„Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. janúar 2025 21:33 Ný Ríkisstjórn kynnir og skrifar undir nýjan stjórnarsáttmála í Hafnarborg, Kristrún Frostadóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Inga Sæland Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, svarar gagnrýni Diljár Mistar Einarsdóttur og annarra fullum hálsi og sakar „óvandaða falsfréttamiðla í eigu auðmanna og ákveðinna stjórnmálaafla“ um að koma fram við fólk eins og fífl. Með þessu vísar hún væntanlega til Morgunblaðsins sem greindi frá því á dögunum að Flokkur fólksins hefði þegið 240 milljónir króna í fjárstyrk til stjórnmálaflokka þrátt fyrir að vera skráður sem félagasamtök í fyrirtækjaskrá. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sendi Ingu einnig væna pillu í aðsendri grein sem birtist á Vísi í dag. „Það er víst að fjölmargir kjósendur hafi greitt flokknum sitt atkvæði á grundvelli loforðanna. Þó var það svo að það tók Ingu og fylgisveina hennar einungis nokkra daga að svíkja þessi loforð kinnroðalaust eftir kosningar. Hún byrjaði í raun að gefa eftir strax að þeim loknum og svikin voru síðan skjalfest með ríkisstjórnarsáttmálanum. Ég er ekki viss um að kjósendur muni gleyma þessu svo glatt,“ skrifar Diljá meðal annars. Inga Sæland birti færslu á síðu sinni á Facebook þar sem hún segist vilja senda þeim hjartans þakkir sem staðið hafa vaktina með sér þegar þeir sem tapað hafa völdum eyða allri sinni orku í að sverta Flokk fólksins sem mest þeir mega. „Alþingi ekki einu sinni komið saman hvað þá að þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hafi komið fram. Hvernig dettur nokkrum manni i hug að tala um svikin loforð án þess að hafa séð verkin sem við ætlum að vinna,“ segir Inga. „Áður höfðum við hátt í stjórnarandstöðu nú erum við komin með stjórnartaumana ásamt okkar frábæru samstarfsflokkum og svo sannarlega mun samfélagið okkar allt fá að njóta þess að þið gáfuð okkur ykkar dýrmætu atkvæði,“ segir hún. Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Sjá meira
Með þessu vísar hún væntanlega til Morgunblaðsins sem greindi frá því á dögunum að Flokkur fólksins hefði þegið 240 milljónir króna í fjárstyrk til stjórnmálaflokka þrátt fyrir að vera skráður sem félagasamtök í fyrirtækjaskrá. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sendi Ingu einnig væna pillu í aðsendri grein sem birtist á Vísi í dag. „Það er víst að fjölmargir kjósendur hafi greitt flokknum sitt atkvæði á grundvelli loforðanna. Þó var það svo að það tók Ingu og fylgisveina hennar einungis nokkra daga að svíkja þessi loforð kinnroðalaust eftir kosningar. Hún byrjaði í raun að gefa eftir strax að þeim loknum og svikin voru síðan skjalfest með ríkisstjórnarsáttmálanum. Ég er ekki viss um að kjósendur muni gleyma þessu svo glatt,“ skrifar Diljá meðal annars. Inga Sæland birti færslu á síðu sinni á Facebook þar sem hún segist vilja senda þeim hjartans þakkir sem staðið hafa vaktina með sér þegar þeir sem tapað hafa völdum eyða allri sinni orku í að sverta Flokk fólksins sem mest þeir mega. „Alþingi ekki einu sinni komið saman hvað þá að þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hafi komið fram. Hvernig dettur nokkrum manni i hug að tala um svikin loforð án þess að hafa séð verkin sem við ætlum að vinna,“ segir Inga. „Áður höfðum við hátt í stjórnarandstöðu nú erum við komin með stjórnartaumana ásamt okkar frábæru samstarfsflokkum og svo sannarlega mun samfélagið okkar allt fá að njóta þess að þið gáfuð okkur ykkar dýrmætu atkvæði,“ segir hún.
Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Sjá meira