„Vil að menn spili eins og hver leikur sé sá síðasti á ferlinum“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. janúar 2025 13:00 Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari er kröfuharður á sína menn. Eins og vera ber. vísir/vilhelm „Tilfinningin er góð rétt fyrir mót,“ segir landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson við Vísi þegar rúmur sólarhringur var í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta. Liðið missti línumanninn Arnar Frey Arnarsson í meiðsli í æfingaleikjunum við Svíþjóð á dögunum og svo er enn óvissa með Aron Pálmarsson en hann á að hvíla í riðlakeppninni vegna meiðsla í kálfa. „Aron lítur betur út en planið er óbreytt. Hann er jákvæður sem og við. Svo er gott teymi sem metur stöðuna á honum. Auðvitað eru þetta varúðarráðstafanir hjá okkur og hans vegna setjum við fókusinn á milliriðilinn hjá honum. Mér finnst þetta hafa verið betra og get því æft með þeim mönnum sem eru til taks núna. Það verður svo fínn styrkur að fá Aron inn.“ Klippa: Ekkert framhald ef þeir eru ekki eins og menn Fyrsti leikurinn í riðlinum er gegn Grænhöfðaeyjum, sá næsti gegn Kúbu og lokaleikurinn gegn Slóveníu. Ísland á að vinna fyrstu tvo leikina en þriðji leikurinn verður hörkuleikur. Snorri vill ekki sjá að leikmenn ætli sér að taka því rólega í byrjun móts. „Fyrir mér snýst þetta um næsta leik. Ég vil bara sjá gríðarlega einbeitt lið með blóð á tönnunum. Ég vil að menn spili eins og hver einasti leikur sé síðasti leikur ferilsins. Mér finnst allt annað henta okkur mjög illa. Þar fyrir utan er ekkert framhald ef við erum ekki eins og menn í fyrsta leik. Mér finnst mikilvægt að vinna leikinn með góðri frammistöðu.“ Sem fyrr er mikils vænst af íslenska liðinu á mótinu en hvaða væntingar hefur þjálfarinn? „Ég er með hellings væntingar. Ég veit að þetta er þreytt en mér líður fáranlega vel með að taka þetta í skrefum. Mér finnst það henta okkur sem liði. Það vita allir hvað það gerir fyrir okkur að vinna riðilinn. Til að það verði að veruleika þarf að vinna alla leikina í riðlinum,“ segir Snorri Steinn en hvaða breytingar munum við sjá á leik liðsins frá síðasta stórmóti? „Ég vil sjá að við séum að mjaka okkur í áttina að því sem ég vil. Ég vil sjá hraða, hlaup og skora mikið úr hraðaupphlaupum. Það er eitthvað sem tekur tíma og þarf að gerjast. Það er vont að geta ekki æft þetta á hverjum degi. Ég viðurkenni það. Mér fannst vanta flæði og flot í sókninni á síðasta móti. Ég hef séð vísi af þessu en þetta er áframhaldandi vinna. Mér líður vel og finnst glitta í það sem ég vil sjá.“ Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum. Leikur Íslands og Grænhöfðaeyja er klukkan 19:30 í kvöld. Strákunum okkar verður fylgt vel á eftir á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni fram að og eftir leik. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Sennilegra að Ísland komist ekki úr milliriðli en 14,2% líkur á undanúrslitum Háskólinn í Reykjavík hitaði upp fyrir heimsmeistaramótið í handbolta í HR stofunni, í tilefni þess að íslenska karlalandsliðið leikur sinn fyrsta leik á mótinu í dag. Gestir HR stofunnar voru Patrekur Jóhannesson og Arnar Pétursson og þá kynnti Dr. Peter O‘Donoghue, prófessor við íþróttafræðideild HR, spálíkan sem hann hefur gert fyrir mótið. 16. janúar 2025 13:05 Gætið ykkar: Pina en væntanlega engin kvöl Fyrstu mótherjar Íslands á HM í handbolta hafa litla reynslu af stórmótum og ættu ekki að reynast mikil hindrun. Í liði Grænhöfðaeyja finnast þó flottir leikmenn og einn þeirra skoraði ellefu mörk gegn Íslandi fyrir tveimur árum. 16. janúar 2025 12:31 Aron ekki skráður inn á HM Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta hefur valið 17 manna hóp fyrir komandi Heimsmeistaramót. Ísland leikur fyrsta leik sinn á mótinu í kvöld gegn Grænhöfðaeyjum. Aron Pálmarsson er ekki skráður inn í mótið en hægt er að bæta honum við leikmannahópinn seinna meir. 16. janúar 2025 12:17 „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha verður í leikmannahópi Grænhöfðaeyja í kvöld er liðið spilar við Ísland í fyrsta leik liðanna á HM í handbolta. 