Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. janúar 2025 07:02 Á vinnustofu sem Dale Carnegie hélt á dögunum í samstarfi við Mannauð, var rýnt í niðurstöður rannsókna Maskínu sem Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie, segir benda til þess að eitthvað í vinnuumhverfinu henti betur eldri kynslóðum en þeim yngri. Andlega uppsögnin sé eitt af þeim málum sem vinnustaðir þurfi að vakta sérstaklega á komandi misserum. Vísir/Vilhelm „Það hljómar svo sem ágætlega að 34 til 36% starfsfólks á vinnumarkaði séu virkir starfsmenn sem svo sannarlega skila sínu, “segir Jón Jósafat Björnsson um niðurstöður sem kynntar voru á vinnustofu sem Dale Carnegie hélt í samvinnu við Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, fyrir skömmu. Til samanburðar teljast óvirkir á vinnumarkaði 17-19% en það eru þeir sem mæta til vinnu, en reyna að komast upp með að gera sem minnst og láta sig síðan hverfa á slaginu. Tölurnar sem Jón er að vísa í eru niðurstöður rannsóknar Maskínu á vinnumarkaði, en síðustu tólf árin hefur Maskína, áður MMR, mælt virkni starfandi fólks á vinnumarkaði. Til viðbótar hefur Dale Carnegie rýnt í þróunina erlendis frá og þá sérstaklega meðal annars hvað ráðgjafafyrirtækið McKinsey telur mikilvægt að vinnustaðir horfi til í mannauðsmálum næstu missera. Á vinnustofunni bentum við á fjögur atriði sem við mælum með að vinnustaðir horfi sérstaklega til á þessu ári. Þar á meðal andlegu uppsögnina því hún er að gefa okkur vísbendingu um að það vinnuumhverfi sem hér ríkir sé ekki að henta þeim kynslóðum sem eru að koma inn á vinnumarkaðinn.“ Hvað er andleg uppsögn? Þetta er í fjórða annað sinn sem Mannauður leitar til Dale Carnegie eftir umræðum um áherslur að fylgjast með á komandi ári. Vinnustofa um sama málefni verður opin öllum næstkomandi þriðjudag 28.janúar en hún hefst klukkan 09.00, sjá hér. En hvað er andleg uppsögn og hvað er átt við með því að fólk segi upp andlega en hætti ekki í vinnunni? Í stuttu máli felur andleg uppsögn það í sér að viðkomandi starfsmaður er í raun búinn að segja upp í huganum, mætir til vinnu en er þó eins og ,,fjarverandi“ í vinnunni. Því skuldbindingin og helgunin sem allir vinnustaðir sækjast eftir hjá sínu starfsfólki, er hreinlega ekki til staðar. Jón segir nokkur atriði einkennandi fyrir þennan hóp starfsfólks. Meðal annars að: Gera eins lítið og maður kemst upp með Mæta og sinna lágmarksskyldum Nýta allan rétt, sbr. veikindadaga og svo framvegis Sýna almennt litla virkni í starfi „Sumir rugla andlegu uppsögninni við stóru uppsögninni, eða The Great Resignation sem varð áberandi á heimsvísu í kjölfar Covid. Andlega uppsögnin er annað fyrirbæri, skilgreint á ensku sem The Quiet Quitting og hún er mest áberandi hjá yngri kynslóðum; Z-kynslóðinni og að hluta til Millenium kynslóðinni,“ segir Jón en til skýringar á því hvaða aldurshópar tilheyra henni er gott að hafa til hliðsjónar yfirlit yfir þær fjórar kynslóðir sem nú eru starfandi á vinnumarkaði: Baby Boomers er fólk sem fætt er á tímabilinu 1946-1964. Kynslóð X er fólk fætt tímabilið 1965 til 1979. Millenium er aldamótakynslóðin, fædd 1980 til ársins 1994. Z kynslóðin er fólk fætt 1995 til 2012. En hvernig lítur vinnumarkaðurinn þá út ef margir hafa í raun sagt upp störfum sínum andlega, reyna að gera sem minnst en hætta ekki? Jú, samkvæmt niðurstöðum rannsókna Maskínu, lítur vinnumarkaðurinn þá svona út miðað við virknimælingar: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Jón segir ýmsar skýringar á því hvers vegna andlega uppsögnin er að sýna sig svona áberandi á vinnumarkaði um allan heim. „Forgangsröðun og gildi fólks einfaldlega breyttist í kjölfar Covid. Nú er fólk meira að huga að sjálfum sér og sinni heilsu frekar en að hugsa um vinnuveitandann eða starfið. Þetta á sérstaklega við yngri kynslóðir sem sjá enga ástæðu til þess að vinna baki brotnu fyrir einhverja kapítalista út í bæ.“ Fleira telst þó til. „Til dæmis minnkað félagslega færnin í Covid og hræðslan við kulnun hefur aukist mjög. Sem dæmi má benda á tölur frá VIRK sem sýna að um 58% fólks sem leitar til þeirra telur sig vera í kulnun. En þegar betur er að gáð, er hlutfallið 6,1% samkvæmt greiningu VIRK. Hvers vegna? Jú, fólk er einfaldlega að greina sjálft sig með kulnun langt umfram það sem í raun er.“ Auðvitað spila líka inn í niðurstöður um virkni atriði eins og að upplifa að laun séu ekki sanngjörn eða hvort fólk upplifir að það fái tækifæri til að læra og vaxa í starfi. „Mælingar sýna líka að skortur á væntumþykju skiptir miklu máli, sérstaklega hjá unga fólkinu. Því það einfaldlega vill upplifa ákveðna foreldravæntumþykju frá yfirmanni sínum rétt eins og það finnur heima hjá sér; Að vinnustaðurinn sýni það í verki að það skipti máli hvernig þeim er að vegna og hvernig þeim líður og svo framvegis,“ segir Jón og bætir við: Og þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta kemur þá við stjórnendur, sem enn eru um og yfir fimmtugt. Sá hópur myndi einfaldlega segja: Þetta er ekki sonur minn sko….. Hann er bara starfsmaður hérna.“ Jón segir þó mikilvægt að vinnustaðir taki þessum vísbendingum mjög alvarlega. Því samkvæmt McKinsey sé beinn kostnaður andlegu uppsagnarinnar hjá 500 stærstu fyrirtækjunum í Bandaríkjunum um 40 milljarðar króna á ári. Afleiðingar andlegu uppsagnarinnar séu almennt minni framleiðni og framlegð, minni nýsköpun, neikvæð áhrif á teymisvinnu og neikvæð áhrif á vinnustaðamenningu. Á vinnustofunni á þriðjudag verður farið yfir ýmsar aðgerðir sem stjórnendur geta farið í til að sporna gegn þessari þróun. Og að sama skapi farið yfir þau atriði sem jafnvel geta gert hlutina verri. „Oft detta stjórnendur í þá gryfju að fara þá bara að gera meira af því sem þeir voru áður að gera en átta sig ekki á því að þannig verður staðan bara verri. Sem dæmi má nefna endalausa tölvupósta, fullt af fundum, of mikil upplýsingagjöf, micro-managment taktar og fleira í þeim dúr,“ segir Jón og bætir við: Sem svo sem eðlilegt er því sú kynslóð sem enn er ríkjandi sem stjórnendur er með allt annað viðhorf til vinnunnar í samanburði við Z-kynslóðina sem einfaldlega virðist ekki ætla að una við þetta vinnuumhverfi eða þá vinnustaðamenningu sem við höfum verið að búa til hingað til.“ Jón segir líka gott að setja hlutina í samhengi. Ekki sé að undra þótt yngri kynslóðir líti öðruvísi augum á hlutina. Fleira en tæknin eða samfélagsmiðlar komi þar til. „Það er ákveðinn aldurshópur sem fór í gegnum það í menntaskóla að sitja eina önn í skólanum en klára restina af stúdentsnáminu við eldhúsborðið heima hjá sér. Því Covid tók nokkur ár og auðvitað hefur það líka haft áhrif á félagslega færni fólks að vera einangrað í langan tíma eins og þá var.“ Þá segir Jón oft gott að bera saman ný trend við þróun og breytingar sem við höfum þegar lært af. „Það varð ákveðið hrun á virkni starfsfólks í kjölfar bankahruns. Oft er vísað til þess tímabils sem skjaldbökuáhrifin eða The Turele Effect. Munurinn á því tímabili og nú er samt sú að í kjölfar bankahruns var fólk að mælast með minni virkni í starfi en áður því það þorði ekki að hætta í vinnunni af ótta við atvinnuleysi.“ Nú sé staðan hins vegar sú að virknin er að mælast svo ólíkt á milli kynslóða og það sé alltaf vísbending um að eitthvað sé að gerast. Við þurfum mögulega að horfast í augu við að það er eitthvað við vinnustaðamenninguna eins og hún er í dag, sem hentar betur eldri kynslóðum en þeim yngri.“ Vinnustaðamenning Vinnumarkaður Stjórnun Mannauðsmál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Elsti hópurinn drekkur oftast og unga fólkið staldrar stutt við í vinnu Uppgangskynslóðin, eða „baby boomers“ kynslóðin drekkur oftast áfengi þegar fjórar kynslóðir eru bornar saman. Unga fólkið í Z-kynslóðinni staldrar stutt við á vinnustöðum. 13. desember 2023 07:02 Z kynslóðin er allt öðruvísi en eldri kynslóðir og mun breyta öllu „Við þurfum alltaf að taka samtalið. Við þurfum alltaf að passa að vera í samráði við unga fólkið því að þau munu breyta öllu. Z kynslóðin, sem nú er 10 til 27 ára, er kynslóð sem er allt öðruvísi en kynslóðin sem er ríkjandi stjórnendahópur í dag,“ segir Anna Steinsen einn eigandi KVAN. 15. desember 2022 07:01 Z kynslóðin og konur áberandi í kulnun og 35 prósent starfsfólks úrvinda vegna vinnu „Heilt yfir eru jákvæð teikn á vinnumarkaði því að kulnun mælist nú átta prósent í samanburði við ellefu prósent í fyrra,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósents um niðurstöður nýrrar könnunar Prósents. 6. október 2023 07:02 Z kynslóðin byrjuð að breyta öllu: Sleppa háskólanámi og eru meðvituð um úreldingu starfa Z kynslóðin er kynslóðin sem sögð er vera sú sem mun breyta öllu. Þetta er unga fólki sem er fætt á tímabilinu 1995-2012, þekkir ekkert annað en internetið og samfélagsmiðla og sér til dæmis ekki fyrir sér hvernig háskólanám í dag á að nýtast þeim á vinnumarkaði næstu áratugi. 13. september 2023 07:05 Stjörnustarfsmaðurinn: Vinnustaðurinn þarf að samræmast þörfum hans og gildum Nýleg samantekt McKinsey gefur til kynna að fyrirtæki séu ekki að ná þeim árangri sem þau telja varðandi aukna vellíðan starfsfólks á vinnustað. 30. ágúst 2023 07:01 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Til samanburðar teljast óvirkir á vinnumarkaði 17-19% en það eru þeir sem mæta til vinnu, en reyna að komast upp með að gera sem minnst og láta sig síðan hverfa á slaginu. Tölurnar sem Jón er að vísa í eru niðurstöður rannsóknar Maskínu á vinnumarkaði, en síðustu tólf árin hefur Maskína, áður MMR, mælt virkni starfandi fólks á vinnumarkaði. Til viðbótar hefur Dale Carnegie rýnt í þróunina erlendis frá og þá sérstaklega meðal annars hvað ráðgjafafyrirtækið McKinsey telur mikilvægt að vinnustaðir horfi til í mannauðsmálum næstu missera. Á vinnustofunni bentum við á fjögur atriði sem við mælum með að vinnustaðir horfi sérstaklega til á þessu ári. Þar á meðal andlegu uppsögnina því hún er að gefa okkur vísbendingu um að það vinnuumhverfi sem hér ríkir sé ekki að henta þeim kynslóðum sem eru að koma inn á vinnumarkaðinn.“ Hvað er andleg uppsögn? Þetta er í fjórða annað sinn sem Mannauður leitar til Dale Carnegie eftir umræðum um áherslur að fylgjast með á komandi ári. Vinnustofa um sama málefni verður opin öllum næstkomandi þriðjudag 28.janúar en hún hefst klukkan 09.00, sjá hér. En hvað er andleg uppsögn og hvað er átt við með því að fólk segi upp andlega en hætti ekki í vinnunni? Í stuttu máli felur andleg uppsögn það í sér að viðkomandi starfsmaður er í raun búinn að segja upp í huganum, mætir til vinnu en er þó eins og ,,fjarverandi“ í vinnunni. Því skuldbindingin og helgunin sem allir vinnustaðir sækjast eftir hjá sínu starfsfólki, er hreinlega ekki til staðar. Jón segir nokkur atriði einkennandi fyrir þennan hóp starfsfólks. Meðal annars að: Gera eins lítið og maður kemst upp með Mæta og sinna lágmarksskyldum Nýta allan rétt, sbr. veikindadaga og svo framvegis Sýna almennt litla virkni í starfi „Sumir rugla andlegu uppsögninni við stóru uppsögninni, eða The Great Resignation sem varð áberandi á heimsvísu í kjölfar Covid. Andlega uppsögnin er annað fyrirbæri, skilgreint á ensku sem The Quiet Quitting og hún er mest áberandi hjá yngri kynslóðum; Z-kynslóðinni og að hluta til Millenium kynslóðinni,“ segir Jón en til skýringar á því hvaða aldurshópar tilheyra henni er gott að hafa til hliðsjónar yfirlit yfir þær fjórar kynslóðir sem nú eru starfandi á vinnumarkaði: Baby Boomers er fólk sem fætt er á tímabilinu 1946-1964. Kynslóð X er fólk fætt tímabilið 1965 til 1979. Millenium er aldamótakynslóðin, fædd 1980 til ársins 1994. Z kynslóðin er fólk fætt 1995 til 2012. En hvernig lítur vinnumarkaðurinn þá út ef margir hafa í raun sagt upp störfum sínum andlega, reyna að gera sem minnst en hætta ekki? Jú, samkvæmt niðurstöðum rannsókna Maskínu, lítur vinnumarkaðurinn þá svona út miðað við virknimælingar: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Jón segir ýmsar skýringar á því hvers vegna andlega uppsögnin er að sýna sig svona áberandi á vinnumarkaði um allan heim. „Forgangsröðun og gildi fólks einfaldlega breyttist í kjölfar Covid. Nú er fólk meira að huga að sjálfum sér og sinni heilsu frekar en að hugsa um vinnuveitandann eða starfið. Þetta á sérstaklega við yngri kynslóðir sem sjá enga ástæðu til þess að vinna baki brotnu fyrir einhverja kapítalista út í bæ.“ Fleira telst þó til. „Til dæmis minnkað félagslega færnin í Covid og hræðslan við kulnun hefur aukist mjög. Sem dæmi má benda á tölur frá VIRK sem sýna að um 58% fólks sem leitar til þeirra telur sig vera í kulnun. En þegar betur er að gáð, er hlutfallið 6,1% samkvæmt greiningu VIRK. Hvers vegna? Jú, fólk er einfaldlega að greina sjálft sig með kulnun langt umfram það sem í raun er.“ Auðvitað spila líka inn í niðurstöður um virkni atriði eins og að upplifa að laun séu ekki sanngjörn eða hvort fólk upplifir að það fái tækifæri til að læra og vaxa í starfi. „Mælingar sýna líka að skortur á væntumþykju skiptir miklu máli, sérstaklega hjá unga fólkinu. Því það einfaldlega vill upplifa ákveðna foreldravæntumþykju frá yfirmanni sínum rétt eins og það finnur heima hjá sér; Að vinnustaðurinn sýni það í verki að það skipti máli hvernig þeim er að vegna og hvernig þeim líður og svo framvegis,“ segir Jón og bætir við: Og þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta kemur þá við stjórnendur, sem enn eru um og yfir fimmtugt. Sá hópur myndi einfaldlega segja: Þetta er ekki sonur minn sko….. Hann er bara starfsmaður hérna.“ Jón segir þó mikilvægt að vinnustaðir taki þessum vísbendingum mjög alvarlega. Því samkvæmt McKinsey sé beinn kostnaður andlegu uppsagnarinnar hjá 500 stærstu fyrirtækjunum í Bandaríkjunum um 40 milljarðar króna á ári. Afleiðingar andlegu uppsagnarinnar séu almennt minni framleiðni og framlegð, minni nýsköpun, neikvæð áhrif á teymisvinnu og neikvæð áhrif á vinnustaðamenningu. Á vinnustofunni á þriðjudag verður farið yfir ýmsar aðgerðir sem stjórnendur geta farið í til að sporna gegn þessari þróun. Og að sama skapi farið yfir þau atriði sem jafnvel geta gert hlutina verri. „Oft detta stjórnendur í þá gryfju að fara þá bara að gera meira af því sem þeir voru áður að gera en átta sig ekki á því að þannig verður staðan bara verri. Sem dæmi má nefna endalausa tölvupósta, fullt af fundum, of mikil upplýsingagjöf, micro-managment taktar og fleira í þeim dúr,“ segir Jón og bætir við: Sem svo sem eðlilegt er því sú kynslóð sem enn er ríkjandi sem stjórnendur er með allt annað viðhorf til vinnunnar í samanburði við Z-kynslóðina sem einfaldlega virðist ekki ætla að una við þetta vinnuumhverfi eða þá vinnustaðamenningu sem við höfum verið að búa til hingað til.“ Jón segir líka gott að setja hlutina í samhengi. Ekki sé að undra þótt yngri kynslóðir líti öðruvísi augum á hlutina. Fleira en tæknin eða samfélagsmiðlar komi þar til. „Það er ákveðinn aldurshópur sem fór í gegnum það í menntaskóla að sitja eina önn í skólanum en klára restina af stúdentsnáminu við eldhúsborðið heima hjá sér. Því Covid tók nokkur ár og auðvitað hefur það líka haft áhrif á félagslega færni fólks að vera einangrað í langan tíma eins og þá var.“ Þá segir Jón oft gott að bera saman ný trend við þróun og breytingar sem við höfum þegar lært af. „Það varð ákveðið hrun á virkni starfsfólks í kjölfar bankahruns. Oft er vísað til þess tímabils sem skjaldbökuáhrifin eða The Turele Effect. Munurinn á því tímabili og nú er samt sú að í kjölfar bankahruns var fólk að mælast með minni virkni í starfi en áður því það þorði ekki að hætta í vinnunni af ótta við atvinnuleysi.“ Nú sé staðan hins vegar sú að virknin er að mælast svo ólíkt á milli kynslóða og það sé alltaf vísbending um að eitthvað sé að gerast. Við þurfum mögulega að horfast í augu við að það er eitthvað við vinnustaðamenninguna eins og hún er í dag, sem hentar betur eldri kynslóðum en þeim yngri.“
Vinnustaðamenning Vinnumarkaður Stjórnun Mannauðsmál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Elsti hópurinn drekkur oftast og unga fólkið staldrar stutt við í vinnu Uppgangskynslóðin, eða „baby boomers“ kynslóðin drekkur oftast áfengi þegar fjórar kynslóðir eru bornar saman. Unga fólkið í Z-kynslóðinni staldrar stutt við á vinnustöðum. 13. desember 2023 07:02 Z kynslóðin er allt öðruvísi en eldri kynslóðir og mun breyta öllu „Við þurfum alltaf að taka samtalið. Við þurfum alltaf að passa að vera í samráði við unga fólkið því að þau munu breyta öllu. Z kynslóðin, sem nú er 10 til 27 ára, er kynslóð sem er allt öðruvísi en kynslóðin sem er ríkjandi stjórnendahópur í dag,“ segir Anna Steinsen einn eigandi KVAN. 15. desember 2022 07:01 Z kynslóðin og konur áberandi í kulnun og 35 prósent starfsfólks úrvinda vegna vinnu „Heilt yfir eru jákvæð teikn á vinnumarkaði því að kulnun mælist nú átta prósent í samanburði við ellefu prósent í fyrra,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósents um niðurstöður nýrrar könnunar Prósents. 6. október 2023 07:02 Z kynslóðin byrjuð að breyta öllu: Sleppa háskólanámi og eru meðvituð um úreldingu starfa Z kynslóðin er kynslóðin sem sögð er vera sú sem mun breyta öllu. Þetta er unga fólki sem er fætt á tímabilinu 1995-2012, þekkir ekkert annað en internetið og samfélagsmiðla og sér til dæmis ekki fyrir sér hvernig háskólanám í dag á að nýtast þeim á vinnumarkaði næstu áratugi. 13. september 2023 07:05 Stjörnustarfsmaðurinn: Vinnustaðurinn þarf að samræmast þörfum hans og gildum Nýleg samantekt McKinsey gefur til kynna að fyrirtæki séu ekki að ná þeim árangri sem þau telja varðandi aukna vellíðan starfsfólks á vinnustað. 30. ágúst 2023 07:01 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Elsti hópurinn drekkur oftast og unga fólkið staldrar stutt við í vinnu Uppgangskynslóðin, eða „baby boomers“ kynslóðin drekkur oftast áfengi þegar fjórar kynslóðir eru bornar saman. Unga fólkið í Z-kynslóðinni staldrar stutt við á vinnustöðum. 13. desember 2023 07:02
Z kynslóðin er allt öðruvísi en eldri kynslóðir og mun breyta öllu „Við þurfum alltaf að taka samtalið. Við þurfum alltaf að passa að vera í samráði við unga fólkið því að þau munu breyta öllu. Z kynslóðin, sem nú er 10 til 27 ára, er kynslóð sem er allt öðruvísi en kynslóðin sem er ríkjandi stjórnendahópur í dag,“ segir Anna Steinsen einn eigandi KVAN. 15. desember 2022 07:01
Z kynslóðin og konur áberandi í kulnun og 35 prósent starfsfólks úrvinda vegna vinnu „Heilt yfir eru jákvæð teikn á vinnumarkaði því að kulnun mælist nú átta prósent í samanburði við ellefu prósent í fyrra,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósents um niðurstöður nýrrar könnunar Prósents. 6. október 2023 07:02
Z kynslóðin byrjuð að breyta öllu: Sleppa háskólanámi og eru meðvituð um úreldingu starfa Z kynslóðin er kynslóðin sem sögð er vera sú sem mun breyta öllu. Þetta er unga fólki sem er fætt á tímabilinu 1995-2012, þekkir ekkert annað en internetið og samfélagsmiðla og sér til dæmis ekki fyrir sér hvernig háskólanám í dag á að nýtast þeim á vinnumarkaði næstu áratugi. 13. september 2023 07:05
Stjörnustarfsmaðurinn: Vinnustaðurinn þarf að samræmast þörfum hans og gildum Nýleg samantekt McKinsey gefur til kynna að fyrirtæki séu ekki að ná þeim árangri sem þau telja varðandi aukna vellíðan starfsfólks á vinnustað. 30. ágúst 2023 07:01