Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Valur Páll Eiríksson skrifar 16. janúar 2025 23:02 Strákarnir gerðu sitt gegn Grænhöfðaeyjum í kvöld. Vísir/Vilhelm Þetta var skrýtinn handboltaleikur. Strákarnir okkar gerðu sitt, drápu allan vonarneista snemma og náðu í 13 marka sigur. Þetta var hins vegar ekki merkilegt eftir hlé. Mín tilfinning fyrir þetta mót hefur verið á þá leið að kröfurnar til strákanna okkar séu ekki eins ríkar í ár og verið hefur síðustu mót. Krafan hefur verið topp 4 ár eftir ár bara til að við horfum upp á okkar drengi misstíga sig við fyrstu hindrun. Það er vart hægt að segja að Grænhöfðaeyingar standi mikið í vegi í hindrunarhlaupi okkar manna. Það var hornamannapartý gegn hægu liði. Hraðaupphlaupin komu í hrönnum og félagarnir Óðinn og Orri með ellefu af átján mörkum fyrri hálfleiks. Þeir voru í hálfgerðu píptesti, hlupu stanslaust fram og til baka, milli þess sem andstæðingarnir reyndu að svæfa höllina. Það reyndi á einbeitingu varnarmanna gegn þunglamalegum sóknarleik Grænhöfðaeyinga sem var algjört svefnlyf. Elliði Snær Viðarsson fékk líka rautt í fyrsta leik á EM í fyrra.VÍSIR/VILHELM Aftur fékk Elliði hins vegar rautt spjald, sem var algjör óþarfi. Þetta er annað mótið í röð sem Vestmannaeyingurinn fær reisupassann í fyrsta leik móts. Þá er hann nú búinn að fá tvö rauð í fyrstu þremur leikjunum sem fyrirliði, og alls spilað í þeim þremur leikjum örugglega minna en 40 mínútur. En vörnin stóð sína plikt og Viktor Gísli sterkur á bakvið – staðan 18-8 í hálfleik og allir hressir. Eftir píptestið fengu hornamennirnir hvíld en Bjarki Már og Sigvaldi fengu ekki að hlaupa eins mikið. Snorri Steinn róteraði liðinu umtalsvert og allir á skýrslu komu við sögu. En því róti fylgdi heljarinnar hikstakast. Ísland skoraði sjö gegn þremur í byrjun seinni hálfleiks en svo kom einhver óskiljanlegur 0-5 kafli, Grænhöfðaeyjum í vil. Það fór auðvitað ekkert um mann og alveg ljóst að sigurinn yrði öruggur. En það er smá áhyggjuefni hvað þetta var allt saman trist þegar byrjunarliðsmennirnir fóru á bekkinn. Það er að vissu leyti eðlilegt að spilamennskan verði aðeins losaraleg með öllum breytingunum en ég er viss um að strákarnir sjálfir séu hvað ósáttastir við strembinn seinni hálfleik. Allt fór þetta samt vel og allir fengu að spila. Þorsteinn Leó þreytti frumraun sína á stórmóti og bauð upp á tvær sleggjur í samskeytin að stórskyttusið. Hvað mestu fagnaðarlætin í stúkunni komu þá þegar Hafsteinn Óli fékk að spreyta sig í lokin með grænhöfðaeyska liðinu. Sérstök stund fyrir hann og vonandi að hann fái betri tækifæri þegar á líður. Jákvæðast er að allir komu heilir frá þessu, en á tímabili í fyrri hálfleik var manni farið að lítast illa á bakhrindingar á okkar menn. Fyrstu stigin eru komin, fyrsti sigurinn og við höldum áfram. Grænhöfðaeyjar lítil fyrirstaða og útlit fyrir að það verði áfram ekkert nema hlaupabraut í upphafi þessa hindranahlaups. Á miðað við það sem maður sá af kúbverska liðinu gegn Slóveníu hér í höllinni fyrr í dag er annar eins leikur fram undan. Kúba gat hreinlega ekki neitt. Það er vonandi að menn nýti þessa leiki til að stilla saman strengi, nái upp góðu tempoi og falli ekki í vatnsgryfjuna þegar kemur að fyrstu hindruninni er Slóvenar bíða á mánudaginn kemur. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann þrettán marka sigur á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta en þrátt fyrir öruggan sigur þá átti íslenska liðið engan stórleik. Liðið kláraði engu að síður verkefnið nokkuð sannfærandi og sigurinn var aldrei í hættu. 16. janúar 2025 21:32 „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ „Það var hrikalega skemmtilegt að byrja þetta mót, og á svona sigri,“ sagði hornamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson eftir frábæran fyrsta leik sinn á HM í handbolta. 16. janúar 2025 21:19 Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Strákarnir okkar hófu HM í handbolta algjörlega án vandræða með viðbúnum stórsigri á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í Zagreb í Króatíu í kvöld. 16. janúar 2025 20:50 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira
