Farþegi í bílnum reyndi einnig að stinga af á tveimur jafnfljótum en lögregluþjónar voru fljótari og hlupu hann einnig uppi. Báðir voru undir áhrifum áfengis gistu í fangagleymslum í nótt, samkvæmt dagbók lögreglu.
Þá voru lögregluþjónar kallaðir til skemmtistaðar þar sem dyraverðir héldu manni eftir átök. Í ljós kom að hann hafði látið ófriðlega og er talinn hafa byrjað slagsmálin. Hann var einnig vistaður í fangageymslu.
Lögreglunni barst svo tilkynning um eld í ruslagámi. Slökkviliðsmenn voru kallaðir til þar sem mikill eldur var í gámnum og líkur á því að hann breiddist út. Eldurinn var þó slökktur.
Tilkynning barst um yfirstandandi innbrot þar sem menn voru að reyna að komast inn í gám. Þegar lögregluþjóna bar að garði gátu mennirnir þó „að einhverju leyti gefið eðlilegar skýringar á málinu“.
Þá réðust tveir menn að einum við bensínstöð í gær en þegar árásarmennirnir ætluðu að fara á brott, bökkuðu þeir á annan bíl og óku svo í burt. Málið er sagt í rannsókn.