Innlent

Kviknaði í pappírs­gámi í Kópa­vogi

Atli Ísleifsson skrifar
Tilkynnt var um eldinn um klukkan 21 í gærkvöldi.
Tilkynnt var um eldinn um klukkan 21 í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að eldur kom upp í pappírspressugámi í Vallakór í Kópavogi um klukkan 21 í gærkvöldi.

Varðstjóri hjá slökkviliði segir í samtali við fréttastofu að dælubíll hafi verið sendur á vettvang en fljótlega hafi komið í ljós að hefðbundnar aðferðir myndu ekki duga til að slökkva eldinn.

Því var gámurinn fluttur á athafnasvæði eiganda gámsins, í fylgd slökkviliðs, þar sem hann var opnaður, tæmdur og slökkt í pappírnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×