Handbolti

„Auð­vitað vil ég alltaf spila“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Haukur léttur, ljúfur og kátur.
Haukur léttur, ljúfur og kátur. vísir/vilhelm

„Gott að mótið sé byrjað. Það er alltaf gaman enda búin að vera bið. Flott að byrja þetta bara vel og nú tekur næsta verkefni við,“ segir Haukur Þrastarson silkislakur degi fyrir Kúbverjaleikinn.

Hann vill ekki meina að það sé erfitt að koma sér í gír fyrir leiki gegn frekar slökum handboltaþjóðum.

„Nei, nei. Auðvitað þarf fókus að vera í lagi og halda honum út leikinn. Við hefðum getað gert það betur síðast og viljum gera það betur núna gegn Kúbu.“

Klippa: Haukur klár í bátana

Margir kölluðu eftir því að Haukur fengi stærra hlutverk í landsliðinu á síðasta móti og fjarvera Arons Pálmarssonar ætti að opna dyrnar fyrir Hauk með að fá fleiri mínútur.

„Maður vill alltaf spila og þess vegna er ég hérna. Það er þannig hjá öllum. Það er hörkusamkeppni í liðinu sem er gott. Auðvitað vill maður alltaf spila og mikilvægt að nýta sínar mínútur vel,“ segir Haukur sem er meira að hugsa um liðið en sjálfan sig.

„Maður er með markmið fyrir liðið. Við höfum okkar markmið og vitum hvað við viljum gera. Maður er með hausinn að gera allt sem hægt er að gera til að hjálpa liðinu.“

Leikur Íslands og Kúbu hefst klukkan 19.30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×