Mín tilfinning fyrir þetta mót hefur verið á þá leið að kröfurnar til strákanna okkar séu ekki eins ríkar í ár og verið hefur síðustu mót. Krafan hefur verið topp 4 ár eftir ár bara til að við horfum upp á okkar drengi misstíga sig við fyrstu hindrun. Það er vart hægt að segja að Grænhöfðaeyingar standi mikið í vegi í hindrunarhlaupi okkar manna. Það var hornamannapartý gegn hægu liði. Hraðaupphlaupin komu í hrönnum og félagarnir Óðinn og Orri með ellefu af átján mörkum fyrri hálfleiks. Þeir voru í hálfgerðu píptesti, hlupu stanslaust fram og til baka, milli þess sem andstæðingarnir reyndu að svæfa höllina. Það reyndi á einbeitingu varnarmanna gegn þunglamalegum sóknarleik Grænhöfðaeyinga sem var algjört svefnlyf. Elliði Snær Viðarsson fékk líka rautt í fyrsta leik á EM í fyrra.VÍSIR/VILHELM Aftur fékk Elliði hins vegar rautt spjald, sem var algjör óþarfi. Þetta er annað mótið í röð sem Vestmannaeyingurinn fær reisupassann í fyrsta leik móts. Þá er hann nú búinn að fá tvö rauð í fyrstu þremur leikjunum sem fyrirliði, og alls spilað í þeim þremur leikjum örugglega minna en 40 mínútur. En vörnin stóð sína plikt og Viktor Gísli sterkur á bakvið – staðan 18-8 í hálfleik og allir hressir. Eftir píptestið fengu hornamennirnir hvíld en Bjarki Már og Sigvaldi fengu ekki að hlaupa eins mikið. Snorri Steinn róteraði liðinu umtalsvert og allir á skýrslu komu við sögu. En því róti fylgdi heljarinnar hikstakast. Ísland skoraði sjö gegn þremur í byrjun seinni hálfleiks en svo kom einhver óskiljanlegur 0-5 kafli, Grænhöfðaeyjum í vil. Það fór auðvitað ekkert um mann og alveg ljóst að sigurinn yrði öruggur. En það er smá áhyggjuefni hvað þetta var allt saman trist þegar byrjunarliðsmennirnir fóru á bekkinn. Það er að vissu leyti eðlilegt að spilamennskan verði aðeins losaraleg með öllum breytingunum en ég er viss um að strákarnir sjálfir séu hvað ósáttastir við strembinn seinni hálfleik. Allt fór þetta samt vel og allir fengu að spila. Þorsteinn Leó þreytti frumraun sína á stórmóti og bauð upp á tvær sleggjur í samskeytin að stórskyttusið. Hvað mestu fagnaðarlætin í stúkunni komu þá þegar Hafsteinn Óli fékk að spreyta sig í lokin með grænhöfðaeyska liðinu. Sérstök stund fyrir hann og vonandi að hann fái betri tækifæri þegar á líður. Jákvæðast er að allir komu heilir frá þessu, en á tímabili í fyrri hálfleik var manni farið að lítast illa á bakhrindingar á okkar menn. Fyrstu stigin eru komin, fyrsti sigurinn og við höldum áfram. Grænhöfðaeyjar lítil fyrirstaða og útlit fyrir að það verði áfram ekkert nema hlaupabraut í upphafi þessa hindranahlaups. Á miðað við það sem maður sá af kúbverska liðinu gegn Slóveníu hér í höllinni fyrr í dag er annar eins leikur fram undan. Kúba gat hreinlega ekki neitt. Það er vonandi að menn nýti þessa leiki til að stilla saman strengi, nái upp góðu tempoi og falli ekki í vatnsgryfjuna þegar kemur að fyrstu hindruninni er Slóvenar bíða á mánudaginn kemur.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann þrettán marka sigur á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta en þrátt fyrir öruggan sigur þá átti íslenska liðið engan stórleik. Liðið kláraði engu að síður verkefnið nokkuð sannfærandi og sigurinn var aldrei í hættu. 16. janúar 2025 21:32 „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ „Það var hrikalega skemmtilegt að byrja þetta mót, og á svona sigri,“ sagði hornamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson eftir frábæran fyrsta leik sinn á HM í handbolta. 16. janúar 2025 21:19 Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Strákarnir okkar hófu HM í handbolta algjörlega án vandræða með viðbúnum stórsigri á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í Zagreb í Króatíu í kvöld. 16. janúar 2025 20:50 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira
Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann þrettán marka sigur á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta en þrátt fyrir öruggan sigur þá átti íslenska liðið engan stórleik. Liðið kláraði engu að síður verkefnið nokkuð sannfærandi og sigurinn var aldrei í hættu. 16. janúar 2025 21:32
„Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ „Það var hrikalega skemmtilegt að byrja þetta mót, og á svona sigri,“ sagði hornamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson eftir frábæran fyrsta leik sinn á HM í handbolta. 16. janúar 2025 21:19
Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Strákarnir okkar hófu HM í handbolta algjörlega án vandræða með viðbúnum stórsigri á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í Zagreb í Króatíu í kvöld. 16. janúar 2025 20:50