„Ég get horft í augun á ykkur“ Árni Sæberg skrifar 24. janúar 2025 16:54 Kristófer Már, til hægri, segist vel geta horft í augum á Haraldi Frey og öðrum kennurum. Vísir Þriggja barna faðir segist vel geta horft í augun á kennurum barna sinna og sagst gera það sem hann telji réttast til að verja hagsmuni barna sinna. Formaður Félags leikskólakennara sagðist í gær efast um að foreldrar, sem hafa stefnt Kennarasambandi Íslands, gætu horft í augu kennara barna sinna. Í gær var greint frá því að hópur foreldra leikskólabarna hefði stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir teldu aðgerðirnar ólöglegar. Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, sagði kæru foreldrahóps leikskólabarna vera aðför að kennurum barna þeirra. Foreldrahópurinn væri með þessu að gera tilraun til að svipta kennara þeim lagalega neyðarrétti að geta barist fyrir bættum kjörum. Hann sagði vegferðina „sérstaka“ og „skrýtna“ og að hún væri foreldrahópnum til skammar og minnkunar. Hann vissi ekki hvernig þeir ætluðu að horfa í augun á kennurum barna sinna eftir kæruna. Haraldur sagðist hafa heyrt í mörgum og vonbrigðunum, sem kennararnir upplifi, yrði vart lýst með orðum. Haraldi svarað fullum hálsi Kristófer Már Maronsson, starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sá ástæðu til þess að svara Haraldi í aðsendri grein hér á Vísi, sem hefur vakið talsverða athygli. „Stefna foreldra snýst ekki um að mótmæla kjaradeilu kennara, ekki að því að svipta kennara verkfallsrétti og er ekki aðför gegn kennurum,“ segir Kristófer Már. Hann hafi reynt að tjá sig sem minnst um verkfallsaðgerðir KÍ undanfarna mánuði enda sé erfitt að koma orðum að svo viðkvæmu máli án þess að þau verði toguð úr samhengi eða misskilin. „Nú get ég ekki lengur orða bundist.“ Vonar að Haraldur sé ekki haldinn einbeittum brotavilja Kristófer Már segir Harald telja hóp foreldra verða sér til skammar og minnkunnar með stefnu sem hann segi aðför að kennurum og tilraun til þess að svipta kennurum þeim lagalega neyðarrétti að geta barist fyrir bættum kjörum. Lengra frá sannleikanum gætu staðreyndir málsins ekki verið og hann voni að það sé ekki einbeittur brotavilji Haraldar að reyna að etja saman kennurum og foreldrum. Kennarar og foreldrar séu saman í liði, en þó geti liðsmenn deilt. „Til allrar hamingju búum við í réttarríki þar sem hægt er að fá skorið úr því fyrir dómstólum hvort lögum sé fylgt. Nú er verið að láta reyna á lögmæti verkfallsaðgerða KÍ í fjórum leikskólum, því margt bendir til þess að ekki sé yfir allan vafa hafið að rétt hafi verið staðið að verkfallinu.“ Látið reyna á hvort sveitarfélögin séu vinnuveitendur Kristófer Már vísar í 18. grein laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna, þar sem segir: „Boðað verkfall tekur til allra starfsmanna í viðkomandi stéttarfélagi hjá þeim vinnuveitendum sem verkfall beinist gegn, annarra en þeirra sem óheimilt er að leggja niður störf samkvæmt lögum þessum.“ Í greinargerð með frumvarpinu sem varð að lögum geri löggjafinn nánari grein fyrir vilja sínum og þar segi meðal annars: „Fyrri málsgrein þessarar greinar kveður á um að verkfall taki til allra starfsmanna, þ.e. að allsherjarverkfall verði í viðkomandi stéttarfélagi.“ Starfsfólk opinberra leik- og grunnskóla sé alla jafna með vinnuveitendasamband við sveitarfélagið sem það starfar í, ólíkt ríkisstofnunum þar sem sambandið sé beint við stofnunina sem einnig hafi eigin kennitölu. Á þetta sé meðal annars verið að láta reyna fyrir dómstólum — hvort sveitarfélögin séu vinnuveitendur eða einstaka starfsstöðvar þeirra. Hefði ekki þurft að koma til stefnunnar Kristófer Már segir að til stefnunnar hefði ekki þurft að koma af hálfu foreldra. Samband íslenskra sveitarfélaga hafi brugðist með því að láta ekki sjálf reyna á þetta. Þess megi geta að SÍS sé einnig stefnt, ekki eingöngu KÍ. Það sé öflugur hópur fólks sem hafi lagt mikinn tíma og undirbúningsvinnu í þetta mál og þau eigi heiður skilið fyrir að taka af skarið fyrir nokkrum mánuðum. „Stefnan er nefnilega engin aðför gegn kennurum, ég væri ekki tilbúinn að taka þátt í slíkri aðför. Stefnunni fylgir heldur engin heift foreldra í garð kennara. Oft er mikilvægt að láta skera úr um vafamál. Ég tel þetta vera eitt af þeim málum því niðurstaðan hefur fordæmisgildi. Okkur foreldrum ber frumskylda að hugsa um börnin okkar. Það er ekki réttlætanlegt að börn í 4 leikskólum af 270, og nú bráðlega í 14 af 270, þurfi að bera skaðann af kjaradeilu sem þau hafa enga aðkomu að. Reynt er á hvort það sé andstætt lögum.“ Ekkert menntakerfi án kennara Hann segir foreldra vilja öfluga leikskóla og skóla, með öflugum mannauði sem sé ánægður með sín kjör. Öflugt menntakerfi sé einn af hornsteinum samfélaga. Án kennara verði ekkert menntakerfi. „Það liggur í augum uppi að ná þarf samningum. Kennaraskortur á öllum skólastigum bendir til þess að þegar kemur að kjörum séu þau ekki fullnægjandi til að framboð og eftirspurn nái jafnvægi. Það á við um fleiri stéttir, sérstaklega á opinberum markaði. Það er eðlilegt að aðilar í kjaradeilum beiti þvingunarúrræðum, s.s. verkföllum, þegar ekki nást samningar.“ Það sé lýðræðislegur réttur borgaranna að fá úr því skorið hvort verið sé að ganga á rétt þeirra eða hvort aðrir beiti rétti sínum gagnvart þeim með löglegum hætti. „Það að tala niður til fólks sem nýtir sér þann rétt er grafalvarlegt og grefur undan réttarríkinu og lýðræðinu ef það fær að viðgangast óátalið.“ Krafan alls ekki að kennarar missi verkfallsrétt Kristófer Már segir að eðlilega treysti kennarar upplýsingum sem þeir fá frá sínu stéttarfélagi og kjósi í góðri trú um að þeir séu löglega að berjast fyrir kröfum sínum. „Með stefnunni er engan veginn verið að gefa annað í skyn. Það er ekki gerð sú krafa að kennarar fái ekki kjarabætur eða að deilan hætti. Fallist dómstólar á kröfur okkar þýðir það heldur ekki að kennarar eða aðrir opinberir starfsmenn missi sinn verkfallsrétt. Rétturinn til verkfalls er skýr, en það er ekki sama hvernig vopninu er beitt. Krafan er að vopninu sé beitt með réttmætum hætti. Ég tel ekki að KÍ hafi ætlað sér að brjóta lög, verði það niðurstaðan. Það er margoft sem venjulegt fólk brýtur lög án ásetnings, í góðri trú. Gleymum því ekki að enginn er fullkominn - ekki einu sinni verkalýðsleiðtogar.“ Krafa kennara umfram aðrar en ekki án innistæðu Loks segir hann að hann sé gríðarlega þakklátur fyrir þá kennara og annað starfsfólk sem hafi tekið börnum hans þremur opnum örmum. Þau séu stórkostleg og börnin hans væru ekki þau sem þau eru á þeirra. Það sama eigi við um kennarana hans í gegnum tíðina. „Ég get horft í augun á ykkur og sagt: Ég er að gera það sem ég tel réttast til að verja hagsmuni barnanna minna, en á sama tíma þá vona ég að þið fáið niðurstöðu í ykkar kjaradeilu sem þið eruð sátt við - það eru sömuleiðis hagsmunir barnanna minna. Frá mínum bæjardyrum séð er undirliggjandi krafa kennara þjóðarsátt um kaupmáttaraukningu umfram aðra samfélagshópa og ég tel tímabært að forsvarsmenn kennara viðurkenni það. Ég tel slíka kröfu ekki innistæðulausa, en það eru mörg horn sem þarf að líta í samhliða. Um þjóðarsátt verður þó ekki samið milli KÍ og SÍS. Ótímabundin verkföll í nokkrum leikskólum breyta engu þar um. Stjórnvöld, stéttarfélög og atvinnulíf þurfa að eiga það samtal, helst í gær.“ Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Leikskólar Kjaramál Börn og uppeldi Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Í gær var greint frá því að hópur foreldra leikskólabarna hefði stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir teldu aðgerðirnar ólöglegar. Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, sagði kæru foreldrahóps leikskólabarna vera aðför að kennurum barna þeirra. Foreldrahópurinn væri með þessu að gera tilraun til að svipta kennara þeim lagalega neyðarrétti að geta barist fyrir bættum kjörum. Hann sagði vegferðina „sérstaka“ og „skrýtna“ og að hún væri foreldrahópnum til skammar og minnkunar. Hann vissi ekki hvernig þeir ætluðu að horfa í augun á kennurum barna sinna eftir kæruna. Haraldur sagðist hafa heyrt í mörgum og vonbrigðunum, sem kennararnir upplifi, yrði vart lýst með orðum. Haraldi svarað fullum hálsi Kristófer Már Maronsson, starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sá ástæðu til þess að svara Haraldi í aðsendri grein hér á Vísi, sem hefur vakið talsverða athygli. „Stefna foreldra snýst ekki um að mótmæla kjaradeilu kennara, ekki að því að svipta kennara verkfallsrétti og er ekki aðför gegn kennurum,“ segir Kristófer Már. Hann hafi reynt að tjá sig sem minnst um verkfallsaðgerðir KÍ undanfarna mánuði enda sé erfitt að koma orðum að svo viðkvæmu máli án þess að þau verði toguð úr samhengi eða misskilin. „Nú get ég ekki lengur orða bundist.“ Vonar að Haraldur sé ekki haldinn einbeittum brotavilja Kristófer Már segir Harald telja hóp foreldra verða sér til skammar og minnkunnar með stefnu sem hann segi aðför að kennurum og tilraun til þess að svipta kennurum þeim lagalega neyðarrétti að geta barist fyrir bættum kjörum. Lengra frá sannleikanum gætu staðreyndir málsins ekki verið og hann voni að það sé ekki einbeittur brotavilji Haraldar að reyna að etja saman kennurum og foreldrum. Kennarar og foreldrar séu saman í liði, en þó geti liðsmenn deilt. „Til allrar hamingju búum við í réttarríki þar sem hægt er að fá skorið úr því fyrir dómstólum hvort lögum sé fylgt. Nú er verið að láta reyna á lögmæti verkfallsaðgerða KÍ í fjórum leikskólum, því margt bendir til þess að ekki sé yfir allan vafa hafið að rétt hafi verið staðið að verkfallinu.“ Látið reyna á hvort sveitarfélögin séu vinnuveitendur Kristófer Már vísar í 18. grein laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna, þar sem segir: „Boðað verkfall tekur til allra starfsmanna í viðkomandi stéttarfélagi hjá þeim vinnuveitendum sem verkfall beinist gegn, annarra en þeirra sem óheimilt er að leggja niður störf samkvæmt lögum þessum.“ Í greinargerð með frumvarpinu sem varð að lögum geri löggjafinn nánari grein fyrir vilja sínum og þar segi meðal annars: „Fyrri málsgrein þessarar greinar kveður á um að verkfall taki til allra starfsmanna, þ.e. að allsherjarverkfall verði í viðkomandi stéttarfélagi.“ Starfsfólk opinberra leik- og grunnskóla sé alla jafna með vinnuveitendasamband við sveitarfélagið sem það starfar í, ólíkt ríkisstofnunum þar sem sambandið sé beint við stofnunina sem einnig hafi eigin kennitölu. Á þetta sé meðal annars verið að láta reyna fyrir dómstólum — hvort sveitarfélögin séu vinnuveitendur eða einstaka starfsstöðvar þeirra. Hefði ekki þurft að koma til stefnunnar Kristófer Már segir að til stefnunnar hefði ekki þurft að koma af hálfu foreldra. Samband íslenskra sveitarfélaga hafi brugðist með því að láta ekki sjálf reyna á þetta. Þess megi geta að SÍS sé einnig stefnt, ekki eingöngu KÍ. Það sé öflugur hópur fólks sem hafi lagt mikinn tíma og undirbúningsvinnu í þetta mál og þau eigi heiður skilið fyrir að taka af skarið fyrir nokkrum mánuðum. „Stefnan er nefnilega engin aðför gegn kennurum, ég væri ekki tilbúinn að taka þátt í slíkri aðför. Stefnunni fylgir heldur engin heift foreldra í garð kennara. Oft er mikilvægt að láta skera úr um vafamál. Ég tel þetta vera eitt af þeim málum því niðurstaðan hefur fordæmisgildi. Okkur foreldrum ber frumskylda að hugsa um börnin okkar. Það er ekki réttlætanlegt að börn í 4 leikskólum af 270, og nú bráðlega í 14 af 270, þurfi að bera skaðann af kjaradeilu sem þau hafa enga aðkomu að. Reynt er á hvort það sé andstætt lögum.“ Ekkert menntakerfi án kennara Hann segir foreldra vilja öfluga leikskóla og skóla, með öflugum mannauði sem sé ánægður með sín kjör. Öflugt menntakerfi sé einn af hornsteinum samfélaga. Án kennara verði ekkert menntakerfi. „Það liggur í augum uppi að ná þarf samningum. Kennaraskortur á öllum skólastigum bendir til þess að þegar kemur að kjörum séu þau ekki fullnægjandi til að framboð og eftirspurn nái jafnvægi. Það á við um fleiri stéttir, sérstaklega á opinberum markaði. Það er eðlilegt að aðilar í kjaradeilum beiti þvingunarúrræðum, s.s. verkföllum, þegar ekki nást samningar.“ Það sé lýðræðislegur réttur borgaranna að fá úr því skorið hvort verið sé að ganga á rétt þeirra eða hvort aðrir beiti rétti sínum gagnvart þeim með löglegum hætti. „Það að tala niður til fólks sem nýtir sér þann rétt er grafalvarlegt og grefur undan réttarríkinu og lýðræðinu ef það fær að viðgangast óátalið.“ Krafan alls ekki að kennarar missi verkfallsrétt Kristófer Már segir að eðlilega treysti kennarar upplýsingum sem þeir fá frá sínu stéttarfélagi og kjósi í góðri trú um að þeir séu löglega að berjast fyrir kröfum sínum. „Með stefnunni er engan veginn verið að gefa annað í skyn. Það er ekki gerð sú krafa að kennarar fái ekki kjarabætur eða að deilan hætti. Fallist dómstólar á kröfur okkar þýðir það heldur ekki að kennarar eða aðrir opinberir starfsmenn missi sinn verkfallsrétt. Rétturinn til verkfalls er skýr, en það er ekki sama hvernig vopninu er beitt. Krafan er að vopninu sé beitt með réttmætum hætti. Ég tel ekki að KÍ hafi ætlað sér að brjóta lög, verði það niðurstaðan. Það er margoft sem venjulegt fólk brýtur lög án ásetnings, í góðri trú. Gleymum því ekki að enginn er fullkominn - ekki einu sinni verkalýðsleiðtogar.“ Krafa kennara umfram aðrar en ekki án innistæðu Loks segir hann að hann sé gríðarlega þakklátur fyrir þá kennara og annað starfsfólk sem hafi tekið börnum hans þremur opnum örmum. Þau séu stórkostleg og börnin hans væru ekki þau sem þau eru á þeirra. Það sama eigi við um kennarana hans í gegnum tíðina. „Ég get horft í augun á ykkur og sagt: Ég er að gera það sem ég tel réttast til að verja hagsmuni barnanna minna, en á sama tíma þá vona ég að þið fáið niðurstöðu í ykkar kjaradeilu sem þið eruð sátt við - það eru sömuleiðis hagsmunir barnanna minna. Frá mínum bæjardyrum séð er undirliggjandi krafa kennara þjóðarsátt um kaupmáttaraukningu umfram aðra samfélagshópa og ég tel tímabært að forsvarsmenn kennara viðurkenni það. Ég tel slíka kröfu ekki innistæðulausa, en það eru mörg horn sem þarf að líta í samhliða. Um þjóðarsátt verður þó ekki samið milli KÍ og SÍS. Ótímabundin verkföll í nokkrum leikskólum breyta engu þar um. Stjórnvöld, stéttarfélög og atvinnulíf þurfa að eiga það samtal, helst í gær.“
Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Leikskólar Kjaramál Börn og uppeldi Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira