Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Heimir Már Pétursson skrifar 20. janúar 2025 19:23 Sunnan við Landspítalann í Fossvogi er stór lóð sem borgin undirbýr nú nýtt deiliskipulag fyrir 250 til 400 íbúðir. Þar með yrði þrengt mikið að framtíðar byggingum fyrir sjúkrahússtarfsemi. Stöð 2/Arnar Forstjóri Landspítalans telur skynsamlegra að gera ráð fyrir sjúkraússtarfsemi á landi neðan við gamla Borgarspítalann en íbúðabyggð eins og Reykjavíkurborg er með í undirbúningi. Þörfin fyrir sjúkrahússtarfsemi og tengda þjónustu eigi aðeins eftir að aukast með fjölgun þjóðarinnar. Nú er í undirbúningi nýtt deiliskipulag fyrir þetta svæði sunnan við Landspítalann í Fossvogi þar sem gert er ráð fyrir 250 til fjögur hundruð íbúðum. Ef þær áætlanir ná fram að ganga verður minna svigrúm til að auka sjúkrahússtarfsemi í Fossvogi. Legurýmum mun ekki fjölga frá því sem nú er þegar nýji Landspítalinn verður tekinn í gagnið. Því verður að öllum líkindum þörf fyrir spítalann í Fossvogi um fyrirsjáanlega framtíð.Vísir/Vilhelm Legurýmum mun ekki fjölga með tilkomu nýja Landspítalans sem tekinn verður í gagnið í byrjun næsta áratugar. Það er því ljóst að spítalinn í Fossvogi verður starfræktur um fyrirsjáanlega framtíð. Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans segir brýnt að skipuleggja heilbrigðisstarfsemi áratugi fram í tímann.Stöð 2/Einar „Á hinn bóginn höfum við séð mjög öra fólksfjölgun og sívaxandi eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu og þar með sjúkrahúsþjónustu. Þannig að mér þykir einsýnt að við munum þurfa meiri og meiri aðstöðu í framtíðinni. Þá er náttúrlega eðlilegt að hafa augastað á byggingunum í Fossvogi sem þegar eru fyrirliggjandi,“ segir Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans. Fram til ársins 2040 væri gert ráð fyrir að tiltekin verkefni fari frá Landspítalanum og hann sjái fyrst og fremst um sérhæfða sjúkrahús- og bráðaþjónustu. Engu að síður þurfi land undir þá aðstöðu. Í áætlunum um heilbrigðisþjónustu væri nauðsynlegt að horfa marga áratugi fram í tímann. „Ég held að það sé ljóst miðað við hvernig staðan er í dag að við höfum brennt okkur illilega á að gera það ekki. Þannig að það viðhorf verður að breytast snarlega. Við þurfum að horfa langt fram í tímann. Þá þurfum við að horfa til landrýmis fyrir sjúkrahúsbyggingar,“ segir forstjórinn. Hér sést hluti lóðarinnar sem BSÍ og N1 standa á í dag og Landspítalinn vill að verði helguð spítalastarfsemi í framtíðnni.Stöð 2/Sigurjón Spítalinn hefði nýlega hafið samtal við borgina um framtíðarlóðir vestan við spítalann á Hringbraut, þar sem BSÍ og N-1 væru nú, og um lóðina í Fossvogi þar sem borgin er nú að undirbúa skipulag fyrir íbúðabyggð. „Þá megum við kannski missa af þeim mun minni tíma ef við ætlum að skapa fullnægjandi landrými fyrir sjúkrahúsbyggingar í framtíðinni hérna á höfðuborgarsvæðinu.“ Það væri til að mynda orðið brýnt að byggja yfir geðhleilbrigðisþjónustuna. „Niðurstaðan var að hún kæmist ekki fyrir svo vel sé á Hringbrautarlóðinni því þar er mjög takmarkað landrými. Þá er meðal annars verið að horfa til lóðarinnar í Fossvogi,“ segir Runólfur Pálsson. Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Nú er í undirbúningi nýtt deiliskipulag fyrir þetta svæði sunnan við Landspítalann í Fossvogi þar sem gert er ráð fyrir 250 til fjögur hundruð íbúðum. Ef þær áætlanir ná fram að ganga verður minna svigrúm til að auka sjúkrahússtarfsemi í Fossvogi. Legurýmum mun ekki fjölga frá því sem nú er þegar nýji Landspítalinn verður tekinn í gagnið. Því verður að öllum líkindum þörf fyrir spítalann í Fossvogi um fyrirsjáanlega framtíð.Vísir/Vilhelm Legurýmum mun ekki fjölga með tilkomu nýja Landspítalans sem tekinn verður í gagnið í byrjun næsta áratugar. Það er því ljóst að spítalinn í Fossvogi verður starfræktur um fyrirsjáanlega framtíð. Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans segir brýnt að skipuleggja heilbrigðisstarfsemi áratugi fram í tímann.Stöð 2/Einar „Á hinn bóginn höfum við séð mjög öra fólksfjölgun og sívaxandi eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu og þar með sjúkrahúsþjónustu. Þannig að mér þykir einsýnt að við munum þurfa meiri og meiri aðstöðu í framtíðinni. Þá er náttúrlega eðlilegt að hafa augastað á byggingunum í Fossvogi sem þegar eru fyrirliggjandi,“ segir Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans. Fram til ársins 2040 væri gert ráð fyrir að tiltekin verkefni fari frá Landspítalanum og hann sjái fyrst og fremst um sérhæfða sjúkrahús- og bráðaþjónustu. Engu að síður þurfi land undir þá aðstöðu. Í áætlunum um heilbrigðisþjónustu væri nauðsynlegt að horfa marga áratugi fram í tímann. „Ég held að það sé ljóst miðað við hvernig staðan er í dag að við höfum brennt okkur illilega á að gera það ekki. Þannig að það viðhorf verður að breytast snarlega. Við þurfum að horfa langt fram í tímann. Þá þurfum við að horfa til landrýmis fyrir sjúkrahúsbyggingar,“ segir forstjórinn. Hér sést hluti lóðarinnar sem BSÍ og N1 standa á í dag og Landspítalinn vill að verði helguð spítalastarfsemi í framtíðnni.Stöð 2/Sigurjón Spítalinn hefði nýlega hafið samtal við borgina um framtíðarlóðir vestan við spítalann á Hringbraut, þar sem BSÍ og N-1 væru nú, og um lóðina í Fossvogi þar sem borgin er nú að undirbúa skipulag fyrir íbúðabyggð. „Þá megum við kannski missa af þeim mun minni tíma ef við ætlum að skapa fullnægjandi landrými fyrir sjúkrahúsbyggingar í framtíðinni hérna á höfðuborgarsvæðinu.“ Það væri til að mynda orðið brýnt að byggja yfir geðhleilbrigðisþjónustuna. „Niðurstaðan var að hún kæmist ekki fyrir svo vel sé á Hringbrautarlóðinni því þar er mjög takmarkað landrými. Þá er meðal annars verið að horfa til lóðarinnar í Fossvogi,“ segir Runólfur Pálsson.
Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira