Fótbolti

Real Madrid á toppinn eftir þægi­legan sigur

Siggeir Ævarsson skrifar
Kylian Mbappe hefur nú skorað í þremur leikum í röð
Kylian Mbappe hefur nú skorað í þremur leikum í röð Vísir/Getty

Real Madrid tyllti sér aftur á topp spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag eftir þægilegan sigur 4-1 sigur á Las Palmas.

Fabio Silva kom gestunum yfir með marki eftir aðeins 26 sekúndur en það reyndist svo til eina alvöru færi þeirra í leiknum. Kylian Mbappe jafnaði metin úr vítaspyrnu á 18. mínútu og kom Madrídingum svo í 3-1 á 36. mínútu. 

Hann skoraði svo sitt þriðja mark fyrir hálfleik en það var dæmt af eftir VAR-skoðun. Heimamenn náðu að koma boltanum þrisvar enn í markið en aðeins eitt af þeim mörkum fékk að standa, lokatölur 4-1.

Sigurinn fleytir Real Madrid aftur á topp deildarinnar þar sem liðið á í harði baráttu við nágranna sína í Atlético Madrid, sem eru tveimur stigum á eftir Real í 2. sæti en Atlético tapaði í gær 1-0 gegn fallbaráttuliði Leganés.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×