Í tilkynningu um niðurstöðuna kemur fram að indó hafi fengið 84,4 stig á mælivarða Ánægjuvogarinnar. Í öðru sæti hafi verið sigurvegari síðasta árs, Dropp, með 84,2 stig.
Íslenska ánægjuvogin er í eigu Stjórnvísi, en Prósent sá um framkvæmd á könnunarinnar í ár. Fram kemur að gögnum hafi verið safnað frá apríl til desember í fyrra. Könnunin hafi verið send í tölvupósti á könnunarhóp Prósents, á um 3.000 manna úrtak á hverjum markaði. 175 til þúsund svör bárust fyrir hvert fyrirtæki. Síðan hafi niðurstöður verið vigtaðar með tilliti til kyns, aldurs og búsetu þýðisins.
Jafnframt er sérstök gullverðlaun, Gyllta merkið, til þeirra fyrirtækja sem voru hæst á sínum markaði með marktækum mun. Þau fyrirtæki voru:
- Indó, 84,4 stig meðal banka
- Dropp 84,2 stig meðal póstþjónustufyrirtækja
- Costco eldsneyti 81,0 stig meðal eldsneytis- og hraðhleðslustöðva
- IKEA 78,2 stig meðal húsgagnaverslana
- Nova 77,9 stig meðal fjarskiptafyrirtækja
- Krónan 74,1 stig meðal matvöruverslana
- A4 73,8 stig meðal ritfangaverslana
- Icelandair 72,3 stig meðal flugfélaga
- BYKO 71,5 stig meðal byggingavöruverslana
- Sjóvá 69,1 stig meðal tryggingafélaga
Þau fyrirtæki sem voru efst þar sem ekki var marktækur munur á efsta og næstefsta sæti fengu jafnframt viðurkenningu fyrir góðan árangur. Þau fyrirtæki eru:
- Lyfjaver 76,6 stig meðal apóteka
- ELKO 76,2 stig meðal raftækjaverslana
- Orka náttúrunnar 69,1 stig meðal raforkusala
- Smáralind 65,2 stig meðal verslunarmiðstöðva
