Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Árni Sæberg skrifar 22. janúar 2025 10:01 Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Vísir/Vilhelm Ölgerðin hefur undirritað samkomulag um helstu skilmála kaupa á 100 prósent hlut í Gæðabakstri ehf.. Heildarvirði viðskiptanna er um 3,5 milljarðar króna. Í tilkynningu Ölgerðarinnar til Kauphallar segir að Gæðabakstur sé 20 prósent eigu Vilhjálms Þorlákssonar, framkvæmdastjóra Gæðabaksturs, og 80 prósent í eigu Dragsbæk A/S í gegnum dótturfélagið Viska ehf. Heildarvirði viðskiptanna sé 3,454 milljarðar króna og að frádregnum vaxtaberandi skuldum sé áætlað kaupverð félagsins á afhendingardegi um 2,7 milljarðar króna. Kaupin séu gerð með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar, endanlega skjalagerð og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Framkvæmdastjórinn heldur starfinu og gæti fengið vænan bónus Gæðabakstur verði rekið sem sérstakt félag innan samstæðu Ölgerðarinnar og Vilhjálmur verði áfram framkvæmdastjóri. Náist rekstrarmarkmið á næstu tveimur árum eftir kaupin kunni kaupverð á hans hluta að hækka um allt að 100 milljónir króna. Gæðabakstur hafi velt 3,357 milljörðum króna og skilað 468 milljónum króna EBITDA á síðasta ári og starfsfólk sé um 150 talsins. Starfsemi félagsins sé í eigin húsnæði að Lynghálsi 7, sem sé 5.057 fermetrar að stærð auk 3.000 fermetra byggingaréttar. Fyrirtækið hafi vaxið hratt frá stofnun 1993 og sé umfangsmikið í sölu til stórmarkaða, hótela og veitingastaða. Veltan nálgast fimmtíu milljarða „Við erum afar ánægð með þessi viðskipti, sem eru samkvæmt stefnu Ölgerðarinnar um vöxt félagsins og þau falla vel að kjarnastyrkleika Ölgerðarinnar í vörumerkjauppbyggingu, enda Gæðabakstur með fjölmörg afar vel þekkt vörumerki á innanlandsmarkaði. Þá er ekki síður mikilvægt að hafa tryggt að Vilhjálmur haldi áfram störfum hjá Gæðabakstri. Í þessari viðbót við samstæðu Ölgerðarinnar felast mikil tækifæri, til að mynda í sölu, dreifingu, innkaupum og vöruþróun. Þá munu vörur Gæðabaksturs njóta góðs af öflugri vöruhúsa- og dreifingarmiðstöð Ölgerðarinnar sem rísa mun á Hólmsheiði. Með þessari viðbót verður velta Ölgerðarinnar nálægt 50 milljörðum króna,“ er haft eftir Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar. Þá er haft haft eftir Vilhjálmi að mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan Gæðabakstur tók til starfa við framleiðslu kleina og kleinuhringja í 69 fermetra húsnæði. Kaup Ölgerðarinnar séu staðfesting á góðu starfi sem unnið hafi verið hjá Gæðabakstri. „Við höfum ávallt verið heppin með starfsfólk og auk þess fjárfest skynsamlega í fasteignum og framleiðslutækjum og búum nú vel að miklum mannauði og húsnæði að Lynghálsi með sterkan rekstrargrundvöll. Ég hlakka til að starfa innan samstæðu Ölgerðarinnar og horfi bjartsýnn til framtíðar.“ Ráðgjafar Ölgerðarinnar í viðskiptunum eru XAX Advisors, sérhæft ráðgjafafyrirtæki stofnað af þeim Leó Haukssyni og Klemens Arnarsyni, og lögmannsstofan LOGOS. Ölgerðin Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Í tilkynningu Ölgerðarinnar til Kauphallar segir að Gæðabakstur sé 20 prósent eigu Vilhjálms Þorlákssonar, framkvæmdastjóra Gæðabaksturs, og 80 prósent í eigu Dragsbæk A/S í gegnum dótturfélagið Viska ehf. Heildarvirði viðskiptanna sé 3,454 milljarðar króna og að frádregnum vaxtaberandi skuldum sé áætlað kaupverð félagsins á afhendingardegi um 2,7 milljarðar króna. Kaupin séu gerð með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar, endanlega skjalagerð og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Framkvæmdastjórinn heldur starfinu og gæti fengið vænan bónus Gæðabakstur verði rekið sem sérstakt félag innan samstæðu Ölgerðarinnar og Vilhjálmur verði áfram framkvæmdastjóri. Náist rekstrarmarkmið á næstu tveimur árum eftir kaupin kunni kaupverð á hans hluta að hækka um allt að 100 milljónir króna. Gæðabakstur hafi velt 3,357 milljörðum króna og skilað 468 milljónum króna EBITDA á síðasta ári og starfsfólk sé um 150 talsins. Starfsemi félagsins sé í eigin húsnæði að Lynghálsi 7, sem sé 5.057 fermetrar að stærð auk 3.000 fermetra byggingaréttar. Fyrirtækið hafi vaxið hratt frá stofnun 1993 og sé umfangsmikið í sölu til stórmarkaða, hótela og veitingastaða. Veltan nálgast fimmtíu milljarða „Við erum afar ánægð með þessi viðskipti, sem eru samkvæmt stefnu Ölgerðarinnar um vöxt félagsins og þau falla vel að kjarnastyrkleika Ölgerðarinnar í vörumerkjauppbyggingu, enda Gæðabakstur með fjölmörg afar vel þekkt vörumerki á innanlandsmarkaði. Þá er ekki síður mikilvægt að hafa tryggt að Vilhjálmur haldi áfram störfum hjá Gæðabakstri. Í þessari viðbót við samstæðu Ölgerðarinnar felast mikil tækifæri, til að mynda í sölu, dreifingu, innkaupum og vöruþróun. Þá munu vörur Gæðabaksturs njóta góðs af öflugri vöruhúsa- og dreifingarmiðstöð Ölgerðarinnar sem rísa mun á Hólmsheiði. Með þessari viðbót verður velta Ölgerðarinnar nálægt 50 milljörðum króna,“ er haft eftir Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar. Þá er haft haft eftir Vilhjálmi að mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan Gæðabakstur tók til starfa við framleiðslu kleina og kleinuhringja í 69 fermetra húsnæði. Kaup Ölgerðarinnar séu staðfesting á góðu starfi sem unnið hafi verið hjá Gæðabakstri. „Við höfum ávallt verið heppin með starfsfólk og auk þess fjárfest skynsamlega í fasteignum og framleiðslutækjum og búum nú vel að miklum mannauði og húsnæði að Lynghálsi með sterkan rekstrargrundvöll. Ég hlakka til að starfa innan samstæðu Ölgerðarinnar og horfi bjartsýnn til framtíðar.“ Ráðgjafar Ölgerðarinnar í viðskiptunum eru XAX Advisors, sérhæft ráðgjafafyrirtæki stofnað af þeim Leó Haukssyni og Klemens Arnarsyni, og lögmannsstofan LOGOS.
Ölgerðin Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira