Telma mætt til skosks stórveldis Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2025 13:17 Telma Ívarsdóttir mætt í treyju Rangers og með trefil í litum félagsins. Glasgow Rangers Landsliðsmarkvörðurinn Telma Ívarsdóttir er orðin leikmaður Rangers í Skotlandi en hún kemur til félagsins eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Breiðabliki í haust. Rangers greindu frá komu Telmu í dag og skrifaði hún undir samning við félagið sem gildir fram til sumarsins 2027. View this post on Instagram A post shared by Rangers Women (@rangerswfc) Telma, sem er 25 ára gömul, á að baki 12 A-landsleiki. Hún hefur varið mark Breiðabliks síðustu ár en hún kom til félagsins frá Fjarðabyggð fyrir tæpum áratug, og lék svo sem lánsmaður með Grindvaík, Haukum, Augnabliki og FH, áður en hún varð aðalmarkvörður Blika frá og með sumrinu 2021. Rangers, sem er stórveldi í skoskum fótbolta, tefldi fyrst fram kvennaliði í sínu nafni tímabilið 2008-09 og hefur það verið meðal bestu liða skosku úrvalsdeildarinnar síðustu ár. Rangers varð skoskur meistari árið 2022 en lenti í 3. sæti árið eftir og í 2. sæti á síðustu leiktíð, en vann báðar bikarkeppnirnar. Á yfirstandandi leiktíð eru Rangers með 42 stig líkt og Hibernian í 2.-3. sæti eftir 18 umferðir, fimm stigum á eftir toppliði Glasgow City sem orðið hefur skoskur meistari oftast eða 16 sinnum. Celtic, sem er ríkjandi meistari, er stigi á eftir Rangers en með leik til góða á önnur lið. Þurftu ekki að segja neitt Næsti leikur Rangers er við Spartans á útivelli á sunnudaginn, og það gæti nú orðið fyrsti leikur Telmu fái hún leikheimild í tæka tíð. „Ég er svo spennt og glöð yfir að hafa ákveðið að koma hingað,“ sagði Telma á heimasíðu Rangers. „Það var nóg að hitta Jo [Potter, þjálfara] og Donald [Gillies, framkvæmdastjóra kvennaliða], þeir þurftu ekki að segja neitt. Þeir sýndu mér aðstæðurnar og æfingasvæðið og ég varð bara ástfangin af öllu, og líka ástfangin af Glasgow. Það þurfti ekki að segja neitt til að sannfæra mig,“ sagði Telma. „Ég veit að þetta er topplið sem er alltaf að komast í Meistaradeildina. Mig langar að koma inn með mína reynslu af því að vinna titla,“ sagði Telma. Breiðablik Skoski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Sjá meira
Rangers greindu frá komu Telmu í dag og skrifaði hún undir samning við félagið sem gildir fram til sumarsins 2027. View this post on Instagram A post shared by Rangers Women (@rangerswfc) Telma, sem er 25 ára gömul, á að baki 12 A-landsleiki. Hún hefur varið mark Breiðabliks síðustu ár en hún kom til félagsins frá Fjarðabyggð fyrir tæpum áratug, og lék svo sem lánsmaður með Grindvaík, Haukum, Augnabliki og FH, áður en hún varð aðalmarkvörður Blika frá og með sumrinu 2021. Rangers, sem er stórveldi í skoskum fótbolta, tefldi fyrst fram kvennaliði í sínu nafni tímabilið 2008-09 og hefur það verið meðal bestu liða skosku úrvalsdeildarinnar síðustu ár. Rangers varð skoskur meistari árið 2022 en lenti í 3. sæti árið eftir og í 2. sæti á síðustu leiktíð, en vann báðar bikarkeppnirnar. Á yfirstandandi leiktíð eru Rangers með 42 stig líkt og Hibernian í 2.-3. sæti eftir 18 umferðir, fimm stigum á eftir toppliði Glasgow City sem orðið hefur skoskur meistari oftast eða 16 sinnum. Celtic, sem er ríkjandi meistari, er stigi á eftir Rangers en með leik til góða á önnur lið. Þurftu ekki að segja neitt Næsti leikur Rangers er við Spartans á útivelli á sunnudaginn, og það gæti nú orðið fyrsti leikur Telmu fái hún leikheimild í tæka tíð. „Ég er svo spennt og glöð yfir að hafa ákveðið að koma hingað,“ sagði Telma á heimasíðu Rangers. „Það var nóg að hitta Jo [Potter, þjálfara] og Donald [Gillies, framkvæmdastjóra kvennaliða], þeir þurftu ekki að segja neitt. Þeir sýndu mér aðstæðurnar og æfingasvæðið og ég varð bara ástfangin af öllu, og líka ástfangin af Glasgow. Það þurfti ekki að segja neitt til að sannfæra mig,“ sagði Telma. „Ég veit að þetta er topplið sem er alltaf að komast í Meistaradeildina. Mig langar að koma inn með mína reynslu af því að vinna titla,“ sagði Telma.
Breiðablik Skoski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Sjá meira