Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar 15. janúar 2025 11:32 Reykjavíkurflugvöllur hefur lengi verið lífæð fyrir innanlandsflug, sjúkraflug og almenna flugstarfsemi á Íslandi. Þrátt fyrir mikilvægi hans hefur flugvöllurinn verið í hættu undanfarinn áratug vegna markvissra aðgerða í þágu niðurrifs. Árið 2013 lagði Reykjavíkurborg fram aðalskipulag sem fól í sér markvisst niðurrif á Reykjavíkurflugvelli. Í því stóð að neyðarbrautin skildi vera aflögð sama ár, norður-suður brautin yrði aflögð 2016 og flugstarfsemin yrði með öllu aflögð 2024. Þetta var sett fram án þess að nokkar lausnir væru fyrir hendi fyrir þá mikilvægu starfsemi sem fer fram á flugvellinum. Flugsamfélagið mótmælti harðlega og metfjölda undirskrifta safnað fyrir óbreyttri starfsemi vallarins. Þjóðfélagsþrýstingurinn var slíkur að borgin hrökklaðist til baka með aðalskipulagið og neyddist til að semja við ríkið og setja málið í sáttaferil. Sáttin fólst í víðtækri leit að flugvallarstæði, þeirri stærstu hingað til, og að flugvöllurinn fengi að vera áfram á skipulagi. Hliðarsamkomulag var gert sem gerði ráð fyrir lokun einnar af þremur brautum vallarins. Þar voru jafnfram önnur mikilvæg samningsatriði auk þess sem samið var um fellingu trjáa í þágu flugstarfseminnar. Nú, rúmum áratug síðar, má segja að borginni sé að takast með þrengingum og sinnuleysi að ná upphaflegum markmiðum aðalskipulagsins frá 2013. Einni flugbraut hefur verið lokað, Samgöngustofa hefur farið fram á lokun annarrar og uppbygging íbúðahverfa í næsta nágrenni vallarins hefur vakið upp mótmæli íbúa gegn flugstarfsemi. Borgin boðar frekari uppbyggingu íbúahverfa og tréin standa enn. Engar lausnir fyrir mikilvægan og fjölbreyttan flugrekstur eru í sjónmáli. Loforð um að standa vörð um rekstaröryggi Reykjavíkurflugvallar eru orðin tóm. Flugsamfélagið hefur lagt sig fram um að leita sátta og lausna í þessu áratuga þrætumáli. Lausnirnar eru ekki fyrir hendi og sáttin lítil sem engin. Nú er þolinmæðin á þrotum – framtíð Reykjavíkurflugvallar og þeirrar starfsemi sem þar er verður að tryggja áður en það verður of seint. Höfundur er forseti Flugmálafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurflugvöllur hefur lengi verið lífæð fyrir innanlandsflug, sjúkraflug og almenna flugstarfsemi á Íslandi. Þrátt fyrir mikilvægi hans hefur flugvöllurinn verið í hættu undanfarinn áratug vegna markvissra aðgerða í þágu niðurrifs. Árið 2013 lagði Reykjavíkurborg fram aðalskipulag sem fól í sér markvisst niðurrif á Reykjavíkurflugvelli. Í því stóð að neyðarbrautin skildi vera aflögð sama ár, norður-suður brautin yrði aflögð 2016 og flugstarfsemin yrði með öllu aflögð 2024. Þetta var sett fram án þess að nokkar lausnir væru fyrir hendi fyrir þá mikilvægu starfsemi sem fer fram á flugvellinum. Flugsamfélagið mótmælti harðlega og metfjölda undirskrifta safnað fyrir óbreyttri starfsemi vallarins. Þjóðfélagsþrýstingurinn var slíkur að borgin hrökklaðist til baka með aðalskipulagið og neyddist til að semja við ríkið og setja málið í sáttaferil. Sáttin fólst í víðtækri leit að flugvallarstæði, þeirri stærstu hingað til, og að flugvöllurinn fengi að vera áfram á skipulagi. Hliðarsamkomulag var gert sem gerði ráð fyrir lokun einnar af þremur brautum vallarins. Þar voru jafnfram önnur mikilvæg samningsatriði auk þess sem samið var um fellingu trjáa í þágu flugstarfseminnar. Nú, rúmum áratug síðar, má segja að borginni sé að takast með þrengingum og sinnuleysi að ná upphaflegum markmiðum aðalskipulagsins frá 2013. Einni flugbraut hefur verið lokað, Samgöngustofa hefur farið fram á lokun annarrar og uppbygging íbúðahverfa í næsta nágrenni vallarins hefur vakið upp mótmæli íbúa gegn flugstarfsemi. Borgin boðar frekari uppbyggingu íbúahverfa og tréin standa enn. Engar lausnir fyrir mikilvægan og fjölbreyttan flugrekstur eru í sjónmáli. Loforð um að standa vörð um rekstaröryggi Reykjavíkurflugvallar eru orðin tóm. Flugsamfélagið hefur lagt sig fram um að leita sátta og lausna í þessu áratuga þrætumáli. Lausnirnar eru ekki fyrir hendi og sáttin lítil sem engin. Nú er þolinmæðin á þrotum – framtíð Reykjavíkurflugvallar og þeirrar starfsemi sem þar er verður að tryggja áður en það verður of seint. Höfundur er forseti Flugmálafélags Íslands.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar