Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2025 15:47 Mikel Arteta vill að séð verði til þess að netníði á borð við það sem Havertz-hjónin urðu fyrir á sunnudag verði útrýmt. Getty/Neal Simpson Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, kallar eftir því að mun harðar verði tekið á netníði eins og því sem Sophia, eiginkona Kai Havertz, varð fyrir á sunnudaginn. Sophia birti á Instagram viðurstyggileg skilaboð sem hún fékk send á sunnudag, í kjölfar bikarleiks Arsenal og Manchester United, þar sem vítaspyrna Havertz var varin í sigri United í vítaspyrnukeppni. Í einum skilaboðunum var Sophiu, sem er ólétt, óskað fósturláts. „Þetta er ótrúlegt. Við verðum að gera eitthvað í þessu, því það hefur alvarlegar afleiðingar að sætta sig við þetta og þagga þetta niður. Þetta er eitthvað sem við verðum að útrýma,“ sagði Arteta þegar hann var spurður út í málið á blaðamannafundi í dag, fyrir stórleikinn við Tottenham annað kvöld. 🚨 Mikel Arteta on Kai Havertz and the horrible, unacceptable abuse he/his partner suffered after the game. 👏🏻@BeanymanSports 🎥 pic.twitter.com/CdXMyA2Qde— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 14, 2025 „Þetta er ekki svona í neinum öðrum atvinnugeira,“ sagði Arteta og rifjaði upp að þann 27. desember hefði Havertz skorað sigurmarkið í 1-0 sigri gegn Ipswich og allur leikvangurinn sungið gleðisöngva honum til heiðurs: „Þetta var fyrir tuttugu dögum. Hvert er sjónarhornið hérna? Við berum öll ábyrgð. Þið [blaðamenn] berið ábyrgð og allir bera ábyrgð á því hvernig þeir tala. Við getum ekki bent í aðra átt. Þetta er mjög alvarlegt mál og það hefur áhrif á hann, mig og alla í þessum geira. Við getum sætt okkur við ýmislegt og sagt að þetta sé grín en það eru ákveðin mörk. Það verður að draga línu í sandinn,“ sagði Arteta og bætti við: „Við eyðum miklu púðri í að skoða tæknina og hvað gæti komið næst í fótbolta. Það næsta í fótbolta er að svona lagað ætti að vera bannað. Að þetta geti ekki gerst.“ Enski boltinn Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Sjá meira
Sophia birti á Instagram viðurstyggileg skilaboð sem hún fékk send á sunnudag, í kjölfar bikarleiks Arsenal og Manchester United, þar sem vítaspyrna Havertz var varin í sigri United í vítaspyrnukeppni. Í einum skilaboðunum var Sophiu, sem er ólétt, óskað fósturláts. „Þetta er ótrúlegt. Við verðum að gera eitthvað í þessu, því það hefur alvarlegar afleiðingar að sætta sig við þetta og þagga þetta niður. Þetta er eitthvað sem við verðum að útrýma,“ sagði Arteta þegar hann var spurður út í málið á blaðamannafundi í dag, fyrir stórleikinn við Tottenham annað kvöld. 🚨 Mikel Arteta on Kai Havertz and the horrible, unacceptable abuse he/his partner suffered after the game. 👏🏻@BeanymanSports 🎥 pic.twitter.com/CdXMyA2Qde— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 14, 2025 „Þetta er ekki svona í neinum öðrum atvinnugeira,“ sagði Arteta og rifjaði upp að þann 27. desember hefði Havertz skorað sigurmarkið í 1-0 sigri gegn Ipswich og allur leikvangurinn sungið gleðisöngva honum til heiðurs: „Þetta var fyrir tuttugu dögum. Hvert er sjónarhornið hérna? Við berum öll ábyrgð. Þið [blaðamenn] berið ábyrgð og allir bera ábyrgð á því hvernig þeir tala. Við getum ekki bent í aðra átt. Þetta er mjög alvarlegt mál og það hefur áhrif á hann, mig og alla í þessum geira. Við getum sætt okkur við ýmislegt og sagt að þetta sé grín en það eru ákveðin mörk. Það verður að draga línu í sandinn,“ sagði Arteta og bætti við: „Við eyðum miklu púðri í að skoða tæknina og hvað gæti komið næst í fótbolta. Það næsta í fótbolta er að svona lagað ætti að vera bannað. Að þetta geti ekki gerst.“
Enski boltinn Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Sjá meira