Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 22. janúar 2025 15:02 Ég hélt að ég gæti ekki misst álitið enn meira á „kerfinu“ á þessu landi. Þið vitið, á sama hátt og maður missir trúna á fullorðna fólkinu þegar maður hættir að vera barn og áttar sig á að enginn er fullkominn og veit nákvæmlega hvernig á að gera hlutina. Allir eru bara að gera sitt besta. Það er langt síðan ég áttaði mig á því að ráðamenn og forstjórar eru alveg jafn mikið „bara“ fólk eins og allir aðrir. En ég hélt þó að það væru ákveðnir hlutir sem ekki yrði deilt um. Grundvallar hornsteinn samfélagsins er fullyrðingin: Með lögum skal land byggja. Réttur almennings til að taka þátt í lýðræðissamfélagi, með þátttöku í samráði eða með kærum yfirvalda eða dómstóla, er einn af máttarstólpunum í réttlátu, frjálsu og opnu samfélagi. Dómstólar taka fyrir kærur og dæma. Dómstólar eru meðal hornsteina lýðræðisins og mikilvægt að bera virðingu fyrir þeim. Þeir gegna því grundvallar hlutverki að veita stjórnvöldum og löggjafanum aðhald. Það er erfitt að bera traust til og virðingu fyrir þeim sem nú koma fram og tjá sig um dóm Héraðsdóms af mikilli vandlætingu. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir niðurstöðu dómsins ranga. Sveitarfélagið segir ekkert mál að halda áfram með framkvæmdir því vatnshlotið (gæði vatnsins og lífríkisins) muni ekki skaðast fyrr en á seinni stigum framkvæmdarinnar hvort eð er. Landeigendur við Þjórsá höfðuðu mál á hendur ríkinu og Landsvirkjun þar sem dregin er í efa réttur Umhverfisstofnunartil þess að veita undanþágu til þess að breyta farvegi og þar með skaða lífríki vatns(hlotsisns) vegna byggingar Hvammsvirkjunar. Samkvæmt Evróputilskipuninni má einungis skaða vatnshlot á grundvelli brýnna almannahagsmuna. Það eru nefnilega einnig almannahagsmunir að lífríkinu sé þyrmt. Niðurstaða dómsins er að Umhverfisstofnun hefur ekki heimild til þess að veita þessa undanþágu á Íslandi. Um það snýst hann. Dómurinn tók því miður ekki afstöðu til téðra almannahagsmuna um verndun lífríkisins en það er mjög skýrt í 18. gr laga um vatnamál að ef veita á undanþágu verða slíkir almannahagmunir að vera skýrir og eru forsenda þess að veita megi slíkar undanþágur. Réttlæting Landsvirkjunar fyrir því að reisa Hvammsvirkjun hefur að mestu snúist um mikilvægi virkjunarinnar í loftslagsmálum, að okkur vanti orku til að vinda ofan af jarðefnaeldsneytisnotkun. Snæbjörn Guðmundsson formaður Náttúrugriða tók saman þá orkusölusamninga sem gerðir hafa verið að undanförnu og þar bendir EKKERT til þess að orkan úr Hvammsvirkjun eigi að fara í sérstök loftslagsverkefni. Það er vel hægt að breyta lögum þannig að Umhverfisstofnun hafi leyfi til að veita títtnefndar undanþágur, en það er ekki þar með sagt að hún eigi að gera það bara sjálfkrafa, sama hvað. Landeigendur við Þjórsá eiga enn rétt á því að láta á það reyna, fyrir dómstólum hvort röksemdarfærslan um almannahagsmuni eigi við. Málinu er því hvergi nærri lokið. Ég spyr mig hvernig valdamikið fólk í samfélaginu getur haldið því fram að dómurinn sé einungis tafir, eða „slönguspil“. Það er hrein og klár kúgun að senda skilaboð til heimafóks á svæðinu að þau séu ekki að gera annað en að tefja. Þau sjónarmið að þessi virkjun kunni að vera of dýrkeypt fyrir náttúruna, og að ávinningurinn af henni sé ekki fórnarinnar virði, eiga líka fullkomlega rétt á sér. Dómstólar gegna því hlutverki að dæma í álitamálum og gera það eftir gildandi lögum og reglum. Það hefur héraðsdómarinn í þessu máli gert og þetta er niðurstaðan hvað sem gerist á æðri dómstigum. Fólkið sem sótti málið er sannarlega til, það er ekki huldufólk, og á að fá að verja sinn rétt og sína náttúru. Það eru mannréttindi. Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður María Þorbjarnardóttir Deilur um Hvammsvirkjun Jarða- og lóðamál Umhverfismál Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hélt að ég gæti ekki misst álitið enn meira á „kerfinu“ á þessu landi. Þið vitið, á sama hátt og maður missir trúna á fullorðna fólkinu þegar maður hættir að vera barn og áttar sig á að enginn er fullkominn og veit nákvæmlega hvernig á að gera hlutina. Allir eru bara að gera sitt besta. Það er langt síðan ég áttaði mig á því að ráðamenn og forstjórar eru alveg jafn mikið „bara“ fólk eins og allir aðrir. En ég hélt þó að það væru ákveðnir hlutir sem ekki yrði deilt um. Grundvallar hornsteinn samfélagsins er fullyrðingin: Með lögum skal land byggja. Réttur almennings til að taka þátt í lýðræðissamfélagi, með þátttöku í samráði eða með kærum yfirvalda eða dómstóla, er einn af máttarstólpunum í réttlátu, frjálsu og opnu samfélagi. Dómstólar taka fyrir kærur og dæma. Dómstólar eru meðal hornsteina lýðræðisins og mikilvægt að bera virðingu fyrir þeim. Þeir gegna því grundvallar hlutverki að veita stjórnvöldum og löggjafanum aðhald. Það er erfitt að bera traust til og virðingu fyrir þeim sem nú koma fram og tjá sig um dóm Héraðsdóms af mikilli vandlætingu. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir niðurstöðu dómsins ranga. Sveitarfélagið segir ekkert mál að halda áfram með framkvæmdir því vatnshlotið (gæði vatnsins og lífríkisins) muni ekki skaðast fyrr en á seinni stigum framkvæmdarinnar hvort eð er. Landeigendur við Þjórsá höfðuðu mál á hendur ríkinu og Landsvirkjun þar sem dregin er í efa réttur Umhverfisstofnunartil þess að veita undanþágu til þess að breyta farvegi og þar með skaða lífríki vatns(hlotsisns) vegna byggingar Hvammsvirkjunar. Samkvæmt Evróputilskipuninni má einungis skaða vatnshlot á grundvelli brýnna almannahagsmuna. Það eru nefnilega einnig almannahagsmunir að lífríkinu sé þyrmt. Niðurstaða dómsins er að Umhverfisstofnun hefur ekki heimild til þess að veita þessa undanþágu á Íslandi. Um það snýst hann. Dómurinn tók því miður ekki afstöðu til téðra almannahagsmuna um verndun lífríkisins en það er mjög skýrt í 18. gr laga um vatnamál að ef veita á undanþágu verða slíkir almannahagmunir að vera skýrir og eru forsenda þess að veita megi slíkar undanþágur. Réttlæting Landsvirkjunar fyrir því að reisa Hvammsvirkjun hefur að mestu snúist um mikilvægi virkjunarinnar í loftslagsmálum, að okkur vanti orku til að vinda ofan af jarðefnaeldsneytisnotkun. Snæbjörn Guðmundsson formaður Náttúrugriða tók saman þá orkusölusamninga sem gerðir hafa verið að undanförnu og þar bendir EKKERT til þess að orkan úr Hvammsvirkjun eigi að fara í sérstök loftslagsverkefni. Það er vel hægt að breyta lögum þannig að Umhverfisstofnun hafi leyfi til að veita títtnefndar undanþágur, en það er ekki þar með sagt að hún eigi að gera það bara sjálfkrafa, sama hvað. Landeigendur við Þjórsá eiga enn rétt á því að láta á það reyna, fyrir dómstólum hvort röksemdarfærslan um almannahagsmuni eigi við. Málinu er því hvergi nærri lokið. Ég spyr mig hvernig valdamikið fólk í samfélaginu getur haldið því fram að dómurinn sé einungis tafir, eða „slönguspil“. Það er hrein og klár kúgun að senda skilaboð til heimafóks á svæðinu að þau séu ekki að gera annað en að tefja. Þau sjónarmið að þessi virkjun kunni að vera of dýrkeypt fyrir náttúruna, og að ávinningurinn af henni sé ekki fórnarinnar virði, eiga líka fullkomlega rétt á sér. Dómstólar gegna því hlutverki að dæma í álitamálum og gera það eftir gildandi lögum og reglum. Það hefur héraðsdómarinn í þessu máli gert og þetta er niðurstaðan hvað sem gerist á æðri dómstigum. Fólkið sem sótti málið er sannarlega til, það er ekki huldufólk, og á að fá að verja sinn rétt og sína náttúru. Það eru mannréttindi. Höfundur er formaður Landverndar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar