Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Jakob Bjarnar skrifar 17. janúar 2025 15:21 Ljóst er að ýmsir eru þeirrar skoðunar að ekki sé sæmilegt fyrir HSÍ að þeir leyfi Rapyd að vera áberandi styrktaraðilar íslenska handknattleikslandsliðsins. aðsend Starfsmönnum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands dauðbrá í gærmorgun þegar þeir mættu til vinnu í Laugardalinn en þá var búið að veggfóðra anddyrið með límmmiðum: Rapyd styður þjóðarmorð! Einhver ónefndur aðili hafði tekið sig til og límt miðana upp og þakið innganginn en ástæðan er sú að íslenska landsliðið í handknattleik keppir með merki Rapyd á brjóstkassanum. Þegar Vísir setti sig í samband við ÍSÍ til að grennslast fyrir um málið varð Kristín Ásbjörnsdóttir fyrir svörum. „Mér dauðbrá þegar ég mætti í vinnuna í gær. Já, það var mikið verk að skrapa þetta af en það er búið.“ Sérstök tilkynning fylgir límmiðunum svohljóðandi: „Við krefjumst þess að HSÍ hætti tafarlaust þátttöku í hvítþvotti Ísrael á þjóðarmorði, hernámi, kúgun og aðskilnaðarstefnu sinni í Palestínu. Þetta gerir HSÍ með því að taka við peningum frá fyrirtækinu Rapyd sem styður þjóðarmorðið með beinum hætti. HSÍ er ekki stætt á því þar sem það starfar í nafni þjóðarinnar allrar.“ Talsvert var fjallað um þessa umdeildu styrktaraðila HSÍ í fyrra en þá mótmæltu til að mynda Guðmundur Guðmundsson fyrrverandi þjálfari landsliðsins og Bubbi Morthens tónlistarmaður því harðlega að íslenska liðið væri „sponsað“ af Arnarlaxi. Björn B. Björnsson kvikmyndagerðarmaður, sem hefur fjallað talsvert um fyrirtækið Raypid, skrifaði einnig greinar um málið; hann telur til háborinnar skammar að HSÍ skuli vera með Rapid sem styrktaraðila. Þegar loks náðist í formann HSÍ, Guðmund B. Ólafsson, vegna málsins sagði hann rekstrarstöðu HSÍ erfiða og umræðuna broslega og skakka. „Hún var bara svo hrikalega skökk. Það fólk sem var að tala um þetta vissi náttúrulega bara ekkert hvað það var að tala um. Við erum bara í íþróttastarfi. Þegar að það eru öflug og stór fyrirtæki sem eru tilbúin að styðja okkur og vera í samstarfi við okkur, þá að sjálfsögðu vinnum við með þeim. Þetta eru stoltir samstarfsaðilar okkar,“ sagði Guðmundur þá. HSÍ Handbolti Auglýsinga- og markaðsmál ÍSÍ Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Öryggisráð Ísrael hefur lagt til að ríkisstjórn og þing ríkisins samþykki vopnahléstillögu í átökum Ísraela við Hamas-samtökin á Gasaströndinni. Ríkisstjórnin tekur tillöguna næst fyrir og er vonast til þess að vopnahléið taki gildi á sunndag og yrði fyrstu gíslum Hamas sleppt þá. 17. janúar 2025 14:02 Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Skrifstofa forsætisráðherra Ísraels, Benjamíns Netanjahú, segir nú að samkomulag sé í höfn við Hamas samtökin um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi samtakanna. 17. janúar 2025 06:47 Deila um ákvæði um fangaskipti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað leiðtoga Hamas-samtakanna um að skorast undan ákvæði um fangaskipti í vopnahléssamkomulagi sem samþykkt var í gær. Hann segist ekki ætla að boða til fundar öryggisráðs Ísrael þar sem greiða á atkvæði um samkomulagið fyrr en málið hafi verið leyst. 16. janúar 2025 09:25 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Einhver ónefndur aðili hafði tekið sig til og límt miðana upp og þakið innganginn en ástæðan er sú að íslenska landsliðið í handknattleik keppir með merki Rapyd á brjóstkassanum. Þegar Vísir setti sig í samband við ÍSÍ til að grennslast fyrir um málið varð Kristín Ásbjörnsdóttir fyrir svörum. „Mér dauðbrá þegar ég mætti í vinnuna í gær. Já, það var mikið verk að skrapa þetta af en það er búið.“ Sérstök tilkynning fylgir límmiðunum svohljóðandi: „Við krefjumst þess að HSÍ hætti tafarlaust þátttöku í hvítþvotti Ísrael á þjóðarmorði, hernámi, kúgun og aðskilnaðarstefnu sinni í Palestínu. Þetta gerir HSÍ með því að taka við peningum frá fyrirtækinu Rapyd sem styður þjóðarmorðið með beinum hætti. HSÍ er ekki stætt á því þar sem það starfar í nafni þjóðarinnar allrar.“ Talsvert var fjallað um þessa umdeildu styrktaraðila HSÍ í fyrra en þá mótmæltu til að mynda Guðmundur Guðmundsson fyrrverandi þjálfari landsliðsins og Bubbi Morthens tónlistarmaður því harðlega að íslenska liðið væri „sponsað“ af Arnarlaxi. Björn B. Björnsson kvikmyndagerðarmaður, sem hefur fjallað talsvert um fyrirtækið Raypid, skrifaði einnig greinar um málið; hann telur til háborinnar skammar að HSÍ skuli vera með Rapid sem styrktaraðila. Þegar loks náðist í formann HSÍ, Guðmund B. Ólafsson, vegna málsins sagði hann rekstrarstöðu HSÍ erfiða og umræðuna broslega og skakka. „Hún var bara svo hrikalega skökk. Það fólk sem var að tala um þetta vissi náttúrulega bara ekkert hvað það var að tala um. Við erum bara í íþróttastarfi. Þegar að það eru öflug og stór fyrirtæki sem eru tilbúin að styðja okkur og vera í samstarfi við okkur, þá að sjálfsögðu vinnum við með þeim. Þetta eru stoltir samstarfsaðilar okkar,“ sagði Guðmundur þá.
HSÍ Handbolti Auglýsinga- og markaðsmál ÍSÍ Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Öryggisráð Ísrael hefur lagt til að ríkisstjórn og þing ríkisins samþykki vopnahléstillögu í átökum Ísraela við Hamas-samtökin á Gasaströndinni. Ríkisstjórnin tekur tillöguna næst fyrir og er vonast til þess að vopnahléið taki gildi á sunndag og yrði fyrstu gíslum Hamas sleppt þá. 17. janúar 2025 14:02 Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Skrifstofa forsætisráðherra Ísraels, Benjamíns Netanjahú, segir nú að samkomulag sé í höfn við Hamas samtökin um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi samtakanna. 17. janúar 2025 06:47 Deila um ákvæði um fangaskipti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað leiðtoga Hamas-samtakanna um að skorast undan ákvæði um fangaskipti í vopnahléssamkomulagi sem samþykkt var í gær. Hann segist ekki ætla að boða til fundar öryggisráðs Ísrael þar sem greiða á atkvæði um samkomulagið fyrr en málið hafi verið leyst. 16. janúar 2025 09:25 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Öryggisráð Ísrael hefur lagt til að ríkisstjórn og þing ríkisins samþykki vopnahléstillögu í átökum Ísraela við Hamas-samtökin á Gasaströndinni. Ríkisstjórnin tekur tillöguna næst fyrir og er vonast til þess að vopnahléið taki gildi á sunndag og yrði fyrstu gíslum Hamas sleppt þá. 17. janúar 2025 14:02
Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Skrifstofa forsætisráðherra Ísraels, Benjamíns Netanjahú, segir nú að samkomulag sé í höfn við Hamas samtökin um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi samtakanna. 17. janúar 2025 06:47
Deila um ákvæði um fangaskipti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað leiðtoga Hamas-samtakanna um að skorast undan ákvæði um fangaskipti í vopnahléssamkomulagi sem samþykkt var í gær. Hann segist ekki ætla að boða til fundar öryggisráðs Ísrael þar sem greiða á atkvæði um samkomulagið fyrr en málið hafi verið leyst. 16. janúar 2025 09:25