Handbolti

Framkonur á­fram öflugar í Lambhagahöllinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Framkonur unnu góðan heimasigur í kvöld og fylgja eftir efstu liðunum.
Framkonur unnu góðan heimasigur í kvöld og fylgja eftir efstu liðunum. Vísir/Anton Brink

Fram komst upp að hlið Hauka í Olís deild kvenna í handbolta í kvöld eftir tveggja marka heimsigur á ÍR.

Framkonur unnu leikinn 22-20 eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 14-9.

Fram og Haukar eru nú með átján stig í öðru og þriðja sætinu, fjórum stigum á eftir toppliði Vals. ÍR er í sjötta sæti með sjö stig.

Þetta var þriðji heimsigur Framliðsins í röð en liðið hefur náð í tíu stig af tólf mögulegum í Lambhagahöllinni í vetur.

ÍR-konur höfðu byrjað árið ágætlega með þremur stigum í síðustu tveimur leikjum en réðu ekki við Framliðið í kvöld.

Steinunn Björnsdóttir var markahæst hjá með fimm mörk og Þórey Rósa Stefánsdóttir skoaði fjögur mörk.

Darija Zecevic varði vel í Frammarkinu í fyrri hálfleik eða 48 prósent skota sem á hana komu. Hún fann sig ekki eins vel í þeim síðari.

Sara Dögg Hjaltadóttir fór fyrir liði ÍR og skoraði sjö mörk og Hildur Öder Einarsdóttir varði mjög vel í seinni hálfleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×