16. janúar 2025 09:32 HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Ljóst er að fjölmargir stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta hafa sett stefnuna til Zagreb í Króatíu, vegna HM, en þó er ekki búist við að margir verði á fyrsta leiknum, við Grænhöfðaeyjar í kvöld. 16. janúar 2025 10:00 „Líður eins og ég sé tvítugur“ Markvörðurinn síungi Björgvin Páll Gústavsson er sem fyrr í leikmannahópi íslenska landsliðsins en þar hefur hann verið síðan árið 2008. 16. janúar 2025 08:04 Bað um nýtt herbergi í Zagreb Elliði Snær Viðarsson er klár í slaginn fyrir komandi heimsmeistaramót karla í handbolta. Hann tók út rauðu spjöldin fyrir mót og sefur eins og ungabarn á hótelinu í Zagreb. 15. janúar 2025 23:00 Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira
Liðið missti línumanninn Arnar Frey Arnarsson í meiðsli í æfingaleikjunum við Svíþjóð á dögunum og svo er enn óvissa með Aron Pálmarsson en hann á að hvíla í riðlakeppninni vegna meiðsla í kálfa. „Aron lítur betur út en planið er óbreytt. Hann er jákvæður sem og við. Svo er gott teymi sem metur stöðuna á honum. Auðvitað eru þetta varúðarráðstafanir hjá okkur og hans vegna setjum við fókusinn á milliriðilinn hjá honum. Mér finnst þetta hafa verið betra og get því æft með þeim mönnum sem eru til taks núna. Það verður svo fínn styrkur að fá Aron inn.“ Klippa: Ekkert framhald ef þeir eru ekki eins og menn Fyrsti leikurinn í riðlinum er gegn Grænhöfðaeyjum, sá næsti gegn Kúbu og lokaleikurinn gegn Slóveníu. Ísland á að vinna fyrstu tvo leikina en þriðji leikurinn verður hörkuleikur. Snorri vill ekki sjá að leikmenn ætli sér að taka því rólega í byrjun móts. „Fyrir mér snýst þetta um næsta leik. Ég vil bara sjá gríðarlega einbeitt lið með blóð á tönnunum. Ég vil að menn spili eins og hver einasti leikur sé síðasti leikur ferilsins. Mér finnst allt annað henta okkur mjög illa. Þar fyrir utan er ekkert framhald ef við erum ekki eins og menn í fyrsta leik. Mér finnst mikilvægt að vinna leikinn með góðri frammistöðu.“ Sem fyrr er mikils vænst af íslenska liðinu á mótinu en hvaða væntingar hefur þjálfarinn? „Ég er með hellings væntingar. Ég veit að þetta er þreytt en mér líður fáranlega vel með að taka þetta í skrefum. Mér finnst það henta okkur sem liði. Það vita allir hvað það gerir fyrir okkur að vinna riðilinn. Til að það verði að veruleika þarf að vinna alla leikina í riðlinum,“ segir Snorri Steinn en hvaða breytingar munum við sjá á leik liðsins frá síðasta stórmóti? „Ég vil sjá að við séum að mjaka okkur í áttina að því sem ég vil. Ég vil sjá hraða, hlaup og skora mikið úr hraðaupphlaupum. Það er eitthvað sem tekur tíma og þarf að gerjast. Það er vont að geta ekki æft þetta á hverjum degi. Ég viðurkenni það. Mér fannst vanta flæði og flot í sókninni á síðasta móti. Ég hef séð vísi af þessu en þetta er áframhaldandi vinna. Mér líður vel og finnst glitta í það sem ég vil sjá.“ Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum. Leikur Íslands og Grænhöfðaeyja er klukkan 19:30 í kvöld. Strákunum okkar verður fylgt vel á eftir á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni fram að og eftir leik.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Sennilegra að Ísland komist ekki úr milliriðli en 14,2% líkur á undanúrslitum Háskólinn í Reykjavík hitaði upp fyrir heimsmeistaramótið í handbolta í HR stofunni, í tilefni þess að íslenska karlalandsliðið leikur sinn fyrsta leik á mótinu í dag. Gestir HR stofunnar voru Patrekur Jóhannesson og Arnar Pétursson og þá kynnti Dr. Peter O‘Donoghue, prófessor við íþróttafræðideild HR, spálíkan sem hann hefur gert fyrir mótið. 16. janúar 2025 13:05 Gætið ykkar: Pina en væntanlega engin kvöl Fyrstu mótherjar Íslands á HM í handbolta hafa litla reynslu af stórmótum og ættu ekki að reynast mikil hindrun. Í liði Grænhöfðaeyja finnast þó flottir leikmenn og einn þeirra skoraði ellefu mörk gegn Íslandi fyrir tveimur árum. 16. janúar 2025 12:31 Aron ekki skráður inn á HM Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta hefur valið 17 manna hóp fyrir komandi Heimsmeistaramót. Ísland leikur fyrsta leik sinn á mótinu í kvöld gegn Grænhöfðaeyjum. Aron Pálmarsson er ekki skráður inn í mótið en hægt er að bæta honum við leikmannahópinn seinna meir. 16. janúar 2025 12:17 „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha verður í leikmannahópi Grænhöfðaeyja í kvöld er liðið spilar við Ísland í fyrsta leik liðanna á HM í handbolta. 16. janúar 2025 09:32 HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Ljóst er að fjölmargir stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta hafa sett stefnuna til Zagreb í Króatíu, vegna HM, en þó er ekki búist við að margir verði á fyrsta leiknum, við Grænhöfðaeyjar í kvöld. 16. janúar 2025 10:00 „Líður eins og ég sé tvítugur“ Markvörðurinn síungi Björgvin Páll Gústavsson er sem fyrr í leikmannahópi íslenska landsliðsins en þar hefur hann verið síðan árið 2008. 16. janúar 2025 08:04 Bað um nýtt herbergi í Zagreb Elliði Snær Viðarsson er klár í slaginn fyrir komandi heimsmeistaramót karla í handbolta. Hann tók út rauðu spjöldin fyrir mót og sefur eins og ungabarn á hótelinu í Zagreb. 15. janúar 2025 23:00 Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira
Sennilegra að Ísland komist ekki úr milliriðli en 14,2% líkur á undanúrslitum Háskólinn í Reykjavík hitaði upp fyrir heimsmeistaramótið í handbolta í HR stofunni, í tilefni þess að íslenska karlalandsliðið leikur sinn fyrsta leik á mótinu í dag. Gestir HR stofunnar voru Patrekur Jóhannesson og Arnar Pétursson og þá kynnti Dr. Peter O‘Donoghue, prófessor við íþróttafræðideild HR, spálíkan sem hann hefur gert fyrir mótið. 16. janúar 2025 13:05
Gætið ykkar: Pina en væntanlega engin kvöl Fyrstu mótherjar Íslands á HM í handbolta hafa litla reynslu af stórmótum og ættu ekki að reynast mikil hindrun. Í liði Grænhöfðaeyja finnast þó flottir leikmenn og einn þeirra skoraði ellefu mörk gegn Íslandi fyrir tveimur árum. 16. janúar 2025 12:31
Aron ekki skráður inn á HM Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta hefur valið 17 manna hóp fyrir komandi Heimsmeistaramót. Ísland leikur fyrsta leik sinn á mótinu í kvöld gegn Grænhöfðaeyjum. Aron Pálmarsson er ekki skráður inn í mótið en hægt er að bæta honum við leikmannahópinn seinna meir. 16. janúar 2025 12:17
„Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha verður í leikmannahópi Grænhöfðaeyja í kvöld er liðið spilar við Ísland í fyrsta leik liðanna á HM í handbolta. 16. janúar 2025 09:32
HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Ljóst er að fjölmargir stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta hafa sett stefnuna til Zagreb í Króatíu, vegna HM, en þó er ekki búist við að margir verði á fyrsta leiknum, við Grænhöfðaeyjar í kvöld. 16. janúar 2025 10:00
„Líður eins og ég sé tvítugur“ Markvörðurinn síungi Björgvin Páll Gústavsson er sem fyrr í leikmannahópi íslenska landsliðsins en þar hefur hann verið síðan árið 2008. 16. janúar 2025 08:04
Bað um nýtt herbergi í Zagreb Elliði Snær Viðarsson er klár í slaginn fyrir komandi heimsmeistaramót karla í handbolta. Hann tók út rauðu spjöldin fyrir mót og sefur eins og ungabarn á hótelinu í Zagreb. 15. janúar 2025 23:00