Klukkan tíu í dag, laugardag, eru gular viðvaranir í gildi á Norðurlandi, Vesturlandi, Austurlandi, Vestfjörðum og Miðhálendinu. Lengst verða viðvaranir í gildi á Vestfjörðum, til klukkan sex á sunnudagsmorgun.
Ýmsir vegir eru á óvissustigi samkvæmt vefsíðu Vegagerðarinnar. Vegunum gæti verið lokað með stuttum fyrirvara. Þar á meðal er Fróðárheiði, Klettháls, Steingrímsfjarðarheiði, og Þröskuldar.
Vatnaleið, Svínadalur, Brattabrekka og Holtavörðuheiði fara á óvissustig á hádegi.
Þá er Dynjandisheiði á Vestfjörðum ófær. Vopnafjarðarheiði er einnig lokuð og sömuleiðis Fjarðarheiði sem verður lokuð fram yfir hádegi.