Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar 15. janúar 2025 07:33 Ný ríkisstjórn hefur sett sér markmið um hagkvæmari ríkisrekstur, leitað samráðs við þjóðina og hafa þúsundir tillagna borist frá almenningi. En merkilegt nokk hefur ekki enn verið leitað álits hjá þeim sem þekkja best til ríkisrekstrar – starfsfólki ríkisins. Við hjá Visku stéttarfélagi ákváðum því að spyrja sérfræðinga ríkisins beint um hvað mætti betur fara. Könnunin var send á um annað þúsund félaga okkar hjá ríkinu og um 400 tóku þátt. Niðurstöðurnar eru um margt sláandi og stjórnvöldum ber að leggja við hlustir. Flatur niðurskurður kemur niður á okkur öllum 85% sérfræðinga hjá ríkinu telja mögulegt að hagræða á sínum vinnustað að einhverju leyti, en telja samráði við starfsfólk hafa verið verulega ábótavant síðustu ár. Einn sem sendi inn álit til Visku orðar það vel: „Stjórnvöld virðast ekki alltaf vita hvaða starfsemi á sér stað á stofnunum…raunverulegt samtal og samráð sparar mikla fjármuni“. Svörin benda flest til hins sama – kunnátta ríkisstarfsfólks er vannýttur auður og hagræðing hefur ekki verið samstarfsverkefni. Fólk hefur áhyggjur af forgangsröðun verkefna og flötum, ómarkvissum niðurskurði sem í mörgum tilfellum hefur komið niður á þjónustu, valdið auknu álagi á starfsfólk og töluverðri undirmönnun á stofnunum. Þessu þarf að breyta. Tækifærin liggja í að fjárfesta í starfsfólki Þegar rætt er um hagræðingu í ríkisrekstri er oft horft til starfsmannahalds, þrátt fyrir að samkvæmt tölum Hagstofunnar fari aðeins um 20-25% af rekstrarútgjöldum ríkisins í laun. Þessi nálgun, sem virðist þráhyggjukennt áhugamál atvinnulífsins, litast oft af fordómum fyrir þeim mikilvægu störfum sem unnin eru af opinberu starfsfólki. Eins og einn bendir á: „Mér þykir miður að fylgjast með umræðu um fólk í stjórnsýslu. Við höfum litla rödd sem mótvægi við þær háværu raddir sem tala okkur niður.“ Staðreyndin er sú að opinbert starfsfólk sinnir ómetanlegri þjónustu við fólkið í landinu og er burðarás velferðarsamfélagsins. Með þessu er gert lítið úr stærri hagræðingartækifærum. Samkvæmt könnun Visku er 56% aðspurðra frekar eða mjög sammála því að bæta megi ríkisrekstur með aukinni stafrænni væðingu og bættum ferlum, og um þriðjungur bendir á hagræðingartækifæri í innkaupum. Það kostar að reka samfélag Undanfarið hafa ýmsir á hægri væng stjórnmála reynt að telja þjóðinni trú um að hagvöxtur einn og sér geti fjármagnað opinber kerfi til framtíðar. Hægt sé jafnvel að lækka skatta verulega en á sama tíma varðveita velferðina á Íslandi. Þessi heimssýn gengur ekki upp. Norræn velferðarsamfélög hafa sögulega séð veitt um 40% af landsframleiðslunni í opinber kerfi og þörfin mun síst minnka í framtíðinni. Það kostar nefnilega að reka samfélag. Þar með er ekki sagt að við eigum ekki að leita allra leiða til að forgangsraða og fara betur með fé. Við þurfum að forgangsraða fjármunum okkar í rétta hluti – t.d. löngu tímabæra launaleiðréttingu hjá kvennastéttum á opinbera markaðnum, stéttum sem eru í framlínu velferðarsamfélagsins. Starfsfólk ríkisins vinnur ómetanlegt starf á hverjum degi í þágu samfélags og þjóðar. Nýrri ríkisstjórn ber að hlusta á starfsfólkið sitt, fjárfesta í störfum þeirra og bæta kjör og vinnuaðstæður, okkur öllum til heilla. Höfundur er formaður Visku – stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Rekstur hins opinbera Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn hefur sett sér markmið um hagkvæmari ríkisrekstur, leitað samráðs við þjóðina og hafa þúsundir tillagna borist frá almenningi. En merkilegt nokk hefur ekki enn verið leitað álits hjá þeim sem þekkja best til ríkisrekstrar – starfsfólki ríkisins. Við hjá Visku stéttarfélagi ákváðum því að spyrja sérfræðinga ríkisins beint um hvað mætti betur fara. Könnunin var send á um annað þúsund félaga okkar hjá ríkinu og um 400 tóku þátt. Niðurstöðurnar eru um margt sláandi og stjórnvöldum ber að leggja við hlustir. Flatur niðurskurður kemur niður á okkur öllum 85% sérfræðinga hjá ríkinu telja mögulegt að hagræða á sínum vinnustað að einhverju leyti, en telja samráði við starfsfólk hafa verið verulega ábótavant síðustu ár. Einn sem sendi inn álit til Visku orðar það vel: „Stjórnvöld virðast ekki alltaf vita hvaða starfsemi á sér stað á stofnunum…raunverulegt samtal og samráð sparar mikla fjármuni“. Svörin benda flest til hins sama – kunnátta ríkisstarfsfólks er vannýttur auður og hagræðing hefur ekki verið samstarfsverkefni. Fólk hefur áhyggjur af forgangsröðun verkefna og flötum, ómarkvissum niðurskurði sem í mörgum tilfellum hefur komið niður á þjónustu, valdið auknu álagi á starfsfólk og töluverðri undirmönnun á stofnunum. Þessu þarf að breyta. Tækifærin liggja í að fjárfesta í starfsfólki Þegar rætt er um hagræðingu í ríkisrekstri er oft horft til starfsmannahalds, þrátt fyrir að samkvæmt tölum Hagstofunnar fari aðeins um 20-25% af rekstrarútgjöldum ríkisins í laun. Þessi nálgun, sem virðist þráhyggjukennt áhugamál atvinnulífsins, litast oft af fordómum fyrir þeim mikilvægu störfum sem unnin eru af opinberu starfsfólki. Eins og einn bendir á: „Mér þykir miður að fylgjast með umræðu um fólk í stjórnsýslu. Við höfum litla rödd sem mótvægi við þær háværu raddir sem tala okkur niður.“ Staðreyndin er sú að opinbert starfsfólk sinnir ómetanlegri þjónustu við fólkið í landinu og er burðarás velferðarsamfélagsins. Með þessu er gert lítið úr stærri hagræðingartækifærum. Samkvæmt könnun Visku er 56% aðspurðra frekar eða mjög sammála því að bæta megi ríkisrekstur með aukinni stafrænni væðingu og bættum ferlum, og um þriðjungur bendir á hagræðingartækifæri í innkaupum. Það kostar að reka samfélag Undanfarið hafa ýmsir á hægri væng stjórnmála reynt að telja þjóðinni trú um að hagvöxtur einn og sér geti fjármagnað opinber kerfi til framtíðar. Hægt sé jafnvel að lækka skatta verulega en á sama tíma varðveita velferðina á Íslandi. Þessi heimssýn gengur ekki upp. Norræn velferðarsamfélög hafa sögulega séð veitt um 40% af landsframleiðslunni í opinber kerfi og þörfin mun síst minnka í framtíðinni. Það kostar nefnilega að reka samfélag. Þar með er ekki sagt að við eigum ekki að leita allra leiða til að forgangsraða og fara betur með fé. Við þurfum að forgangsraða fjármunum okkar í rétta hluti – t.d. löngu tímabæra launaleiðréttingu hjá kvennastéttum á opinbera markaðnum, stéttum sem eru í framlínu velferðarsamfélagsins. Starfsfólk ríkisins vinnur ómetanlegt starf á hverjum degi í þágu samfélags og þjóðar. Nýrri ríkisstjórn ber að hlusta á starfsfólkið sitt, fjárfesta í störfum þeirra og bæta kjör og vinnuaðstæður, okkur öllum til heilla. Höfundur er formaður Visku – stéttarfélags.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun