Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. janúar 2025 18:15 Páll Steingrímsson skipstjóri hafði kært niðurfellingu rannsóknarinnar til ríkissaksóknara síðasta haust. Vísir Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra um að hætta rannsókn á máli sex blaðamanna sem voru til rannsóknar vegna meintra brota gegn lögum um friðhelgi einkalífs. Embættið staðfestir þetta í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu. Páll Steingrímsson, fyrrverandi skipstjóri hjá Samherja, lagði fram kæru á niðurfellingu rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra til ríkissaksóknara í október í fyrra. Rannsóknin hafði þá staðið yfir í rúm þrjú ár en hún snýr að meintri byrlun Páls, afritun upplýsinga af síma hans og dreifingu á kynferðislegu myndefni sem á símanum var. Sjá einnig: Páll leitar til ríkissaksóknara Sjö höfðu réttarstöðu sakbornings í málinu. Þau voru fyrrverandi eiginkona Páls og svo sex blaðamenn. Eiginkona hans fyrrverandi játaði að hafa byrlað Páli, stolið síma hans og afhent blaðamönnum en málið var ekki talið líklegt til sakfellingar og því ákveðið að fella það niður. Blaðamennirnir sem höfðu réttarstöðu sakbornings störfuðu hjá Ríkisútvarpinu, Kjarnanum og Stundinni. Miðlarnir tveir síðarnefndu sameinuðust svo seinna í Heimildina. Ríkisútvarpið segir það vera mat ríkissaksóknara að taka skuli aftur upp rannsókn á aðkomu eiginkonunnar fyrrverandi að meintum brotum gegn lögum um friðhelgi einkalífsins og að dreifingu á kynferðislegu myndefni. Ríkissaksóknari taki þó undir að rétt hafi verið að hætta rannsókn að aðkomu hennar að meintri byrlun. Byrlunar- og símastuldarmálið Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Tengdar fréttir Skoða hvort lög hafi verið brotin við rannsókn lögreglu Lögmaður Blaðamannafélgsins, vegna rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintri byrlun- og símastuldi, segir tjáningarfrelsi blaðamanna undir í málinu. Hvaða blaðamaður sem er hefði getað orðið fyrir því að lenda á sakamannabekk, fyrir það eitt að sinna vinnunni sinni. Félagið skoðar nú hvort lögregla hafi brotið lög. 25. október 2024 07:03 „Þetta mál er lögregluembættinu til ævarandi skammar“ Lögreglan á Norðurlandi eystra var harðlega gagnrýnd í Pallborði Vísis í gær en gestir voru þau Þóra Arnórsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Kveiks og Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Heimildarinnar. Þau voru sakborningar í máli sem varðar meinta byrlun og svo símastuld af Páli skipstjóra Steingrímssonar. 17. október 2024 07:02 Páll skipstjóri hvergi nærri hættur Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar fyrrverandi skipstjóra hjá Samherja, er að leggja lokahönd á kæru á niðurfellingu rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintri byrlun til ríkissaksóknara. 15. október 2024 10:49 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Embættið staðfestir þetta í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu. Páll Steingrímsson, fyrrverandi skipstjóri hjá Samherja, lagði fram kæru á niðurfellingu rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra til ríkissaksóknara í október í fyrra. Rannsóknin hafði þá staðið yfir í rúm þrjú ár en hún snýr að meintri byrlun Páls, afritun upplýsinga af síma hans og dreifingu á kynferðislegu myndefni sem á símanum var. Sjá einnig: Páll leitar til ríkissaksóknara Sjö höfðu réttarstöðu sakbornings í málinu. Þau voru fyrrverandi eiginkona Páls og svo sex blaðamenn. Eiginkona hans fyrrverandi játaði að hafa byrlað Páli, stolið síma hans og afhent blaðamönnum en málið var ekki talið líklegt til sakfellingar og því ákveðið að fella það niður. Blaðamennirnir sem höfðu réttarstöðu sakbornings störfuðu hjá Ríkisútvarpinu, Kjarnanum og Stundinni. Miðlarnir tveir síðarnefndu sameinuðust svo seinna í Heimildina. Ríkisútvarpið segir það vera mat ríkissaksóknara að taka skuli aftur upp rannsókn á aðkomu eiginkonunnar fyrrverandi að meintum brotum gegn lögum um friðhelgi einkalífsins og að dreifingu á kynferðislegu myndefni. Ríkissaksóknari taki þó undir að rétt hafi verið að hætta rannsókn að aðkomu hennar að meintri byrlun.
Byrlunar- og símastuldarmálið Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Tengdar fréttir Skoða hvort lög hafi verið brotin við rannsókn lögreglu Lögmaður Blaðamannafélgsins, vegna rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintri byrlun- og símastuldi, segir tjáningarfrelsi blaðamanna undir í málinu. Hvaða blaðamaður sem er hefði getað orðið fyrir því að lenda á sakamannabekk, fyrir það eitt að sinna vinnunni sinni. Félagið skoðar nú hvort lögregla hafi brotið lög. 25. október 2024 07:03 „Þetta mál er lögregluembættinu til ævarandi skammar“ Lögreglan á Norðurlandi eystra var harðlega gagnrýnd í Pallborði Vísis í gær en gestir voru þau Þóra Arnórsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Kveiks og Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Heimildarinnar. Þau voru sakborningar í máli sem varðar meinta byrlun og svo símastuld af Páli skipstjóra Steingrímssonar. 17. október 2024 07:02 Páll skipstjóri hvergi nærri hættur Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar fyrrverandi skipstjóra hjá Samherja, er að leggja lokahönd á kæru á niðurfellingu rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintri byrlun til ríkissaksóknara. 15. október 2024 10:49 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Skoða hvort lög hafi verið brotin við rannsókn lögreglu Lögmaður Blaðamannafélgsins, vegna rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintri byrlun- og símastuldi, segir tjáningarfrelsi blaðamanna undir í málinu. Hvaða blaðamaður sem er hefði getað orðið fyrir því að lenda á sakamannabekk, fyrir það eitt að sinna vinnunni sinni. Félagið skoðar nú hvort lögregla hafi brotið lög. 25. október 2024 07:03
„Þetta mál er lögregluembættinu til ævarandi skammar“ Lögreglan á Norðurlandi eystra var harðlega gagnrýnd í Pallborði Vísis í gær en gestir voru þau Þóra Arnórsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Kveiks og Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Heimildarinnar. Þau voru sakborningar í máli sem varðar meinta byrlun og svo símastuld af Páli skipstjóra Steingrímssonar. 17. október 2024 07:02
Páll skipstjóri hvergi nærri hættur Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar fyrrverandi skipstjóra hjá Samherja, er að leggja lokahönd á kæru á niðurfellingu rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintri byrlun til ríkissaksóknara. 15. október 2024 10:49