Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2025 09:01 Hákon Arnar Haraldsson lék allan leikinn með Lille á Anfield í gærkvöldi en hér reynir Liverpool maðurinn Alexis Mac Allister að stoppa hann. Getty/Richard Sellers Það var nóg af mörgum í leikjum gærkvöldsins í Meistaradeildinni í fótbolta og nú má sjá þessi mörk hér inn á Vísi. Liverpool og Barcelona urðu í gærkvöldi fyrstu liðin til að tryggja sig formlega inn í sextán liða úrslitin. Það þýðir að þau eru í hópi þeirra átta sem sitja hjá í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar. Liverpool hefur unnið alla sjö leiki sína í Meistaradeildinni á tímabilinu en liðið vann 2-1 sigur á Hákoni Haraldssyni og félögum í Lille á Anfield í gær. Lille jafnaði leikinn eftir að fylgt var eftir skoti frá íslenska landsliðsmanninum. Mohamed Salah og Harvey Elliott skoruðu mörk Liverpool en þetta var fimmtugasta Evrópumark Salah fyrir Liverpool. Jonathan David skoraði mark Lille þegar hann fylgdi eftir skoti Hákons í varnarmann. Klippa: Mörkin úr leik Liverpool og Lille Barcelona hefur unnið sex af sjö leikjum en liðið vann dramatískan 5-4 sigur á Benfica í miklum markaleik í Lissabon í gærkvöldi. Raphinha skoraði sigurmarkið á sjöttu mínútu í uppbótartíma en hann skoraði tvö mörk í gærkvöldi. Hin mörk Barcelona skoruðu Robert Lewandowski úr tveimur vítaspyrnum og Eric Garcia. Vangelis Pavlidis skoraði þrennu fyrir Benfica í fyrri hálfleiknum en fjórða markið var sjálfsmark. Klippa: Mörkin úr leik Benfica og Barcelona Julián Álvarez skoraði bæði mörk Atletico Madrid í 2-1 endurkomusigri á Bayer Leverkusen. Atalanta vann 5-0 stórsigur á Sturm Graz, Bologna vann 2-1 sigur á Borussia Dortmund og Aston Villa tapaði 1-0 á útivelli á móti Mónakó. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi. Klippa: Mörkin úr leik Atletico og Leverkusen Klippa: Mörkin úr leik Atalanta og Sturm Graz Klippa: Markið úr leik Mónakó og Aston Villa Klippa: Mörkin úr leik Bologna og Dortmund Klippa: Mörkin úr leik Rauðu Stjörnunnar og PSV Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Fleiri fréttir „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Sjá meira
Liverpool og Barcelona urðu í gærkvöldi fyrstu liðin til að tryggja sig formlega inn í sextán liða úrslitin. Það þýðir að þau eru í hópi þeirra átta sem sitja hjá í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar. Liverpool hefur unnið alla sjö leiki sína í Meistaradeildinni á tímabilinu en liðið vann 2-1 sigur á Hákoni Haraldssyni og félögum í Lille á Anfield í gær. Lille jafnaði leikinn eftir að fylgt var eftir skoti frá íslenska landsliðsmanninum. Mohamed Salah og Harvey Elliott skoruðu mörk Liverpool en þetta var fimmtugasta Evrópumark Salah fyrir Liverpool. Jonathan David skoraði mark Lille þegar hann fylgdi eftir skoti Hákons í varnarmann. Klippa: Mörkin úr leik Liverpool og Lille Barcelona hefur unnið sex af sjö leikjum en liðið vann dramatískan 5-4 sigur á Benfica í miklum markaleik í Lissabon í gærkvöldi. Raphinha skoraði sigurmarkið á sjöttu mínútu í uppbótartíma en hann skoraði tvö mörk í gærkvöldi. Hin mörk Barcelona skoruðu Robert Lewandowski úr tveimur vítaspyrnum og Eric Garcia. Vangelis Pavlidis skoraði þrennu fyrir Benfica í fyrri hálfleiknum en fjórða markið var sjálfsmark. Klippa: Mörkin úr leik Benfica og Barcelona Julián Álvarez skoraði bæði mörk Atletico Madrid í 2-1 endurkomusigri á Bayer Leverkusen. Atalanta vann 5-0 stórsigur á Sturm Graz, Bologna vann 2-1 sigur á Borussia Dortmund og Aston Villa tapaði 1-0 á útivelli á móti Mónakó. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi. Klippa: Mörkin úr leik Atletico og Leverkusen Klippa: Mörkin úr leik Atalanta og Sturm Graz Klippa: Markið úr leik Mónakó og Aston Villa Klippa: Mörkin úr leik Bologna og Dortmund Klippa: Mörkin úr leik Rauðu Stjörnunnar og PSV
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Fleiri fréttir „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Sjá meira