Papparassar náðu ljósmyndum af hinni 52 ára Vergara skælbrosa framan í hinn fertuga Hamilton áður en þau snæddu saman með vinum ökuþórsins. Þau sátu síðan hlið við hlið á veitingastaðnum og herma sjónarvottar að Vergar hafi varla snert á mat sínum, svo djúpt sokkin var hún í samræðurnar.
Þau yfirgáfu staðinn en héldu áfram samtölum sínum af mikill innlifun áður en Vergara var keyrð á brott á svörtum jeppa.
Sofia Vergara and Lewis Hamilton Flirt After Two-Hour Lunch Date in NYC | Click to read more 👇 https://t.co/4MuSLyPz6r
— TMZ (@TMZ) January 15, 2025
Skurðlæknir og ökuþór; söngkona og leikkona
Síðast var Vergara orðuð við skurðlækninn Justin Saliman en ástarsamband þeirra varð opinber í október 2023. Í apríl í fyrra sagðist Vergara vera ástfangin af Saliman beint eftir að hann skar hana upp á hné og nokkrum mánuðum síðar, í ágúst, sagðist hún njóta lífsins með lækninum.
Nú virðist sem Saliman og Vergara séu ekki lengur saman en ástarsamband þeirra hófst nokkrum mánuðum eftir að Vergara skildi við Joe Manganiello, eiginmann sinn til sjö ára.
Hamilton var lengi í sambandi með söngkonunni Nicole Scherzinger en hefur verið einhleypur undanfarin ár. Hann var síðast orðaður við ástarsamband með hinni 47 ára Shakiru en það virðist ekki hafa verið alvarlegt.
Hvorki Hamilton né Vergara hafa svarað fyrirspurnum fjölmiðla um málið en það eru nokkrir mánuðir síðan Vergara greindi frá því að hún væri „eiginlega einhleyp“. TMZ hefur hins vegar eftir heimildamönnum sínum að þau séu einungis vinir og ekkert meira en það.