Handbolti

Mar­tröð Norð­manna heima fyrir: „Gjör­sam­lega hræði­legt“

Aron Guðmundsson skrifar
Jonas Wille í leikhléi með sínum mönnum gegn Portúgal á HM í gær
Jonas Wille í leikhléi með sínum mönnum gegn Portúgal á HM í gær Vísir/EPA

Það er orðið ljós að norska karla­lands­liðið í hand­bolta fer með ekkert stig í milli­riðla eftir tap gegn Portúgal í E-riðli á HM í hand­bolta eftir tap gegn Portúgal í gær. Það var annað tap liðsins í þremur leikjum í riðla­keppninni.

Óhætt er að segja að Norð­menn séu í sárum yfir gengi liðsins en bjartsýni ríkti í Noregi fyrir heims­meistaramót, sér í lagi þar sem að norska lands­liðið hefur leikið sína leiki í riðla­keppninni á heima­velli en HM fer þetta árið fram í Dan­mörku, Króatíu og Noregi.

Keppni í E-riðli lauk í gær. Norð­menn töpuðu opnunar­leik sínum gegn Brasilíu, unnu Bandaríkja­menn í næsta leik en töpuðu í gær með þriggja marka mun gegn Portúgal. Þeir enda því í 3.sæti E-riðils og fara í milli­riðil með ekkert stig og nær enga von um að komast upp úr honum í átta liða úr­slit. Fjallað er um stöðuna í norskum miðlum í morgun.

Jonas Wille situr í sjóðandi heitu sæti þessa dagana og kallað eftir því að nýr þjálfari taki við stjórnartaumunum hjá norska landsliðinu.Vísir/EPA

Ver­d­ens Gang segir gengi liðsins á HM hreint og klárt fía­skó. Norska lands­liðinu hafi verið slátrað á heima­velli og sér­fræðingar miðilsins kalla eftir breytingum á þjálfara­t­eymi liðsins, að þjálfarinn Jonas Wil­le verði látinn fara.

„Þetta er hans fjórða stór­mót, jafn­vel þó að liðið hafi átt sína spretti er mín til­finning sú að við höfum aldrei verið eins langt frá okkar mark­miðum. Það þarf að breyta ein­hverju. Það er þjálfarinn sem ber mestu ábyrgðina,“ segir Ole Erevik, sér­fræðingur Viaplay um málið.

Og ekki er bara fjallað um málið í norskum miðlum. Slæmt gengi norska lands­liðsins vekur at­hygli út fyrir norska land­helgi.

„Þetta er mikið sjokk fyrir norska karla­lands­liðið. Að þeir skyldu ekki rísa undir nafni á heima­velli. Ég er í sjokki yfir þessu. Þeir geta ekki staðið sig þegar að það skiptir mestu máli og eru þess í stað aðhláturs­efni fyrir framan sína eigin stuðnings­menn,“ skrifar Johnny Wojciech Kok­borg, sér­fræðingur danska miðilsins BT.

Sander Sagosen í leiknum gegn Portúgal í gærVísir/EPA

Og stór­stjarna liðsins, Sander Sagosen, segir gengið til þessa mikil von­brigði.

„Við höfðum sett okkur há­leit mark­mið fyrir mótið og okkur hefur hlakkað til þess að taka þátt á þessu móti í nokkur ár.“

„Við ætluðum okkur að fara með fjögur stig í milli­riðil, það var mark­miðið. Núna er ég von­svikinn og sorg­mæddur…Ég hef verið á toppnum, en núna þarf ég að vera hér á botninum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×