Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. janúar 2025 15:48 Prís opnaði í ágúst á síðasta ári og hefur síðan þá verið ódýrasta verslunin í reglulegum úttektum verðlagseftirlits ASÍ. Vísir/Vilhelm Vöruverð í Prís er að meðaltali fjórum prósentum lægra en í Bónus, en einstakir vöruflokkar eru allt að 12 prósent ódýrari samkvæmt athugun verðlagseftirlits ASÍ. Athugunin náði til 514 vara, sem voru nánast alltaf ódýrari hjá Prís. Samkvæmt tilkynningu frá eftirlitinu segir að í einu tilfelli hafi vöruverð verið jafnt, í fjórum tilfellum hafi Bónus boðið upp á 25 prósent lægri vöru. Restin, eða 509 vörur, hafi verið 0,2 prósent til 48 prósent ódýrari í Prís. „Stærsti verðmunurinn var á stóru heimilisbrauði Myllunnar, sem er tæplega helmingi ódýrara í Prís en í Bónus. Sá mikli munur skýrir hvers vegna verðbil milli Prís og Bónus er að meðaltali mest í flokknum brauð, eða tæp 12%. Aðrir flokkar sem eru umtalsvert ódýrari í Prís en Bónus eru sælgæti og snakk (7,9%), kaffi (7,8%) og gos (6,4%). Allt frá sama merkinu Þær fjórar vörur sem eru ódýrari í Bónus eru allar sósur frá Blå Bland – Aioli, grísk sósa, mexíkósk sósa og bernaise sósa. Þær kostuðu allar 298kr í Bónus en 399kr í Prís,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að Prís sé enn ódýrasta verslunin í reglulegum smanburði verðlagseftirlitsins, allt frá opnun hennar í ágúst. Verð þar hafi í janúar verið að meðaltali 1,93 prósent yfir lægsta verði, en í Bónus að meðaltali 3,81 prósent yfir lægsta verði. Prís í sérflokki „Prís sker sig úr og er, líkt og við opnun, nokkru undir verði annarra lágvöruverðsverslana. Sé miðað við að lágvöruverðsverslanir séu að meðaltali innan 10% frá lægsta verði, þá telja þær Prís, Bónus, Krónuna og Nettó. Þegar skoðaðar eru þær 280 vörur sem fundust hjá öllum fjórum sést að Prís er 0,2% yfir lægsta verði að meðaltali en Bónus, Krónan og Nettó nær hvert öðru en Prís, milli 4,5-6,9% yfir lægsta verði að meðaltali,“ segir í tilkynningunni. Verðlag Matvöruverslun Verslun Neytendur Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu frá eftirlitinu segir að í einu tilfelli hafi vöruverð verið jafnt, í fjórum tilfellum hafi Bónus boðið upp á 25 prósent lægri vöru. Restin, eða 509 vörur, hafi verið 0,2 prósent til 48 prósent ódýrari í Prís. „Stærsti verðmunurinn var á stóru heimilisbrauði Myllunnar, sem er tæplega helmingi ódýrara í Prís en í Bónus. Sá mikli munur skýrir hvers vegna verðbil milli Prís og Bónus er að meðaltali mest í flokknum brauð, eða tæp 12%. Aðrir flokkar sem eru umtalsvert ódýrari í Prís en Bónus eru sælgæti og snakk (7,9%), kaffi (7,8%) og gos (6,4%). Allt frá sama merkinu Þær fjórar vörur sem eru ódýrari í Bónus eru allar sósur frá Blå Bland – Aioli, grísk sósa, mexíkósk sósa og bernaise sósa. Þær kostuðu allar 298kr í Bónus en 399kr í Prís,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að Prís sé enn ódýrasta verslunin í reglulegum smanburði verðlagseftirlitsins, allt frá opnun hennar í ágúst. Verð þar hafi í janúar verið að meðaltali 1,93 prósent yfir lægsta verði, en í Bónus að meðaltali 3,81 prósent yfir lægsta verði. Prís í sérflokki „Prís sker sig úr og er, líkt og við opnun, nokkru undir verði annarra lágvöruverðsverslana. Sé miðað við að lágvöruverðsverslanir séu að meðaltali innan 10% frá lægsta verði, þá telja þær Prís, Bónus, Krónuna og Nettó. Þegar skoðaðar eru þær 280 vörur sem fundust hjá öllum fjórum sést að Prís er 0,2% yfir lægsta verði að meðaltali en Bónus, Krónan og Nettó nær hvert öðru en Prís, milli 4,5-6,9% yfir lægsta verði að meðaltali,“ segir í tilkynningunni.
Verðlag Matvöruverslun Verslun Neytendur Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira