Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Jón Þór Stefánsson skrifar 15. janúar 2025 16:40 Kristín Edwald er formaður Landskjörstjórnar. Vísir/Vilhelm Það er mat Landskjörstjórnar að brýnt sé að endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér á landi sem og erlendis. Í þessari endurskoðun væri mikilvægt að skoða sérstaklega hvort unnt væri að gera framkvæmdina skilvirkari og öruggari. Þetta kemur fram í umsögn Landskjörstjórnar um Alþingskosningarnar sem fóru fram 30. nóvember síðastliðinn. Þar tekur Landskjörstjórn undir ákveðin atriði í kærunum tveimur og gerir að auki athugasemdir við málsmeðferð yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis „Umsýsla við atkvæðagreiðsluna er umfangsmikil og þar sem framkvæmdin er viðkvæm fyrir utanaðkomandi þáttum, sérstaklega varðandi flutning eða sendingar atkvæðisbréfa til meðferðar og eftir atvikum til talningar, er hætta fyrir hendi á að atkvæði misfarist eða verði ekki tekin til greina af ástæðum sem ekki eru á ábyrgð kjósandans sjálfs. Að mati landskjörstjórnar eru ýmis tækifæri í framþróun kosningaframkvæmdar, einkum á sviði utankjörfundaratkvæðagreiðslu, og er stafræn þróun þar ekki undanskilin.“ Í niðurstöðukafla umsagnar Landskjörstjórnar segir að vissulega sé ekki endilega æskilegt að breyta kosningalögum oft og skammt fyrir kosningar, en þar sem næstu fyrirhuguðu kosningar verði í maí 2026 sé æskilegt að nýta tímann til að skoða mögulegar breytingar. „Það hafa komið upp ýmis tilvik og dæmi um nauðsyn þess að yfirfara og samræma ýmis ákvæði í lögunum, með tilliti til ferla, hlutverka og ábyrgðar, með það að leiðarljósi að treysta örugga og skilvirka kosningaframkvæmd,“ segir í umsögninni. Þó segir að almennt hafi framkvæmd Alþingiskosninganna gengið vel þegar á heildina sé litið. Tímaáætlanir hafi staðist að mestu leyti þrátt fyrir hríðarbyl og óveður víðs vegar um landið. Kjörstjórnin þakkar samvinnu fjölmarra einstaklinga, samtaka og stofnanna að því leyti. Þessari umsögn var skilað til níu manna undirbúningsnefndar Alþingis í dag. Nefndin hefur víðtæka heimild til að rannsaka álítaefni og getur farið fram á endurtalnignu. Landskjörstjórn hittir undirbúningsnefnd Alþingis á föstudag. Í umsögninni eru líka tekin fyrir ágreiningsseðlar úr þremur kjördæmum, og tvær kærur sem bárust vegna kosninganna. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fleiri fréttir Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögn Landskjörstjórnar um Alþingskosningarnar sem fóru fram 30. nóvember síðastliðinn. Þar tekur Landskjörstjórn undir ákveðin atriði í kærunum tveimur og gerir að auki athugasemdir við málsmeðferð yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis „Umsýsla við atkvæðagreiðsluna er umfangsmikil og þar sem framkvæmdin er viðkvæm fyrir utanaðkomandi þáttum, sérstaklega varðandi flutning eða sendingar atkvæðisbréfa til meðferðar og eftir atvikum til talningar, er hætta fyrir hendi á að atkvæði misfarist eða verði ekki tekin til greina af ástæðum sem ekki eru á ábyrgð kjósandans sjálfs. Að mati landskjörstjórnar eru ýmis tækifæri í framþróun kosningaframkvæmdar, einkum á sviði utankjörfundaratkvæðagreiðslu, og er stafræn þróun þar ekki undanskilin.“ Í niðurstöðukafla umsagnar Landskjörstjórnar segir að vissulega sé ekki endilega æskilegt að breyta kosningalögum oft og skammt fyrir kosningar, en þar sem næstu fyrirhuguðu kosningar verði í maí 2026 sé æskilegt að nýta tímann til að skoða mögulegar breytingar. „Það hafa komið upp ýmis tilvik og dæmi um nauðsyn þess að yfirfara og samræma ýmis ákvæði í lögunum, með tilliti til ferla, hlutverka og ábyrgðar, með það að leiðarljósi að treysta örugga og skilvirka kosningaframkvæmd,“ segir í umsögninni. Þó segir að almennt hafi framkvæmd Alþingiskosninganna gengið vel þegar á heildina sé litið. Tímaáætlanir hafi staðist að mestu leyti þrátt fyrir hríðarbyl og óveður víðs vegar um landið. Kjörstjórnin þakkar samvinnu fjölmarra einstaklinga, samtaka og stofnanna að því leyti. Þessari umsögn var skilað til níu manna undirbúningsnefndar Alþingis í dag. Nefndin hefur víðtæka heimild til að rannsaka álítaefni og getur farið fram á endurtalnignu. Landskjörstjórn hittir undirbúningsnefnd Alþingis á föstudag. Í umsögninni eru líka tekin fyrir ágreiningsseðlar úr þremur kjördæmum, og tvær kærur sem bárust vegna kosninganna.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fleiri fréttir Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels