„Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2025 21:43 Aron Pálmarsson er mættur til leiks á HM og fagnar hér eftir sigurinn gegn Kúbu ásamt Gísla Þorgeiri Kristjánssyni. VÍSIR/VILHELM „Ég er ógeðslega glaður og ánægður með að byrja og fá að koma inn í þetta núna. Maður sá það kannski ekki alveg fyrir tveimur vikum. Ég er ánægður með hvernig við fórum að þessu í dag,“ sagði Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði, sem er mættur til leiks á HM í handbolta. Aron hafði glímt við meiðsli í kálfa og sleppti leiknum við Grænhöfðaeyjar, en fékk það í gegn að spila leikinn í kvöld og er klár í slaginn mikla við Slóvena á mánudagskvöld. „Kálfinn er góður. Það var ákveðið fyrir fram að ég myndi byrja leikinn og spila 10-15 mínútur, fá fílinginn, en ég er orðinn hundrað prósent. Þetta var allt eftir plani,“ sagði Aron við Val Pál Eiríksson í Zagreb. Það kom vissulega til greina að Aron fengi hvíld í kvöld einnig en það vildi hann ekki: „Ég eiginlega barði þetta í gegn. Þjálfararnir voru búnir að segja að ég kæmi inn í milliriðilinn en svo gekk þetta vonum framar. Mig langaði að fá harpix á puttana, spila í höllinni og ég er himinlifandi með að það hafi gengið upp,“ sagði Aron sem hefði líka alveg viljað vera með í fyrsta leik: „Þetta var mjög erfitt [að missa af fyrsta leik]. Þessi stórmótafílingur, fyrsti leikur, peppa sig inn í klefa, geðveikt rafmagn, og labba svo bara út í mætingagallanum og mega ekki vera með… Það var pínu óþægilegt og leiðinlegt. En þá sinnir maður bara öðru hlutverki,“ sagði Aron. Hann skoraði þrjú mörk úr þremur skotum í kvöld, og átti fjórar frábærar stoðsendingar. Klippa: Aron eftir sigurinn gegn Kúbu „Einn tapaður bolti reyndar,“ sagði Aron léttur. „Ég var bara mjög fókuseraður og alveg sama um við hverja við værum að spila. Fókusaði á mig og okkur. Það þurfum við að gera á þessu móti.“ Nú tekur við úrslitaleikur í G-riðli við Slóvena, og má segja að alvaran taki við: „Ég held það sé óhætt að segja það. Við gerðum þetta mjög fagmannlega, fyrstu tvo leikina. Þægilegir leikir en núna er úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins og við ætlum okkur klárlega sigur þar. Það er slatti sem við getum bætt, litlir hlutir, en mér finnst fílingurinn í liðinu góður og ég er mjög spenntur fyrir geggjuðum leik á móti Slóvenum.“ En er ákveðið hve mikið Aron spilar á móti Slóveníu? „Ég vona ekki. Ég segist bara vera hundrað prósent en auðvitað þurfum við líka að vera skynsamir. Þetta er langt mót og ekki úrslitaleikur mótsins. Ég set þetta í hendurnar á þjálfurunum.“ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Ísland rúllaði yfir Kúbu, 40-19, í öðrum leik sínum í G-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í kvöld. Margir leikmenn íslenska liðsins léku vel í leiknum, þó enginn betur en fyrirliðinn Aron Pálmarsson. 18. janúar 2025 21:42 „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ „Þeir voru klárlega slakari aðilinn í dag en þetta var skemmtilegur leikur. Það gekk flest allt upp sem við vorum að gera,“ sagði Þorsteinn Leó Gunnarsson eftir flotta frammistöðu sína og Íslands í stórsigrinum gegn Kúbu á HM í handbolta í kvöld. 18. janúar 2025 21:27 „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands, var mættur í viðtal hjá Vali Páli Eiríkssyni strax eftir öruggan sigur Íslands á Kúbu í kvöld en strákarnir okkar fóru með sannfærand 21 marks sigur af hólmi. 18. janúar 2025 21:29 Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann 21 marks sigur á Kúbu, 41-19, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta. Þetta var fagmannleg afgreiðsla hjá strákunum okkar og eftir tvo fyrstu leikina er íslenska liðið búið að stimpla marga menn inn í mótið. 18. janúar 2025 21:25 Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Ísland fer með að minnsta kosti tvö stig í milliriðlakeppni HM í handbolta, eftir annan viðbúinn stórsigur á mótinu, 40-19, gegn Kúbu í Zagreb í kvöld. 18. janúar 2025 20:51 Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Aron hafði glímt við meiðsli í kálfa og sleppti leiknum við Grænhöfðaeyjar, en fékk það í gegn að spila leikinn í kvöld og er klár í slaginn mikla við Slóvena á mánudagskvöld. „Kálfinn er góður. Það var ákveðið fyrir fram að ég myndi byrja leikinn og spila 10-15 mínútur, fá fílinginn, en ég er orðinn hundrað prósent. Þetta var allt eftir plani,“ sagði Aron við Val Pál Eiríksson í Zagreb. Það kom vissulega til greina að Aron fengi hvíld í kvöld einnig en það vildi hann ekki: „Ég eiginlega barði þetta í gegn. Þjálfararnir voru búnir að segja að ég kæmi inn í milliriðilinn en svo gekk þetta vonum framar. Mig langaði að fá harpix á puttana, spila í höllinni og ég er himinlifandi með að það hafi gengið upp,“ sagði Aron sem hefði líka alveg viljað vera með í fyrsta leik: „Þetta var mjög erfitt [að missa af fyrsta leik]. Þessi stórmótafílingur, fyrsti leikur, peppa sig inn í klefa, geðveikt rafmagn, og labba svo bara út í mætingagallanum og mega ekki vera með… Það var pínu óþægilegt og leiðinlegt. En þá sinnir maður bara öðru hlutverki,“ sagði Aron. Hann skoraði þrjú mörk úr þremur skotum í kvöld, og átti fjórar frábærar stoðsendingar. Klippa: Aron eftir sigurinn gegn Kúbu „Einn tapaður bolti reyndar,“ sagði Aron léttur. „Ég var bara mjög fókuseraður og alveg sama um við hverja við værum að spila. Fókusaði á mig og okkur. Það þurfum við að gera á þessu móti.“ Nú tekur við úrslitaleikur í G-riðli við Slóvena, og má segja að alvaran taki við: „Ég held það sé óhætt að segja það. Við gerðum þetta mjög fagmannlega, fyrstu tvo leikina. Þægilegir leikir en núna er úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins og við ætlum okkur klárlega sigur þar. Það er slatti sem við getum bætt, litlir hlutir, en mér finnst fílingurinn í liðinu góður og ég er mjög spenntur fyrir geggjuðum leik á móti Slóvenum.“ En er ákveðið hve mikið Aron spilar á móti Slóveníu? „Ég vona ekki. Ég segist bara vera hundrað prósent en auðvitað þurfum við líka að vera skynsamir. Þetta er langt mót og ekki úrslitaleikur mótsins. Ég set þetta í hendurnar á þjálfurunum.“
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Ísland rúllaði yfir Kúbu, 40-19, í öðrum leik sínum í G-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í kvöld. Margir leikmenn íslenska liðsins léku vel í leiknum, þó enginn betur en fyrirliðinn Aron Pálmarsson. 18. janúar 2025 21:42 „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ „Þeir voru klárlega slakari aðilinn í dag en þetta var skemmtilegur leikur. Það gekk flest allt upp sem við vorum að gera,“ sagði Þorsteinn Leó Gunnarsson eftir flotta frammistöðu sína og Íslands í stórsigrinum gegn Kúbu á HM í handbolta í kvöld. 18. janúar 2025 21:27 „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands, var mættur í viðtal hjá Vali Páli Eiríkssyni strax eftir öruggan sigur Íslands á Kúbu í kvöld en strákarnir okkar fóru með sannfærand 21 marks sigur af hólmi. 18. janúar 2025 21:29 Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann 21 marks sigur á Kúbu, 41-19, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta. Þetta var fagmannleg afgreiðsla hjá strákunum okkar og eftir tvo fyrstu leikina er íslenska liðið búið að stimpla marga menn inn í mótið. 18. janúar 2025 21:25 Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Ísland fer með að minnsta kosti tvö stig í milliriðlakeppni HM í handbolta, eftir annan viðbúinn stórsigur á mótinu, 40-19, gegn Kúbu í Zagreb í kvöld. 18. janúar 2025 20:51 Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Ísland rúllaði yfir Kúbu, 40-19, í öðrum leik sínum í G-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í kvöld. Margir leikmenn íslenska liðsins léku vel í leiknum, þó enginn betur en fyrirliðinn Aron Pálmarsson. 18. janúar 2025 21:42
„Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ „Þeir voru klárlega slakari aðilinn í dag en þetta var skemmtilegur leikur. Það gekk flest allt upp sem við vorum að gera,“ sagði Þorsteinn Leó Gunnarsson eftir flotta frammistöðu sína og Íslands í stórsigrinum gegn Kúbu á HM í handbolta í kvöld. 18. janúar 2025 21:27
„Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands, var mættur í viðtal hjá Vali Páli Eiríkssyni strax eftir öruggan sigur Íslands á Kúbu í kvöld en strákarnir okkar fóru með sannfærand 21 marks sigur af hólmi. 18. janúar 2025 21:29
Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann 21 marks sigur á Kúbu, 41-19, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta. Þetta var fagmannleg afgreiðsla hjá strákunum okkar og eftir tvo fyrstu leikina er íslenska liðið búið að stimpla marga menn inn í mótið. 18. janúar 2025 21:25
Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Ísland fer með að minnsta kosti tvö stig í milliriðlakeppni HM í handbolta, eftir annan viðbúinn stórsigur á mótinu, 40-19, gegn Kúbu í Zagreb í kvöld. 18. janúar 2025 20:51
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn