Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Árni Sæberg skrifar 24. janúar 2025 14:22 Anna Rut Kristjánsdóttir, Sveinbjörn Finnsson og Anna Sigrún Baldursdóttir. Stjórnarráðið Anna Sigrún Baldursdóttir, Anna Rut Kristjánsdóttir og Sveinbjörn Finnsson hafa verið ráðin aðstoðarmenn ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Þetta segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að Anna Rut muni sinna almennri samhæfingu og Anna Sigrún verði ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í velferðarmálum með áherslu á samhæfingu verkefna velferðarþjónustunnar. Þær hafi báðar hafið störf. Sveinbjörn muni vinna að samhæfingu á sviði atvinnustefnu og loftslagsmála og hefji störf á næstu mánuðum. Skrifstofustjóri kvartanasviðs Anna Rut sé með meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og hafi frá árinu 2021 starfað hjá umboðsmanni Alþingis, lengst af sem skrifstofustjóri kvartanasviðs. Á árunum 2014 til 2019 hafi hún starfað sem lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis og leyst tímabundið af sem lögfræðingur við Mannréttindadómstól Evrópu. Þá hafi Anna Rut starfað sem lögfræðingur í forsætisráðuneytinu 2020 til 2021 og á skrifstofu rektors Háskóla Íslands 2019 til 2020 auk þess að sitja í úrskurðarnefnd velferðarmála árin 2020 til 2021. Anna Rut hafi undanfarin ár sinnt stundakennslu, meðal annars í stjórnsýslurétti, opinberri stjórnsýslu og starfsmannarétti á grunn- og meistarastigi við lagadeild og stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og lagadeild Háskólans í Reykjavík. Skrifstofustjóri hjá borginni Anna Sigrún sé með BS próf í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík auk þess sem hún hafi stundað nám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Hún hafi síðustu ár verið skrifstofustjóri öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg en áður hafi hún starfað sem framkvæmdastjóri, aðstoðarmaður forstjóra, fjármálaráðgjafi og hjúkrunarfræðingur á Landspítala. Anna Sigrún hafi einnig verið aðstoðarmaður félags- og tryggingamálaráðherra 2009 til 2011 og aðstoðarmaður velferðarráðherra 2011 til 2013. Þar áður hafi hún starfað sem hjúkrunarfræðingur í Stokkhólmi og víðar og rekið meðal annars eigið fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu í Reykjavík. Orkuverkfræðingur frá Landsvirkjun Sveinbjörn sé með BSc gráður í eðlisfræði og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands, MSc gráðu í orkuverkfræði frá ETH í Zürich og alþjóðlega IMPA vottun í verkefnastjórnun. Hann hafi starfað hjá Landsvirkjun frá árinu 2015, síðast sem forstöðumaður verkefnaþróunar á sviði viðskiptaþróunar og nýsköpunar. Áður hafi hann sinnt alþjóðlegri viðskiptaþróun og viðskiptagreiningu hjá fyrirtækinu. Í störfum sínum hjá Landsvirkjun hafi hann meðal annars leitt stefnumótun um alþjóðlega starfsemi fyrirtækisins, farið fyrir samningaviðræðum við nýja viðskiptavini og stýrt verkefnum sem snúa að orkuskiptum í íslensku atvinnulífi. Aðstoðarmenn síðustu ríkisstjórnar, seinna ráðuneytis Bjarna Benediktssonar, voru þær Anna Lísa Björnsdóttir, Áslaug María Friðriksdóttir og Dagný Jónsdóttir. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Vistaskipti Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fleiri fréttir Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að Anna Rut muni sinna almennri samhæfingu og Anna Sigrún verði ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í velferðarmálum með áherslu á samhæfingu verkefna velferðarþjónustunnar. Þær hafi báðar hafið störf. Sveinbjörn muni vinna að samhæfingu á sviði atvinnustefnu og loftslagsmála og hefji störf á næstu mánuðum. Skrifstofustjóri kvartanasviðs Anna Rut sé með meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og hafi frá árinu 2021 starfað hjá umboðsmanni Alþingis, lengst af sem skrifstofustjóri kvartanasviðs. Á árunum 2014 til 2019 hafi hún starfað sem lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis og leyst tímabundið af sem lögfræðingur við Mannréttindadómstól Evrópu. Þá hafi Anna Rut starfað sem lögfræðingur í forsætisráðuneytinu 2020 til 2021 og á skrifstofu rektors Háskóla Íslands 2019 til 2020 auk þess að sitja í úrskurðarnefnd velferðarmála árin 2020 til 2021. Anna Rut hafi undanfarin ár sinnt stundakennslu, meðal annars í stjórnsýslurétti, opinberri stjórnsýslu og starfsmannarétti á grunn- og meistarastigi við lagadeild og stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og lagadeild Háskólans í Reykjavík. Skrifstofustjóri hjá borginni Anna Sigrún sé með BS próf í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík auk þess sem hún hafi stundað nám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Hún hafi síðustu ár verið skrifstofustjóri öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg en áður hafi hún starfað sem framkvæmdastjóri, aðstoðarmaður forstjóra, fjármálaráðgjafi og hjúkrunarfræðingur á Landspítala. Anna Sigrún hafi einnig verið aðstoðarmaður félags- og tryggingamálaráðherra 2009 til 2011 og aðstoðarmaður velferðarráðherra 2011 til 2013. Þar áður hafi hún starfað sem hjúkrunarfræðingur í Stokkhólmi og víðar og rekið meðal annars eigið fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu í Reykjavík. Orkuverkfræðingur frá Landsvirkjun Sveinbjörn sé með BSc gráður í eðlisfræði og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands, MSc gráðu í orkuverkfræði frá ETH í Zürich og alþjóðlega IMPA vottun í verkefnastjórnun. Hann hafi starfað hjá Landsvirkjun frá árinu 2015, síðast sem forstöðumaður verkefnaþróunar á sviði viðskiptaþróunar og nýsköpunar. Áður hafi hann sinnt alþjóðlegri viðskiptaþróun og viðskiptagreiningu hjá fyrirtækinu. Í störfum sínum hjá Landsvirkjun hafi hann meðal annars leitt stefnumótun um alþjóðlega starfsemi fyrirtækisins, farið fyrir samningaviðræðum við nýja viðskiptavini og stýrt verkefnum sem snúa að orkuskiptum í íslensku atvinnulífi. Aðstoðarmenn síðustu ríkisstjórnar, seinna ráðuneytis Bjarna Benediktssonar, voru þær Anna Lísa Björnsdóttir, Áslaug María Friðriksdóttir og Dagný Jónsdóttir.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Vistaskipti Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fleiri fréttir Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent