif á hann, mig og alla í þessum geira. Við getum sætt okkur við ýmislegt og sagt að þetta sé grín en það eru ákveðin mörk. Það verður að draga línu í sandinn,“ sagði Arteta og bætti við: „Við eyðum miklu púðri í að skoða tæknina og hvað gæti komið næst í fótbolta. Það næsta í fótbolta er að svona lagað ætti að vera bannað. Að þetta geti ekki gerst.“ Enski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira
Sophia birti á Instagram viðurstyggileg skilaboð sem hún fékk send á sunnudag, í kjölfar bikarleiks Arsenal og Manchester United, þar sem vítaspyrna Havertz var varin í sigri United í vítaspyrnukeppni. Í einum skilaboðunum var Sophiu, sem er ólétt, óskað fósturláts. „Þetta er ótrúlegt. Við verðum að gera eitthvað í þessu, því það hefur alvarlegar afleiðingar að sætta sig við þetta og þagga þetta niður. Þetta er eitthvað sem við verðum að útrýma,“ sagði Arteta þegar hann var spurður út í málið á blaðamannafundi í dag, fyrir stórleikinn við Tottenham annað kvöld. 🚨 Mikel Arteta on Kai Havertz and the horrible, unacceptable abuse he/his partner suffered after the game. 👏🏻@BeanymanSports 🎥 pic.twitter.com/CdXMyA2Qde— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 14, 2025 „Þetta er ekki svona í neinum öðrum atvinnugeira,“ sagði Arteta og rifjaði upp að þann 27. desember hefði Havertz skorað sigurmarkið í 1-0 sigri gegn Ipswich og allur leikvangurinn sungið gleðisöngva honum til heiðurs: „Þetta var fyrir tuttugu dögum. Hvert er sjónarhornið hérna? Við berum öll ábyrgð. Þið [blaðamenn] berið ábyrgð og allir bera ábyrgð á því hvernig þeir tala. Við getum ekki bent í aðra átt. Þetta er mjög alvarlegt mál og það hefur áhrif á hann, mig og alla í þessum geira. Við getum sætt okkur við ýmislegt og sagt að þetta sé grín en það eru ákveðin mörk. Það verður að draga línu í sandinn,“ sagði Arteta og bætti við: „Við eyðum miklu púðri í að skoða tæknina og hvað gæti komið næst í fótbolta. Það næsta í fótbolta er að svona lagað ætti að vera bannað. Að þetta geti ekki gerst.“
Enski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira