Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2025 12:16 Viggó Kristjánsson skoraði fjögur mörk í sigri Íslands á Kúbu í gær. vísir/vilhelm Félagaskipti Viggós Kristjánssonar, landsliðsmanns í handbolta, frá Leipzig til Erlangen vöktu talsverða athygli enda er Erlangen í harðri fallbaráttu í þýsku úrvalsdeildinni. Ólafur Stefánsson botnar allavega ekkert í skiptunum. Á aðfangadag var greint frá því að Viggó hefði samið við Erlangen og myndi byrja að spila með liðinu þegar keppni í þýsku úrvalsdeildinni hefst aftur eftir HM. Í viðtali við Vísi í byrjun árs viðurkenndi Viggó að þessi félagaskipti kæmu eflaust einhverjum á óvart. „Út á við lítur þetta kannski skringilega út. Í fyrsta lagi er þetta lið sem að á ekki að vera svona neðarlega í töflunni. Þetta er lið sem á að vera miklu ofar. Þeir komu bara með tilboð til Leipzig í byrjun desember, forráðamenn liðanna ræddu sín á milli og komust að samkomulagi. Í framhaldinu næ ég síðan að semja við Erlangen. Þeir eru í erfiðri stöðu og urðu að gera eitthvað. Þeir gerðu mikið til þess að ná mér. Ég get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir en mér finnst þetta spennandi og hlakka til,“ sagði Viggó sem sagðist fá betri samning hjá Erlangen. „Enda væri maður ekki að fara til liðs sem á pappír er verra lið og rífa fjölskylduna upp með sér með flutningum og öllu sem því fylgir nema þetta passaði allt saman. Launakröfur er einn hluti af því.“ Ólafur var aðstoðarþjálfari hjá Erlangen um tíma. Vistaskipti Viggós komu honum verulega á óvart eins og hann lýsti í viðtali í Handkastinu. „Já, mörg. Sérstaklega að hann skyldi ekki hafa samband við mig að fyrra bragði. En auðvitað er eitt að vera þjálfari þarna en annað að vera leikmaður. Það er alveg hægt að lifa þarna af sem leikmaður,“ sagði Ólafur. „En ef þú ert með metnað, bara galin skipti, en vonandi hefur hann fengið eitthvað borgað fyrir það. Staðurinn er fallegur og allt það en stóri hnífurinn í kúnni þarna er framkvæmdastjórinn.“ Ólafur hefði viljað sjá Viggó fara til sterkara liðs enda hafi hann getuna til þess. „Mér finnst þetta svolítið snemmt. Ég hefði frekar ráðlagt honum að fara í betra félag fyrir aðeins minni pening og taka sénsinn á einu stóru félagi og vinna eitthvað. Mér finnst hann oft þar. Flottur, oft mjög góður og getur alveg haldið uppi góðu liði,“ sagði Ólafur. Viggó hefur skorað sjö mörk í fyrstu tveimur leikjum Íslands á HM. Íslendingar mæta Slóvenum annað kvöld í úrslitaleik um sigur í G-riðli. Hlusta má á Handkastið hér fyrir neðan. Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Ólafur Stefánsson, einn besti handboltamaður sögunnar, er vægast sagt ósáttur með hvernig Guðmundur Guðmundsson hefur nýtt krafta sonar hans, Einars Þorsteins, hjá danska liðinu Fredericia. Ólafur segir að haustið hafi verið afar erfitt fyrir Einar og hann hafi ekki fengið að efla hæfileika sína og sjálfstraust síðan hann kom til Fredericia. 18. janúar 2025 13:31 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Sjá meira
Á aðfangadag var greint frá því að Viggó hefði samið við Erlangen og myndi byrja að spila með liðinu þegar keppni í þýsku úrvalsdeildinni hefst aftur eftir HM. Í viðtali við Vísi í byrjun árs viðurkenndi Viggó að þessi félagaskipti kæmu eflaust einhverjum á óvart. „Út á við lítur þetta kannski skringilega út. Í fyrsta lagi er þetta lið sem að á ekki að vera svona neðarlega í töflunni. Þetta er lið sem á að vera miklu ofar. Þeir komu bara með tilboð til Leipzig í byrjun desember, forráðamenn liðanna ræddu sín á milli og komust að samkomulagi. Í framhaldinu næ ég síðan að semja við Erlangen. Þeir eru í erfiðri stöðu og urðu að gera eitthvað. Þeir gerðu mikið til þess að ná mér. Ég get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir en mér finnst þetta spennandi og hlakka til,“ sagði Viggó sem sagðist fá betri samning hjá Erlangen. „Enda væri maður ekki að fara til liðs sem á pappír er verra lið og rífa fjölskylduna upp með sér með flutningum og öllu sem því fylgir nema þetta passaði allt saman. Launakröfur er einn hluti af því.“ Ólafur var aðstoðarþjálfari hjá Erlangen um tíma. Vistaskipti Viggós komu honum verulega á óvart eins og hann lýsti í viðtali í Handkastinu. „Já, mörg. Sérstaklega að hann skyldi ekki hafa samband við mig að fyrra bragði. En auðvitað er eitt að vera þjálfari þarna en annað að vera leikmaður. Það er alveg hægt að lifa þarna af sem leikmaður,“ sagði Ólafur. „En ef þú ert með metnað, bara galin skipti, en vonandi hefur hann fengið eitthvað borgað fyrir það. Staðurinn er fallegur og allt það en stóri hnífurinn í kúnni þarna er framkvæmdastjórinn.“ Ólafur hefði viljað sjá Viggó fara til sterkara liðs enda hafi hann getuna til þess. „Mér finnst þetta svolítið snemmt. Ég hefði frekar ráðlagt honum að fara í betra félag fyrir aðeins minni pening og taka sénsinn á einu stóru félagi og vinna eitthvað. Mér finnst hann oft þar. Flottur, oft mjög góður og getur alveg haldið uppi góðu liði,“ sagði Ólafur. Viggó hefur skorað sjö mörk í fyrstu tveimur leikjum Íslands á HM. Íslendingar mæta Slóvenum annað kvöld í úrslitaleik um sigur í G-riðli. Hlusta má á Handkastið hér fyrir neðan.
Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Ólafur Stefánsson, einn besti handboltamaður sögunnar, er vægast sagt ósáttur með hvernig Guðmundur Guðmundsson hefur nýtt krafta sonar hans, Einars Þorsteins, hjá danska liðinu Fredericia. Ólafur segir að haustið hafi verið afar erfitt fyrir Einar og hann hafi ekki fengið að efla hæfileika sína og sjálfstraust síðan hann kom til Fredericia. 18. janúar 2025 13:31 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Sjá meira
Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Ólafur Stefánsson, einn besti handboltamaður sögunnar, er vægast sagt ósáttur með hvernig Guðmundur Guðmundsson hefur nýtt krafta sonar hans, Einars Þorsteins, hjá danska liðinu Fredericia. Ólafur segir að haustið hafi verið afar erfitt fyrir Einar og hann hafi ekki fengið að efla hæfileika sína og sjálfstraust síðan hann kom til Fredericia. 18. janúar 2025 13:31