Innlent

Engar fram­kvæmdir á árinu hafi á­hrif á vatnshlot Þjórs­ár

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Tölvugerð mynd af Hvammsvirkjun, stíflunni í ánni, lóninu sem myndast ofan við hana og stöðvarhúsinu á austurbakka Þjórsár.
Tölvugerð mynd af Hvammsvirkjun, stíflunni í ánni, lóninu sem myndast ofan við hana og stöðvarhúsinu á austurbakka Þjórsár. Landsvirkjun

Engar framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar sem hafa áhrif á vatnshlot Þjórsár eru fyrirhugaðar á árinu. Oddvitar Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Ragnárþings Ytra segja engar forendur fyrir því að seinka framkvæmdum.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Haraldi Þóri Jónssyni og Eggert Val Guðmundssyni, oddvitum sveitarfélaganna tveggja þar sem áætlað er að Hvammsvirkjun muni rísa. 

Í tilkynningunni er gert grein fyrir því að samhliða framkvæmdarleyfi sem sveitarfélögin veittu til byggingar Hvammsvirkjunnar í október 2024 séu einnig ítarleg skilyrði fyrir framkvæmdinni. Þessi skilyrði eru tugi talsins og þarf að uppfylla þau til þess að heimild sé veitt til að hefja framkvæmdir.

Mikil undirbúningsvinna þarf að eiga sér stað á svæðinu. Því séu engar framkvæmdir fyrirhugaðar á þessu ári í árfarvegi Þjórsár og hafi engar framkvæmdir áhrif á vatnshlot ánnar.

„Í ljósi þess að engar framkvæmdir séu fyrirhugaðar á árinu 2025 í árfarvegi Þjórsár er nægur tími fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að leggja fram boðaðar breytingar á lögum um vatnamál á komandi þingi og Alþingi að tryggja það að heimilt sé að byggja virkjanir sem eru samþykktar í nýtingarflokki rammaáætlunar,“ stendur í tilkynningunni.

Að mati oddvitana eru engar forsendur fyrir því að hægja á eða seinka fyrrnefndum undirbúningsaðgerðum sem komnar séu af stað.

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sagði fyrr í kvöld að það væri á dagskrá að leggja strax fram lagabreytingar til að eyða óvissu og liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×