Ari nýr tæknistjóri Árni Sæberg skrifar 23. janúar 2025 14:01 Ari Guðfinnsson er nýr tæknistjóri hjá Tern Systems. Tern systems Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Tern Systems hefur gengið frá ráðningu Ara Guðfinnssonar í starf tæknistjóra til að leiða nýtt tæknisvið innan fyrirtækisins. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að að markmiðið með stöðu tæknistjóra og tæknisviðs sé að skerpa á tæknistefnu, auka skilvirkni í hugbúnaðarþróun og að hámarka gæði og áreiðanleika kerfa sem Tern Systems afhendir til sinna viðskiptavina. Þakklátur fyrir traustið Með því að sameina teymin sem vinna að viðhaldi og þróun tækniinnviða gefist tækifæri til að skapa framúrskarandi umhverfi fyrir þróun á hugbúnaðarkerfum fyrir iðnað, sem lúti ströngum gæðakröfum frá opinberum eftirlitsstofnunum. „Ég er þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt með þessari ráðningu og spenntur að takast á við nýjar tæknilegar áskoranir í þróun kerfa fyrir stjórnun flugumferðar. Við lifum á tímum mikilla breytinga og í þeim felast afar spennandi tækifæri fyrir okkur hjá Tern Systems,“ er haft eftir Ara. Hefur unnið lengi hjá félaginu Ari hafi unnið hjá Tern Systems í rúm þrettán ár og gegnt ýmsum tæknilegum störfum sem tengjast þróun lausna fyrir flugumferðarstjórn og þekki því starfsemi fyrirtækisins betur en flestir. Ari hafi numið tölvunarfræði og vitsmunavísindi við háskólann í Skövde og hafið starfsferilinn í hugbúnaðarþróun þar sem hann hafi unnið við þróun á radar- og fluggagnakerfum. Á síðustu árum hafi Ari starfað sem tæknilegur vörustjóri og í því hlutverki hafi hann haft yfirumsjón með vöruarkitektúr og tæknilegri stefnu innan Tern Systems. „Ég hef fylgst með störfum Ara lengi og fagna því mjög að fá hann í þetta nýja hlutverk hjá Tern Systems. Ari býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á okkar starfsemi og þeim vörum sem Tern hefur þróað. Þessi ráðning undirstrikar metnað okkar til þess að uppfylla þær ströngu kröfur um gæði og öryggi sem krafist er i flugiðnaðinum,“ er haft eftir Magnúsi Þórðarsyni, framkvæmdastjóra Tern Systems. Tern Systems hafi í um þrjátíu ár þróað hugbúnaðarlausnir fyrir stjórn flugumferðar en lausnir þróaðar af Tern Systems séu nú í notkun víða í Evrópu, Asíu, Eyjaálfu og Afríku. Hugbúnaðarlausnir Tern Systems byggi á löngu samstarfi við Isavia ANS, sem sjái um stjórnun flugumferðar yfir Norður-Atlantshafið en svæðið sé eitt það víðfeðmasta og umferðamesta í heiminum í dag. Hjá Tern Systems starfi yfir áttatíu manns en fyrirtækið sé með höfuðstöðvar á Íslandi og skrifstofur í Ungverjalandi og Póllandi Vistaskipti Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að að markmiðið með stöðu tæknistjóra og tæknisviðs sé að skerpa á tæknistefnu, auka skilvirkni í hugbúnaðarþróun og að hámarka gæði og áreiðanleika kerfa sem Tern Systems afhendir til sinna viðskiptavina. Þakklátur fyrir traustið Með því að sameina teymin sem vinna að viðhaldi og þróun tækniinnviða gefist tækifæri til að skapa framúrskarandi umhverfi fyrir þróun á hugbúnaðarkerfum fyrir iðnað, sem lúti ströngum gæðakröfum frá opinberum eftirlitsstofnunum. „Ég er þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt með þessari ráðningu og spenntur að takast á við nýjar tæknilegar áskoranir í þróun kerfa fyrir stjórnun flugumferðar. Við lifum á tímum mikilla breytinga og í þeim felast afar spennandi tækifæri fyrir okkur hjá Tern Systems,“ er haft eftir Ara. Hefur unnið lengi hjá félaginu Ari hafi unnið hjá Tern Systems í rúm þrettán ár og gegnt ýmsum tæknilegum störfum sem tengjast þróun lausna fyrir flugumferðarstjórn og þekki því starfsemi fyrirtækisins betur en flestir. Ari hafi numið tölvunarfræði og vitsmunavísindi við háskólann í Skövde og hafið starfsferilinn í hugbúnaðarþróun þar sem hann hafi unnið við þróun á radar- og fluggagnakerfum. Á síðustu árum hafi Ari starfað sem tæknilegur vörustjóri og í því hlutverki hafi hann haft yfirumsjón með vöruarkitektúr og tæknilegri stefnu innan Tern Systems. „Ég hef fylgst með störfum Ara lengi og fagna því mjög að fá hann í þetta nýja hlutverk hjá Tern Systems. Ari býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á okkar starfsemi og þeim vörum sem Tern hefur þróað. Þessi ráðning undirstrikar metnað okkar til þess að uppfylla þær ströngu kröfur um gæði og öryggi sem krafist er i flugiðnaðinum,“ er haft eftir Magnúsi Þórðarsyni, framkvæmdastjóra Tern Systems. Tern Systems hafi í um þrjátíu ár þróað hugbúnaðarlausnir fyrir stjórn flugumferðar en lausnir þróaðar af Tern Systems séu nú í notkun víða í Evrópu, Asíu, Eyjaálfu og Afríku. Hugbúnaðarlausnir Tern Systems byggi á löngu samstarfi við Isavia ANS, sem sjái um stjórnun flugumferðar yfir Norður-Atlantshafið en svæðið sé eitt það víðfeðmasta og umferðamesta í heiminum í dag. Hjá Tern Systems starfi yfir áttatíu manns en fyrirtækið sé með höfuðstöðvar á Íslandi og skrifstofur í Ungverjalandi og Póllandi
Vistaskipti Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira