Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. janúar 2025 23:39 Írar eru beðnir um að halda sig heima á morgun. GETTY/Andrew Milligan Írar undirbúa komu stormsins Éowyn sem nálgast strendur landsins. Búist er við að stormurinn muni hafa alvarlegar afleiðingar en rauð veðurviðvörun verður í gildi á öllu landinu. Spáð hefur verið hvössum vindi og hviðum allt að 130 kílómetrum á klukkustund, sem eru rúmlega 36 metrar á sekúndu. „Þetta verður eyðileggjandi, hættulegur og skaðlegur stormur,“ segir Keith Leonard, formaður samhæfingahóps neyðartilvika á landsvísu á Írlandi í umfjöllun fjölmiðilsins Guardian. Vindurinn gæti haft virkilega alvarlegar afleiðingar og jafnvel sett líf almennings í hættu. Viðbragðsaðilar fylgist grannt með stöðunni. Leonord sagði einnig að fleiri myndu finna fyrir rafmagnsleysi heldur en í storminum Ophelia sem reið yfir landið árið 2017 en 385 þúsund manns voru án rafmagns eftir óveðrið. Almenningur hefur verið beðinn um að halda sig heima og vera viðbúinn rafmagnsleysinu. Þá eigi almenningur einnig að halda sig frá sjávarströndinni þar sem búast má við stórum öldum. Í umfjöllun írska miðilsins The Irish Times kemur fram að írska veðurstofan, Met Éireann, hefur gefið út rauða veðurviðvörun fyrir allt landið. Þær fyrstu taka gildi klukkan tvö í nótt, aðfaranótt föstudags. Einnig kemur þar fram að skólar á öllum stigum verða lokaðir og almenningssamgöngur skertar. Engar lestar né strætisvagnar muni ganga. Þá er búist við að fresta þurfi flugferðum í öllu landinu. „Þetta er einn af hættulegustu stormum sem að Írar munu hafa staðið frammi fyrir. Við munum sjá gríðarlegan fjölda trjáa falla á morgun og margt fólk verður án rafmagns,“ segir Leonard í samtali við The Irish Times. Mesta óveður í Írlandi hingað til, samkvæmt Guardian, var í september árið 1961 þegar fellibylurinn Debbie reið yfir landið. Átján manns létust í Írlandi vegna bylsins og sex í Norður-Írlandi. Að sögn Einar Sveinbjarnarsonar, veðurfræðings, gætu eldingar sem slógu niður hérlendis tengst óveðrinu „með óbeinum hætti.“ Ísland ætti hins vegar að sleppa við alla vinda frá Éowyn. Írland Bretland Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Spáð hefur verið hvössum vindi og hviðum allt að 130 kílómetrum á klukkustund, sem eru rúmlega 36 metrar á sekúndu. „Þetta verður eyðileggjandi, hættulegur og skaðlegur stormur,“ segir Keith Leonard, formaður samhæfingahóps neyðartilvika á landsvísu á Írlandi í umfjöllun fjölmiðilsins Guardian. Vindurinn gæti haft virkilega alvarlegar afleiðingar og jafnvel sett líf almennings í hættu. Viðbragðsaðilar fylgist grannt með stöðunni. Leonord sagði einnig að fleiri myndu finna fyrir rafmagnsleysi heldur en í storminum Ophelia sem reið yfir landið árið 2017 en 385 þúsund manns voru án rafmagns eftir óveðrið. Almenningur hefur verið beðinn um að halda sig heima og vera viðbúinn rafmagnsleysinu. Þá eigi almenningur einnig að halda sig frá sjávarströndinni þar sem búast má við stórum öldum. Í umfjöllun írska miðilsins The Irish Times kemur fram að írska veðurstofan, Met Éireann, hefur gefið út rauða veðurviðvörun fyrir allt landið. Þær fyrstu taka gildi klukkan tvö í nótt, aðfaranótt föstudags. Einnig kemur þar fram að skólar á öllum stigum verða lokaðir og almenningssamgöngur skertar. Engar lestar né strætisvagnar muni ganga. Þá er búist við að fresta þurfi flugferðum í öllu landinu. „Þetta er einn af hættulegustu stormum sem að Írar munu hafa staðið frammi fyrir. Við munum sjá gríðarlegan fjölda trjáa falla á morgun og margt fólk verður án rafmagns,“ segir Leonard í samtali við The Irish Times. Mesta óveður í Írlandi hingað til, samkvæmt Guardian, var í september árið 1961 þegar fellibylurinn Debbie reið yfir landið. Átján manns létust í Írlandi vegna bylsins og sex í Norður-Írlandi. Að sögn Einar Sveinbjarnarsonar, veðurfræðings, gætu eldingar sem slógu niður hérlendis tengst óveðrinu „með óbeinum hætti.“ Ísland ætti hins vegar að sleppa við alla vinda frá Éowyn.
Írland Bretland Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira