Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. janúar 2025 06:53 Margir leigjendur virðast frekar vilja búa annars staðar. Fimmti hver leigjandi á leigumarkaði býr í hverfi eða á stað þar sem viðkomandi myndi helst ekki kjósa að búa á. Meðal leigjenda með tvö börn eða fleiri er hlutfallið 30 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar segir að meðal húseigenda sé hlutfallið aðeins sjö prósent, sem bendi til þess að framboð á hentugu leiguhúsnæði sé mun takmarkaðra en framboð á húsnæði til eignar. Um helmingur leigjenda telur líklegt að hann skipti um húsnæði á næstu tólf mánuðum. Kaupþrýstingur er enn mikill á fasteignamarkaði þrátt fyrir að margar íbúðir séu til sölu, segir í samantekt um mánaðarskýrsluna. Tæplega 900 kaupsamningum var þinglýst í nóvember, samanborið við 950 í október. Um 15,5 prósent íbúða seldust yfir ásettu verði í mánuðinum en hlutfallið var um tíu prósent árið 2019 þegar framboð var álíka mikið og nú. Líkt og greint var frá í síðustu mánaðarskýrslu er áætlað að á landinu séu yfir 10 þúsund tómar íbúðir, það er að segja íbúðir þar sem engar upplýsingar liggja fyrir um fasta búsetu. HMS er komin í samstarf við 25 sveitarfélög til að fá betri yfirsýn yfir umrætt húsnæði og benda fyrstu niðurstöður til þess að stór hluti íbúðanna sé nýttur sem orlofshús eða í gististarfsemi. „Tæplega þrjár af hverjum fjórum íbúðum sem HMS metur sem tómar í Dalabyggð eru nýttar sem orlofshús, en í Grýtubakkahreppi er tæplega helmingur slíkra íbúða nýttur sem orlofshús. Orlofshús nema aftur á móti fimmtungi af metnum heildarfjölda tómra íbúða í Langanesbyggð og um þriðjungur í Mýrdalshreppi,“ segir í samantekt HMS. Húsnæðismál Leigumarkaður Fasteignamarkaður Mest lesið Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar segir að meðal húseigenda sé hlutfallið aðeins sjö prósent, sem bendi til þess að framboð á hentugu leiguhúsnæði sé mun takmarkaðra en framboð á húsnæði til eignar. Um helmingur leigjenda telur líklegt að hann skipti um húsnæði á næstu tólf mánuðum. Kaupþrýstingur er enn mikill á fasteignamarkaði þrátt fyrir að margar íbúðir séu til sölu, segir í samantekt um mánaðarskýrsluna. Tæplega 900 kaupsamningum var þinglýst í nóvember, samanborið við 950 í október. Um 15,5 prósent íbúða seldust yfir ásettu verði í mánuðinum en hlutfallið var um tíu prósent árið 2019 þegar framboð var álíka mikið og nú. Líkt og greint var frá í síðustu mánaðarskýrslu er áætlað að á landinu séu yfir 10 þúsund tómar íbúðir, það er að segja íbúðir þar sem engar upplýsingar liggja fyrir um fasta búsetu. HMS er komin í samstarf við 25 sveitarfélög til að fá betri yfirsýn yfir umrætt húsnæði og benda fyrstu niðurstöður til þess að stór hluti íbúðanna sé nýttur sem orlofshús eða í gististarfsemi. „Tæplega þrjár af hverjum fjórum íbúðum sem HMS metur sem tómar í Dalabyggð eru nýttar sem orlofshús, en í Grýtubakkahreppi er tæplega helmingur slíkra íbúða nýttur sem orlofshús. Orlofshús nema aftur á móti fimmtungi af metnum heildarfjölda tómra íbúða í Langanesbyggð og um þriðjungur í Mýrdalshreppi,“ segir í samantekt HMS.
Húsnæðismál Leigumarkaður Fasteignamarkaður Mest lesið Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira