Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar 15. janúar 2025 07:33 Ný ríkisstjórn hefur sett sér markmið um hagkvæmari ríkisrekstur, leitað samráðs við þjóðina og hafa þúsundir tillagna borist frá almenningi. En merkilegt nokk hefur ekki enn verið leitað álits hjá þeim sem þekkja best til ríkisrekstrar – starfsfólki ríkisins. Við hjá Visku stéttarfélagi ákváðum því að spyrja sérfræðinga ríkisins beint um hvað mætti betur fara. Könnunin var send á um annað þúsund félaga okkar hjá ríkinu og um 400 tóku þátt. Niðurstöðurnar eru um margt sláandi og stjórnvöldum ber að leggja við hlustir. Flatur niðurskurður kemur niður á okkur öllum 85% sérfræðinga hjá ríkinu telja mögulegt að hagræða á sínum vinnustað að einhverju leyti, en telja samráði við starfsfólk hafa verið verulega ábótavant síðustu ár. Einn sem sendi inn álit til Visku orðar það vel: „Stjórnvöld virðast ekki alltaf vita hvaða starfsemi á sér stað á stofnunum…raunverulegt samtal og samráð sparar mikla fjármuni“. Svörin benda flest til hins sama – kunnátta ríkisstarfsfólks er vannýttur auður og hagræðing hefur ekki verið samstarfsverkefni. Fólk hefur áhyggjur af forgangsröðun verkefna og flötum, ómarkvissum niðurskurði sem í mörgum tilfellum hefur komið niður á þjónustu, valdið auknu álagi á starfsfólk og töluverðri undirmönnun á stofnunum. Þessu þarf að breyta. Tækifærin liggja í að fjárfesta í starfsfólki Þegar rætt er um hagræðingu í ríkisrekstri er oft horft til starfsmannahalds, þrátt fyrir að samkvæmt tölum Hagstofunnar fari aðeins um 20-25% af rekstrarútgjöldum ríkisins í laun. Þessi nálgun, sem virðist þráhyggjukennt áhugamál atvinnulífsins, litast oft af fordómum fyrir þeim mikilvægu störfum sem unnin eru af opinberu starfsfólki. Eins og einn bendir á: „Mér þykir miður að fylgjast með umræðu um fólk í stjórnsýslu. Við höfum litla rödd sem mótvægi við þær háværu raddir sem tala okkur niður.“ Staðreyndin er sú að opinbert starfsfólk sinnir ómetanlegri þjónustu við fólkið í landinu og er burðarás velferðarsamfélagsins. Með þessu er gert lítið úr stærri hagræðingartækifærum. Samkvæmt könnun Visku er 56% aðspurðra frekar eða mjög sammála því að bæta megi ríkisrekstur með aukinni stafrænni væðingu og bættum ferlum, og um þriðjungur bendir á hagræðingartækifæri í innkaupum. Það kostar að reka samfélag Undanfarið hafa ýmsir á hægri væng stjórnmála reynt að telja þjóðinni trú um að hagvöxtur einn og sér geti fjármagnað opinber kerfi til framtíðar. Hægt sé jafnvel að lækka skatta verulega en á sama tíma varðveita velferðina á Íslandi. Þessi heimssýn gengur ekki upp. Norræn velferðarsamfélög hafa sögulega séð veitt um 40% af landsframleiðslunni í opinber kerfi og þörfin mun síst minnka í framtíðinni. Það kostar nefnilega að reka samfélag. Þar með er ekki sagt að við eigum ekki að leita allra leiða til að forgangsraða og fara betur með fé. Við þurfum að forgangsraða fjármunum okkar í rétta hluti – t.d. löngu tímabæra launaleiðréttingu hjá kvennastéttum á opinbera markaðnum, stéttum sem eru í framlínu velferðarsamfélagsins. Starfsfólk ríkisins vinnur ómetanlegt starf á hverjum degi í þágu samfélags og þjóðar. Nýrri ríkisstjórn ber að hlusta á starfsfólkið sitt, fjárfesta í störfum þeirra og bæta kjör og vinnuaðstæður, okkur öllum til heilla. Höfundur er formaður Visku – stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Rekstur hins opinbera Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn hefur sett sér markmið um hagkvæmari ríkisrekstur, leitað samráðs við þjóðina og hafa þúsundir tillagna borist frá almenningi. En merkilegt nokk hefur ekki enn verið leitað álits hjá þeim sem þekkja best til ríkisrekstrar – starfsfólki ríkisins. Við hjá Visku stéttarfélagi ákváðum því að spyrja sérfræðinga ríkisins beint um hvað mætti betur fara. Könnunin var send á um annað þúsund félaga okkar hjá ríkinu og um 400 tóku þátt. Niðurstöðurnar eru um margt sláandi og stjórnvöldum ber að leggja við hlustir. Flatur niðurskurður kemur niður á okkur öllum 85% sérfræðinga hjá ríkinu telja mögulegt að hagræða á sínum vinnustað að einhverju leyti, en telja samráði við starfsfólk hafa verið verulega ábótavant síðustu ár. Einn sem sendi inn álit til Visku orðar það vel: „Stjórnvöld virðast ekki alltaf vita hvaða starfsemi á sér stað á stofnunum…raunverulegt samtal og samráð sparar mikla fjármuni“. Svörin benda flest til hins sama – kunnátta ríkisstarfsfólks er vannýttur auður og hagræðing hefur ekki verið samstarfsverkefni. Fólk hefur áhyggjur af forgangsröðun verkefna og flötum, ómarkvissum niðurskurði sem í mörgum tilfellum hefur komið niður á þjónustu, valdið auknu álagi á starfsfólk og töluverðri undirmönnun á stofnunum. Þessu þarf að breyta. Tækifærin liggja í að fjárfesta í starfsfólki Þegar rætt er um hagræðingu í ríkisrekstri er oft horft til starfsmannahalds, þrátt fyrir að samkvæmt tölum Hagstofunnar fari aðeins um 20-25% af rekstrarútgjöldum ríkisins í laun. Þessi nálgun, sem virðist þráhyggjukennt áhugamál atvinnulífsins, litast oft af fordómum fyrir þeim mikilvægu störfum sem unnin eru af opinberu starfsfólki. Eins og einn bendir á: „Mér þykir miður að fylgjast með umræðu um fólk í stjórnsýslu. Við höfum litla rödd sem mótvægi við þær háværu raddir sem tala okkur niður.“ Staðreyndin er sú að opinbert starfsfólk sinnir ómetanlegri þjónustu við fólkið í landinu og er burðarás velferðarsamfélagsins. Með þessu er gert lítið úr stærri hagræðingartækifærum. Samkvæmt könnun Visku er 56% aðspurðra frekar eða mjög sammála því að bæta megi ríkisrekstur með aukinni stafrænni væðingu og bættum ferlum, og um þriðjungur bendir á hagræðingartækifæri í innkaupum. Það kostar að reka samfélag Undanfarið hafa ýmsir á hægri væng stjórnmála reynt að telja þjóðinni trú um að hagvöxtur einn og sér geti fjármagnað opinber kerfi til framtíðar. Hægt sé jafnvel að lækka skatta verulega en á sama tíma varðveita velferðina á Íslandi. Þessi heimssýn gengur ekki upp. Norræn velferðarsamfélög hafa sögulega séð veitt um 40% af landsframleiðslunni í opinber kerfi og þörfin mun síst minnka í framtíðinni. Það kostar nefnilega að reka samfélag. Þar með er ekki sagt að við eigum ekki að leita allra leiða til að forgangsraða og fara betur með fé. Við þurfum að forgangsraða fjármunum okkar í rétta hluti – t.d. löngu tímabæra launaleiðréttingu hjá kvennastéttum á opinbera markaðnum, stéttum sem eru í framlínu velferðarsamfélagsins. Starfsfólk ríkisins vinnur ómetanlegt starf á hverjum degi í þágu samfélags og þjóðar. Nýrri ríkisstjórn ber að hlusta á starfsfólkið sitt, fjárfesta í störfum þeirra og bæta kjör og vinnuaðstæður, okkur öllum til heilla. Höfundur er formaður Visku – stéttarfélags.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun