„Vil að menn spili eins og hver leikur sé sá síðasti á ferlinum“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. janúar 2025 13:00 Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari er kröfuharður á sína menn. Eins og vera ber. vísir/vilhelm „Tilfinningin er góð rétt fyrir mót,“ segir landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson við Vísi þegar rúmur sólarhringur var í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta. Liðið missti línumanninn Arnar Frey Arnarsson í meiðsli í æfingaleikjunum við Svíþjóð á dögunum og svo er enn óvissa með Aron Pálmarsson en hann á að hvíla í riðlakeppninni vegna meiðsla í kálfa. „Aron lítur betur út en planið er óbreytt. Hann er jákvæður sem og við. Svo er gott teymi sem metur stöðuna á honum. Auðvitað eru þetta varúðarráðstafanir hjá okkur og hans vegna setjum við fókusinn á milliriðilinn hjá honum. Mér finnst þetta hafa verið betra og get því æft með þeim mönnum sem eru til taks núna. Það verður svo fínn styrkur að fá Aron inn.“ Klippa: Ekkert framhald ef þeir eru ekki eins og menn Fyrsti leikurinn í riðlinum er gegn Grænhöfðaeyjum, sá næsti gegn Kúbu og lokaleikurinn gegn Slóveníu. Ísland á að vinna fyrstu tvo leikina en þriðji leikurinn verður hörkuleikur. Snorri vill ekki sjá að leikmenn ætli sér að taka því rólega í byrjun móts. „Fyrir mér snýst þetta um næsta leik. Ég vil bara sjá gríðarlega einbeitt lið með blóð á tönnunum. Ég vil að menn spili eins og hver einasti leikur sé síðasti leikur ferilsins. Mér finnst allt annað henta okkur mjög illa. Þar fyrir utan er ekkert framhald ef við erum ekki eins og menn í fyrsta leik. Mér finnst mikilvægt að vinna leikinn með góðri frammistöðu.“ Sem fyrr er mikils vænst af íslenska liðinu á mótinu en hvaða væntingar hefur þjálfarinn? „Ég er með hellings væntingar. Ég veit að þetta er þreytt en mér líður fáranlega vel með að taka þetta í skrefum. Mér finnst það henta okkur sem liði. Það vita allir hvað það gerir fyrir okkur að vinna riðilinn. Til að það verði að veruleika þarf að vinna alla leikina í riðlinum,“ segir Snorri Steinn en hvaða breytingar munum við sjá á leik liðsins frá síðasta stórmóti? „Ég vil sjá að við séum að mjaka okkur í áttina að því sem ég vil. Ég vil sjá hraða, hlaup og skora mikið úr hraðaupphlaupum. Það er eitthvað sem tekur tíma og þarf að gerjast. Það er vont að geta ekki æft þetta á hverjum degi. Ég viðurkenni það. Mér fannst vanta flæði og flot í sókninni á síðasta móti. Ég hef séð vísi af þessu en þetta er áframhaldandi vinna. Mér líður vel og finnst glitta í það sem ég vil sjá.“ Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum. Leikur Íslands og Grænhöfðaeyja er klukkan 19:30 í kvöld. Strákunum okkar verður fylgt vel á eftir á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni fram að og eftir leik. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Fleiri fréttir Stórsigur hjá Slóvenum í fyrsta leik okkar riðils Myndaveisla: Fámenn en góðmenn upphitun í Zagreb Í beinni: Ísland - Grænhöfðaeyjar | Strákarnir okkar hefja leik Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Ánægja með Dag og hetjan hyllt Svona var HM-Pallborðið „Þeir eru mjög óagaðir“ Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum „Vil að menn spili eins og hver leikur sé sá síðasti á ferlinum“ Gætið ykkar: Pina en væntanlega engin kvöl Aron ekki skráður inn á HM HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum „Líður eins og ég sé tvítugur“ „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Bað um nýtt herbergi í Zagreb Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Dagur og Alfreð byrjuðu á sigri á HM í handbolta Þrír Argentínumenn fengu rautt spjald Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Sjá meira
Liðið missti línumanninn Arnar Frey Arnarsson í meiðsli í æfingaleikjunum við Svíþjóð á dögunum og svo er enn óvissa með Aron Pálmarsson en hann á að hvíla í riðlakeppninni vegna meiðsla í kálfa. „Aron lítur betur út en planið er óbreytt. Hann er jákvæður sem og við. Svo er gott teymi sem metur stöðuna á honum. Auðvitað eru þetta varúðarráðstafanir hjá okkur og hans vegna setjum við fókusinn á milliriðilinn hjá honum. Mér finnst þetta hafa verið betra og get því æft með þeim mönnum sem eru til taks núna. Það verður svo fínn styrkur að fá Aron inn.“ Klippa: Ekkert framhald ef þeir eru ekki eins og menn Fyrsti leikurinn í riðlinum er gegn Grænhöfðaeyjum, sá næsti gegn Kúbu og lokaleikurinn gegn Slóveníu. Ísland á að vinna fyrstu tvo leikina en þriðji leikurinn verður hörkuleikur. Snorri vill ekki sjá að leikmenn ætli sér að taka því rólega í byrjun móts. „Fyrir mér snýst þetta um næsta leik. Ég vil bara sjá gríðarlega einbeitt lið með blóð á tönnunum. Ég vil að menn spili eins og hver einasti leikur sé síðasti leikur ferilsins. Mér finnst allt annað henta okkur mjög illa. Þar fyrir utan er ekkert framhald ef við erum ekki eins og menn í fyrsta leik. Mér finnst mikilvægt að vinna leikinn með góðri frammistöðu.“ Sem fyrr er mikils vænst af íslenska liðinu á mótinu en hvaða væntingar hefur þjálfarinn? „Ég er með hellings væntingar. Ég veit að þetta er þreytt en mér líður fáranlega vel með að taka þetta í skrefum. Mér finnst það henta okkur sem liði. Það vita allir hvað það gerir fyrir okkur að vinna riðilinn. Til að það verði að veruleika þarf að vinna alla leikina í riðlinum,“ segir Snorri Steinn en hvaða breytingar munum við sjá á leik liðsins frá síðasta stórmóti? „Ég vil sjá að við séum að mjaka okkur í áttina að því sem ég vil. Ég vil sjá hraða, hlaup og skora mikið úr hraðaupphlaupum. Það er eitthvað sem tekur tíma og þarf að gerjast. Það er vont að geta ekki æft þetta á hverjum degi. Ég viðurkenni það. Mér fannst vanta flæði og flot í sókninni á síðasta móti. Ég hef séð vísi af þessu en þetta er áframhaldandi vinna. Mér líður vel og finnst glitta í það sem ég vil sjá.“ Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum. Leikur Íslands og Grænhöfðaeyja er klukkan 19:30 í kvöld. Strákunum okkar verður fylgt vel á eftir á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni fram að og eftir leik.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Fleiri fréttir Stórsigur hjá Slóvenum í fyrsta leik okkar riðils Myndaveisla: Fámenn en góðmenn upphitun í Zagreb Í beinni: Ísland - Grænhöfðaeyjar | Strákarnir okkar hefja leik Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Ánægja með Dag og hetjan hyllt Svona var HM-Pallborðið „Þeir eru mjög óagaðir“ Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum „Vil að menn spili eins og hver leikur sé sá síðasti á ferlinum“ Gætið ykkar: Pina en væntanlega engin kvöl Aron ekki skráður inn á HM HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum „Líður eins og ég sé tvítugur“ „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Bað um nýtt herbergi í Zagreb Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Dagur og Alfreð byrjuðu á sigri á HM í handbolta Þrír Argentínumenn fengu rautt spjald Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Sjá meira