Halla vill leiða VR áfram Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. janúar 2025 11:26 Halla Gunnarsdóttir er formaður VR og vill vera það áfram. Hún tók við sem formaður þegar ljóst var að Ragnar Þór Ingólfsson fyrrverandi formaður yrði þingmaður. Halla Gunnarsdóttir, sem tók við formennsku í VR eftir að Ragnar Þór Ingólfsson var kjörinn á þing, mun sækjast eftir áframhaldandi setu á formannsstól. Formannskjör fer fram í mars. Halla greinir frá framboði sínu í yfirlýsingu til fjölmiðla. Halla hefur setið í stjórn VR í tvö ár, gegndi síðan varaformennsku og tók loks við formennskunni snemma í desember á síðasta ári. „Í starfi innan stjórnar VR hef ég beitt mér fyrir aukinni þekkingu og slagkrafti í umræðu um efnahagsmál, enda hafa þau gríðarleg áhrif á kjör launafólks. Ég hef sérstaklega gagnrýnt hávaxtastefnuna, sem hefur þegar kostað félagsfólk VR á bæði eigna- og leigumarkaði háar fjárhæðir, og hina viðvarandi tilhneigingu til að kjarabætur séu teknar til baka í gegnum verðhækkanir, gjöld og þjónustuskerðingu,“ segir í yfirlýsingu Höllu. Vill styðja við foreldra „Sem dæmi má nefna að ég hef undir höndum bréf frá banka þar sem lántakanda er tilkynnt um 172 þúsund króna hækkun á mánaðarlegri greiðslubyrði af heimili fyrir fjögurra manna fjölskyldu, á sama tíma og við þurfum öll að borga meira fyrir mat, rafmagn, tryggingar og opinbera þjónustu, svo fátt eitt sé nefnt.“ Þá segist Halla hafa tekið kjör barnafjölskyldna föstum tökum, og haft frumkvæði að málefna- og stefnumótunarvinnu um kjör og stöðu foreldra ungra barna innan VR. Sýnt hafi verið fram á að tekjuskerðing þþess hóps vegna fæðingarorlofs og umönnunarbils hlaupi á milljónum króna. „Við í VR höfum gagnrýnt harðlega hækkanir á leikskólagjöldum í nokkrum sveitarfélögum og ég lagði mín lóð á vogarskálarnar til að tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir í tengslum við síðustu kjarasamninga. Loks vil ég að VR taki upp stuðning við nýbakaða foreldra, sem fjölmörg stéttarfélög bjóða nú þegar, til að létta á fjárhagsáhyggjum á viðkvæmum tíma í lífi bæði foreldra og barns.“ „Sporin hræða“ Í tilkynningunni segir Halla að VR standi frammi fyrir flóknum viðfangsefnum á næstu misserum. Áhætta hafi verið tekin með því að undirrita langtímakjarasamninga í umhverfi verðbólgu og ofurvaxta. „Launafólk er orðið langeygt eftir raunverulegum vaxtalækkunum og langþreytt á dýrtíð. Það er tímabært að atvinnurekendur og stjórnvöld axli sína ábyrgð á stöðunni. Við höfum greitt fyrir þetta efnahagsástand alltof dýru verði á meðan bankastofnanir og fjármagnseigendur græða á tá og fingri. Á sama tíma er gerð atlaga að skipulagðri baráttu launafólks, til dæmis með stofnun gervistéttarfélaga og beitingu verkbannsvopnsins án ábyrgðar, sem og órökstuddum hugmyndum um að auka valdheimildir ríkissáttasemjara. Sporin hræða og í löndum þar sem verkalýðshreyfingin hefur verið brotin á bak aftur með þessum hætti býr vinnandi fólk við mun lakari kjör, afkomuóöryggi og jafnvel fátækt þrátt fyrir fulla vinnu.“ Þá telur Halla upp helstu stefnumál sín í tilkynningunni: ➔Við verðum að halda bæði stjórnvöldum og atvinnurekendum við efnið og tryggja að vextir lækki og verðhækkanir séu stöðvaðar. Ákvarðanir í efnahagsmálum sem varða okkur öll eiga ekki að vera teknar á grunni gróðahyggju eða úreltra hagfræðikenninga. ➔Við verðum að ráðast til atlögu við húsnæðiskrísuna og tryggja að allt vinnandi fólk geti átt öruggt heimili á viðráðanlegum kjörum. ➔Við verðum að standa vörð um og efla verkalýðshreyfinguna og VR gegnir þar lykilhlutverki sem stærsta stéttarfélag landsins. Rétt að byrja „VR félagar vinna bæði fjölbreytt og verðmæt störf og halda uppi litlum sem stórum fyrirtækjum á almennum markaði. Hluti VR-inga starfar eftir töxtum og grunntímakaup hefur ekki hækkað sem skyldi. Meirihluti félagsfólks VR semur sjálft um kjör sín en nýtur stuðnings af almennum kjarasamningum og þeim hækkunum og réttindum sem þar er samið um,“ skrifar Halla. Félagar í VR eigi það sameiginlegt að njóta góðs af því að tilheyra stóru og öflugu félagi sem veiti fyrirtaks þjónustu og berjist fyrir þeirra kjörum og hagsmunum. Þá baráttu vilji hún gjarnan leiða. „Ég hef starfað innan verkalýðshreyfingarinnar í fimm ár og bý yfir fjölbreyttri reynslu af bæði vinnumarkaði og félagsstörfum. Ég hef starfað sem sérfræðingur, skrifstofukona, framkvæmdastjóri, aðstoðarmaður ráðherra, blaðamaður, verkefnastjóri, lagerstarfsmaður, fótboltaþjálfari, millistjórnandi og afgreiðslukona. Ég hef alla tíð verið virk í félagsstörfum og á mér óteljandi áhugamál. Ég bý í Reykjavík með fjölskyldunni minni en hjarta mitt býr líka að hluta til í London og að hluta á Austfjörðum. Ég óska eftir stuðningi VR félaga til að halda áfram að leiða félagið, enda er ég rétt að byrja!“ Stéttarfélög Kjaramál Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Sjá meira
Halla greinir frá framboði sínu í yfirlýsingu til fjölmiðla. Halla hefur setið í stjórn VR í tvö ár, gegndi síðan varaformennsku og tók loks við formennskunni snemma í desember á síðasta ári. „Í starfi innan stjórnar VR hef ég beitt mér fyrir aukinni þekkingu og slagkrafti í umræðu um efnahagsmál, enda hafa þau gríðarleg áhrif á kjör launafólks. Ég hef sérstaklega gagnrýnt hávaxtastefnuna, sem hefur þegar kostað félagsfólk VR á bæði eigna- og leigumarkaði háar fjárhæðir, og hina viðvarandi tilhneigingu til að kjarabætur séu teknar til baka í gegnum verðhækkanir, gjöld og þjónustuskerðingu,“ segir í yfirlýsingu Höllu. Vill styðja við foreldra „Sem dæmi má nefna að ég hef undir höndum bréf frá banka þar sem lántakanda er tilkynnt um 172 þúsund króna hækkun á mánaðarlegri greiðslubyrði af heimili fyrir fjögurra manna fjölskyldu, á sama tíma og við þurfum öll að borga meira fyrir mat, rafmagn, tryggingar og opinbera þjónustu, svo fátt eitt sé nefnt.“ Þá segist Halla hafa tekið kjör barnafjölskyldna föstum tökum, og haft frumkvæði að málefna- og stefnumótunarvinnu um kjör og stöðu foreldra ungra barna innan VR. Sýnt hafi verið fram á að tekjuskerðing þþess hóps vegna fæðingarorlofs og umönnunarbils hlaupi á milljónum króna. „Við í VR höfum gagnrýnt harðlega hækkanir á leikskólagjöldum í nokkrum sveitarfélögum og ég lagði mín lóð á vogarskálarnar til að tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir í tengslum við síðustu kjarasamninga. Loks vil ég að VR taki upp stuðning við nýbakaða foreldra, sem fjölmörg stéttarfélög bjóða nú þegar, til að létta á fjárhagsáhyggjum á viðkvæmum tíma í lífi bæði foreldra og barns.“ „Sporin hræða“ Í tilkynningunni segir Halla að VR standi frammi fyrir flóknum viðfangsefnum á næstu misserum. Áhætta hafi verið tekin með því að undirrita langtímakjarasamninga í umhverfi verðbólgu og ofurvaxta. „Launafólk er orðið langeygt eftir raunverulegum vaxtalækkunum og langþreytt á dýrtíð. Það er tímabært að atvinnurekendur og stjórnvöld axli sína ábyrgð á stöðunni. Við höfum greitt fyrir þetta efnahagsástand alltof dýru verði á meðan bankastofnanir og fjármagnseigendur græða á tá og fingri. Á sama tíma er gerð atlaga að skipulagðri baráttu launafólks, til dæmis með stofnun gervistéttarfélaga og beitingu verkbannsvopnsins án ábyrgðar, sem og órökstuddum hugmyndum um að auka valdheimildir ríkissáttasemjara. Sporin hræða og í löndum þar sem verkalýðshreyfingin hefur verið brotin á bak aftur með þessum hætti býr vinnandi fólk við mun lakari kjör, afkomuóöryggi og jafnvel fátækt þrátt fyrir fulla vinnu.“ Þá telur Halla upp helstu stefnumál sín í tilkynningunni: ➔Við verðum að halda bæði stjórnvöldum og atvinnurekendum við efnið og tryggja að vextir lækki og verðhækkanir séu stöðvaðar. Ákvarðanir í efnahagsmálum sem varða okkur öll eiga ekki að vera teknar á grunni gróðahyggju eða úreltra hagfræðikenninga. ➔Við verðum að ráðast til atlögu við húsnæðiskrísuna og tryggja að allt vinnandi fólk geti átt öruggt heimili á viðráðanlegum kjörum. ➔Við verðum að standa vörð um og efla verkalýðshreyfinguna og VR gegnir þar lykilhlutverki sem stærsta stéttarfélag landsins. Rétt að byrja „VR félagar vinna bæði fjölbreytt og verðmæt störf og halda uppi litlum sem stórum fyrirtækjum á almennum markaði. Hluti VR-inga starfar eftir töxtum og grunntímakaup hefur ekki hækkað sem skyldi. Meirihluti félagsfólks VR semur sjálft um kjör sín en nýtur stuðnings af almennum kjarasamningum og þeim hækkunum og réttindum sem þar er samið um,“ skrifar Halla. Félagar í VR eigi það sameiginlegt að njóta góðs af því að tilheyra stóru og öflugu félagi sem veiti fyrirtaks þjónustu og berjist fyrir þeirra kjörum og hagsmunum. Þá baráttu vilji hún gjarnan leiða. „Ég hef starfað innan verkalýðshreyfingarinnar í fimm ár og bý yfir fjölbreyttri reynslu af bæði vinnumarkaði og félagsstörfum. Ég hef starfað sem sérfræðingur, skrifstofukona, framkvæmdastjóri, aðstoðarmaður ráðherra, blaðamaður, verkefnastjóri, lagerstarfsmaður, fótboltaþjálfari, millistjórnandi og afgreiðslukona. Ég hef alla tíð verið virk í félagsstörfum og á mér óteljandi áhugamál. Ég bý í Reykjavík með fjölskyldunni minni en hjarta mitt býr líka að hluta til í London og að hluta á Austfjörðum. Ég óska eftir stuðningi VR félaga til að halda áfram að leiða félagið, enda er ég rétt að byrja!“
Stéttarfélög Kjaramál Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Sjá meira