Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2025 09:40 Max Verstappen er ríkjandi heimsmeistari en hann var dæmdur til samfélagsþjónustu fyrir brot á reglum í fyrra. Nú gætu ítrekuð brot kostað hann eða aðra ökumenn mánaðarbann og stórar sektir. Getty/Vince Mignott Ökumenn í formúlu 1 eiga það á hættu að fá harðari refsingar á komandi tímabili. Þeir þurfa að passa vel upp á framkomu sína og orðanotkun á opinberum vettvangi. Hér er verið að tala um það að ef þeir brjóta reglurnar gætu þeir misst stig, fengið háar sektir eða verið settir í bann. Allt mögulegar refsingar verði þeir uppvísir að slæmri hegðun. Alþjóða bílasambandið, FIA, gaf út nýjar viðmiðunarreglur þar sem tekið er mun harðar á ýmsum málum eins og það að skaða orðspor FIA eða nota óviðeigandi orðalag eins og blótsyrði í viðtölum. Heimsmeistarinn Max Verstappen var meðal annars skipað að skila samfélagsþjónustu sem refsingu fyrir að nota blótsyrði á blaðamannafundi á síðustu leiktíð. Framkoma gagnvart starfsmönnum brautanna er einn af þessum þáttum þar sem ökumenn þurfa nú að passa sig. Ítrekuð brot verða þeim líka mjög dýr. Mohammed Ben Sulayem, forseti FIA, hefur hafið herferð gegn blótsyrðum á vettvangi formúlunnar en ökumenn telja að sambandið sé að ganga allt of langt. Það er því ljóst að þessar harðari reglur verða ekki vinsælar hjá ökumönnunum. Ökumaður þarf að greiða fjörutíu þúsund evrur í sekt fyrir að brjóta eina af þessum reglum og svo hækkar refsingin við hvert brot. Áttatíu þúsund evrur fyrir annað brot og 120 þúsund evrur fyrir það þriðja. Við þriðja brot fá ökumenn einnig eins mánaðar bann og missa auk þess stig í keppni ökumanna. Þessar sektir samsvara 5,8 milljónum, 11,7 milljónum og 17,6 milljónum króna. Martin has his say on the FIA's updated misconduct rules 🗣️ pic.twitter.com/zIoajbcdzJ— Sky Sports F1 (@SkySportsF1) January 23, 2025 Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Hér er verið að tala um það að ef þeir brjóta reglurnar gætu þeir misst stig, fengið háar sektir eða verið settir í bann. Allt mögulegar refsingar verði þeir uppvísir að slæmri hegðun. Alþjóða bílasambandið, FIA, gaf út nýjar viðmiðunarreglur þar sem tekið er mun harðar á ýmsum málum eins og það að skaða orðspor FIA eða nota óviðeigandi orðalag eins og blótsyrði í viðtölum. Heimsmeistarinn Max Verstappen var meðal annars skipað að skila samfélagsþjónustu sem refsingu fyrir að nota blótsyrði á blaðamannafundi á síðustu leiktíð. Framkoma gagnvart starfsmönnum brautanna er einn af þessum þáttum þar sem ökumenn þurfa nú að passa sig. Ítrekuð brot verða þeim líka mjög dýr. Mohammed Ben Sulayem, forseti FIA, hefur hafið herferð gegn blótsyrðum á vettvangi formúlunnar en ökumenn telja að sambandið sé að ganga allt of langt. Það er því ljóst að þessar harðari reglur verða ekki vinsælar hjá ökumönnunum. Ökumaður þarf að greiða fjörutíu þúsund evrur í sekt fyrir að brjóta eina af þessum reglum og svo hækkar refsingin við hvert brot. Áttatíu þúsund evrur fyrir annað brot og 120 þúsund evrur fyrir það þriðja. Við þriðja brot fá ökumenn einnig eins mánaðar bann og missa auk þess stig í keppni ökumanna. Þessar sektir samsvara 5,8 milljónum, 11,7 milljónum og 17,6 milljónum króna. Martin has his say on the FIA's updated misconduct rules 🗣️ pic.twitter.com/zIoajbcdzJ— Sky Sports F1 (@SkySportsF1) January 23, 2025
Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira