Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Jakob Bjarnar skrifar 22. janúar 2025 15:09 Eftir að hafa starfað á Samstöðinni, fjölmiðli Sósíalistaflokks Íslands, um hríð varð Birni það ljóst að hann gat ekki verið með tvo hatta á höfði: Hann hlyti að þjóna almenningi með því að vera óháður. Það gerði hann aðeins með því að segja sig úr Flokki fólksins. Flokkur fólksins Björn Þorláksson blaðamaður á Samstöðinni hefur sagt sig úr Flokki fólksins. Hann birtir pistil á Facebook-síðu sinni þess efnis undir fyrirsögninni „Blaðamennskan öðru ofar – Úrsögn úr Flokki fólksins” Björn greinir frá því að ástríða hans hafi ávallt verið að þjóna almenningi með beittri blaðamennsku. „Enda hef ég fengið tækifæri til þess í marga áratugi og þykir vænt um ævistarfið. Og því er ekki lokið,“ segir Björn í langri færslu þar sem hann gerir grein fyrir þessari ákvörðun. Björn skipaði 3. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, á eftir þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR og Mörtu Wieczorek, kennara og menningarsendiherra. Björn varð varaþingmaður ena útkoman í kosningunum glæsileg fyrir Flokk fólksins. Í framboð því hann hugar að þeim sem standa höllum fæti Björn segir að sér hafi í upphafi árs 2024 verið treyst fyrir dagskrárvaldi í sjónvarpi enn eina ferðina. Hann hafi síðan átt í góðu sambandi við hlustendur, áhorfendur og lesendur Samstöðvarinnar og fundist gaman í vinnunni. Björn tekur það fram að það hafi verið forréttindi að starfa með Gunnari Smára Egilssyni og frábæru fólki sem tengist Samstöðinni. „En á síðasta ári varð ég líka við ósk Ingu Sæland og fleiri sem skoruðu á mig þegar falast var eftir að ég færi í framboð. Það var rökstutt með því að í blaðamennskunni hefði ég oft hugað að þörfum þeirra sem standa höllum fæti.“ Björn rekur svo að í stuttri og snarpri kosningabaráttu hafi hann margoft komið fram fyrir Flokk fólksins í kappræðum, stundum í beinum útsendingum og að sér hafi verið sýnt mikið traust. „En nú eftir að hafa hugsað málin býsna lengi hef ég komist að því að blaðamennskan og almenningur eigi betra skilið en að ég beri tvo hatta. Blaðamennskan snýst um traust. Og það er höggstaður á trausti milli almennings og fjölmiðlamanns sem tengist Flokki fólksins.“ Skrifaði metsölubækur sem fjölmiðlar vilja ekki fjalla um Björn segist hafa ákveðið að velja blaðamennskuna og hann hafi tjáð Ingu Sæland, formanni flokksins, það í bréfi í gær. Og í dag sagði hann sig úr flokknum. „Og mun framvegis standa utan allra flokka. Eins og blaðamenn eiga að gera.“ Björn segir að hin erfiða ákvörðun snúist að einhverju leyti um það sem keyrir hann áfram. „En blaðamennskunni hér á landi veitir ekki af óbjöguðum kröftum þeirra sem bera sæmilegt skynbragð á blaðamennsku. Við getum verið sammála um að það er nóg til af stjórnmálafólki í þessu landi. En við þurfum fleiri reynda og sjálfstæða blaðamenn, sem óhræddir rugga bátum og veita valdinu mesta aðhaldið þar sem það er þykkast, burtséð frá því hvaða flokkar sem stjórna hverju sinni.“ Björn segir að því hafi hann skrifað bækurnar Mannorðsmorðingja og Besta vinur aðal. „Sem varð metsölubók. Sem langflestir fjölmiðlar hér á landi hafa kosið að fjalla ekki um – sem sýnir áskorun sem við búum við í samfélaginu er kemur að gagnrýnendum.“ Samstöðin, sem er í eigu Sósíalistaflokks Íslands, gagnrýnir hins vegar óhrædd það sem henni finnst ástæða til að gagnrýna, að sögn Björns. Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Sjá meira
Björn greinir frá því að ástríða hans hafi ávallt verið að þjóna almenningi með beittri blaðamennsku. „Enda hef ég fengið tækifæri til þess í marga áratugi og þykir vænt um ævistarfið. Og því er ekki lokið,“ segir Björn í langri færslu þar sem hann gerir grein fyrir þessari ákvörðun. Björn skipaði 3. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, á eftir þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR og Mörtu Wieczorek, kennara og menningarsendiherra. Björn varð varaþingmaður ena útkoman í kosningunum glæsileg fyrir Flokk fólksins. Í framboð því hann hugar að þeim sem standa höllum fæti Björn segir að sér hafi í upphafi árs 2024 verið treyst fyrir dagskrárvaldi í sjónvarpi enn eina ferðina. Hann hafi síðan átt í góðu sambandi við hlustendur, áhorfendur og lesendur Samstöðvarinnar og fundist gaman í vinnunni. Björn tekur það fram að það hafi verið forréttindi að starfa með Gunnari Smára Egilssyni og frábæru fólki sem tengist Samstöðinni. „En á síðasta ári varð ég líka við ósk Ingu Sæland og fleiri sem skoruðu á mig þegar falast var eftir að ég færi í framboð. Það var rökstutt með því að í blaðamennskunni hefði ég oft hugað að þörfum þeirra sem standa höllum fæti.“ Björn rekur svo að í stuttri og snarpri kosningabaráttu hafi hann margoft komið fram fyrir Flokk fólksins í kappræðum, stundum í beinum útsendingum og að sér hafi verið sýnt mikið traust. „En nú eftir að hafa hugsað málin býsna lengi hef ég komist að því að blaðamennskan og almenningur eigi betra skilið en að ég beri tvo hatta. Blaðamennskan snýst um traust. Og það er höggstaður á trausti milli almennings og fjölmiðlamanns sem tengist Flokki fólksins.“ Skrifaði metsölubækur sem fjölmiðlar vilja ekki fjalla um Björn segist hafa ákveðið að velja blaðamennskuna og hann hafi tjáð Ingu Sæland, formanni flokksins, það í bréfi í gær. Og í dag sagði hann sig úr flokknum. „Og mun framvegis standa utan allra flokka. Eins og blaðamenn eiga að gera.“ Björn segir að hin erfiða ákvörðun snúist að einhverju leyti um það sem keyrir hann áfram. „En blaðamennskunni hér á landi veitir ekki af óbjöguðum kröftum þeirra sem bera sæmilegt skynbragð á blaðamennsku. Við getum verið sammála um að það er nóg til af stjórnmálafólki í þessu landi. En við þurfum fleiri reynda og sjálfstæða blaðamenn, sem óhræddir rugga bátum og veita valdinu mesta aðhaldið þar sem það er þykkast, burtséð frá því hvaða flokkar sem stjórna hverju sinni.“ Björn segir að því hafi hann skrifað bækurnar Mannorðsmorðingja og Besta vinur aðal. „Sem varð metsölubók. Sem langflestir fjölmiðlar hér á landi hafa kosið að fjalla ekki um – sem sýnir áskorun sem við búum við í samfélaginu er kemur að gagnrýnendum.“ Samstöðin, sem er í eigu Sósíalistaflokks Íslands, gagnrýnir hins vegar óhrædd það sem henni finnst ástæða til að gagnrýna, að sögn Björns.
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Sjá meira