Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2025 17:07 Frá baráttu- og samstöðufundi kennarasambands Íslands í nóvember. Vísir/Anton Samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna við ríki og sveitarfélög. Í ályktun frá samninganefndanna segir að viðhorf launagreiðenda í viðræðunum birtist sem virðingarleysi í garð kennara. Samninganefndirnar skora á nýkjörna ríkisstjórn að „standa við orð sín“ fyrir þingkosningarnar og binda enda á deilu KÍ við ríki og sveitarfélög. Ályktun samninganefndanna var samþykkt á fundi nefndanna í dag en þar fór Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, yfir stöðuna í kjaradeilunni. Í henni segir að skýrar vísbendingar liggi fyrir um kerfislægan og ómálefnalegan mun á launum sérfræðinga í fræðslustarfsemi á opinberum markaði og sérfræðinga á almennum markaði. Þá segir að í samkomulagi frá 2016 liggi fyrir loforð opinberra launagreiðenda um að jafna þennan mun á sex til tíu árum. „Samninganefndir allra aðildarfélaga hafa lýst því yfir að í yfirstandandi kjaraviðræðum sé algert forgangsatriði að við þetta verði staðið. Þannig verði kjarasamningar allra félaga að innibera skuldbindingu launagreiðenda og áætlun um hvernig jöfnun launa skuli náð á næstu árum. Þessi krafa stendur enn óhögguð.“ Ályktunina í heild má lesa hér að neðan. Fundur samninganefnda allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands, haldinn í Borgartúni 30 föstudaginn 24. janúar 2025, samþykkir eftirfarandi ályktun: Samninganefndir allra aðildarfélaga KÍ lýsa miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna við ríki og sveitarfélög. Skýrar vísbendingar liggja fyrir um kerfislægan og ómálefnalegan mun á launum sérfræðinga í fræðslustarfsemi á opinberum markaði og sérfræðinga á almennum markaði. Í samkomulagi frá 2016 liggja fyrir loforð opinberra launagreiðenda um að jafna þennan mun á 6 til 10 árum. Samninganefndir allra aðildarfélaga hafa lýst því yfir að í yfirstandandi kjaraviðræðum sé algert forgangsatriði að við þetta verði staðið. Þannig verði kjarasamningar allra félaga að innibera skuldbindingu launagreiðenda og áætlun um hvernig jöfnun launa skuli náð á næstu árum. Þessi krafa stendur enn óhögguð. Viðhorf launagreiðenda í kjaraviðræðunum birtist ekki aðeins sem virðingarleysi við kennarastéttina í heild heldur einnig sem virðingarleysi við hlutverk kennarastéttarinnar sem er að tryggja börnum okkar bestu menntun sem völ er á. Börn eiga rétt á að njóta fagmennsku og stöðugleika á skólagöngu sinni. Fyrir hönd þeirra tólf þúsund félagsmanna sem saman mynda Kennarasamband Íslands skora samninganefndirnar á nýkjörna ríkisstjórn að standa við orð sín í aðdraganda kosninga og leiða þessa deilu til farsælla lykta. Nú er tíminn til að fjárfesta í kennurum. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir „Ég get horft í augun á ykkur“ Þriggja barna faðir segist vel geta horft í augun á kennurum barna sinna og sagst gera það sem hann telji réttast til að verja hagsmuni barna sinna. Formaður Félags leikskólakennara sagðist í gær efast um að foreldrar, sem hafa stefnt Kennarasambandi Íslands, gætu horft í augu kennara barna sinna. 24. janúar 2025 16:54 Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands hafa verið boðaðar til stöðufundar í húskynnum Kennarasambandsins eftir hádegi. Algjör pattstaða er uppi í kjaraviðræðum kennara og sveitarfélaga. Formaður Kennarasambandsins vonar að skýrari mynd fáist af afstöðu félagsfólks að loknum fundi. 24. janúar 2025 11:53 „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög eru komnar stál í stál og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir viðræðurnar á endastöð og stranda á kröfum um miklar launahækkanir. 23. janúar 2025 20:31 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Samninganefndirnar skora á nýkjörna ríkisstjórn að „standa við orð sín“ fyrir þingkosningarnar og binda enda á deilu KÍ við ríki og sveitarfélög. Ályktun samninganefndanna var samþykkt á fundi nefndanna í dag en þar fór Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, yfir stöðuna í kjaradeilunni. Í henni segir að skýrar vísbendingar liggi fyrir um kerfislægan og ómálefnalegan mun á launum sérfræðinga í fræðslustarfsemi á opinberum markaði og sérfræðinga á almennum markaði. Þá segir að í samkomulagi frá 2016 liggi fyrir loforð opinberra launagreiðenda um að jafna þennan mun á sex til tíu árum. „Samninganefndir allra aðildarfélaga hafa lýst því yfir að í yfirstandandi kjaraviðræðum sé algert forgangsatriði að við þetta verði staðið. Þannig verði kjarasamningar allra félaga að innibera skuldbindingu launagreiðenda og áætlun um hvernig jöfnun launa skuli náð á næstu árum. Þessi krafa stendur enn óhögguð.“ Ályktunina í heild má lesa hér að neðan. Fundur samninganefnda allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands, haldinn í Borgartúni 30 föstudaginn 24. janúar 2025, samþykkir eftirfarandi ályktun: Samninganefndir allra aðildarfélaga KÍ lýsa miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna við ríki og sveitarfélög. Skýrar vísbendingar liggja fyrir um kerfislægan og ómálefnalegan mun á launum sérfræðinga í fræðslustarfsemi á opinberum markaði og sérfræðinga á almennum markaði. Í samkomulagi frá 2016 liggja fyrir loforð opinberra launagreiðenda um að jafna þennan mun á 6 til 10 árum. Samninganefndir allra aðildarfélaga hafa lýst því yfir að í yfirstandandi kjaraviðræðum sé algert forgangsatriði að við þetta verði staðið. Þannig verði kjarasamningar allra félaga að innibera skuldbindingu launagreiðenda og áætlun um hvernig jöfnun launa skuli náð á næstu árum. Þessi krafa stendur enn óhögguð. Viðhorf launagreiðenda í kjaraviðræðunum birtist ekki aðeins sem virðingarleysi við kennarastéttina í heild heldur einnig sem virðingarleysi við hlutverk kennarastéttarinnar sem er að tryggja börnum okkar bestu menntun sem völ er á. Börn eiga rétt á að njóta fagmennsku og stöðugleika á skólagöngu sinni. Fyrir hönd þeirra tólf þúsund félagsmanna sem saman mynda Kennarasamband Íslands skora samninganefndirnar á nýkjörna ríkisstjórn að standa við orð sín í aðdraganda kosninga og leiða þessa deilu til farsælla lykta. Nú er tíminn til að fjárfesta í kennurum.
Fundur samninganefnda allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands, haldinn í Borgartúni 30 föstudaginn 24. janúar 2025, samþykkir eftirfarandi ályktun: Samninganefndir allra aðildarfélaga KÍ lýsa miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna við ríki og sveitarfélög. Skýrar vísbendingar liggja fyrir um kerfislægan og ómálefnalegan mun á launum sérfræðinga í fræðslustarfsemi á opinberum markaði og sérfræðinga á almennum markaði. Í samkomulagi frá 2016 liggja fyrir loforð opinberra launagreiðenda um að jafna þennan mun á 6 til 10 árum. Samninganefndir allra aðildarfélaga hafa lýst því yfir að í yfirstandandi kjaraviðræðum sé algert forgangsatriði að við þetta verði staðið. Þannig verði kjarasamningar allra félaga að innibera skuldbindingu launagreiðenda og áætlun um hvernig jöfnun launa skuli náð á næstu árum. Þessi krafa stendur enn óhögguð. Viðhorf launagreiðenda í kjaraviðræðunum birtist ekki aðeins sem virðingarleysi við kennarastéttina í heild heldur einnig sem virðingarleysi við hlutverk kennarastéttarinnar sem er að tryggja börnum okkar bestu menntun sem völ er á. Börn eiga rétt á að njóta fagmennsku og stöðugleika á skólagöngu sinni. Fyrir hönd þeirra tólf þúsund félagsmanna sem saman mynda Kennarasamband Íslands skora samninganefndirnar á nýkjörna ríkisstjórn að standa við orð sín í aðdraganda kosninga og leiða þessa deilu til farsælla lykta. Nú er tíminn til að fjárfesta í kennurum.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir „Ég get horft í augun á ykkur“ Þriggja barna faðir segist vel geta horft í augun á kennurum barna sinna og sagst gera það sem hann telji réttast til að verja hagsmuni barna sinna. Formaður Félags leikskólakennara sagðist í gær efast um að foreldrar, sem hafa stefnt Kennarasambandi Íslands, gætu horft í augu kennara barna sinna. 24. janúar 2025 16:54 Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands hafa verið boðaðar til stöðufundar í húskynnum Kennarasambandsins eftir hádegi. Algjör pattstaða er uppi í kjaraviðræðum kennara og sveitarfélaga. Formaður Kennarasambandsins vonar að skýrari mynd fáist af afstöðu félagsfólks að loknum fundi. 24. janúar 2025 11:53 „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög eru komnar stál í stál og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir viðræðurnar á endastöð og stranda á kröfum um miklar launahækkanir. 23. janúar 2025 20:31 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
„Ég get horft í augun á ykkur“ Þriggja barna faðir segist vel geta horft í augun á kennurum barna sinna og sagst gera það sem hann telji réttast til að verja hagsmuni barna sinna. Formaður Félags leikskólakennara sagðist í gær efast um að foreldrar, sem hafa stefnt Kennarasambandi Íslands, gætu horft í augu kennara barna sinna. 24. janúar 2025 16:54
Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands hafa verið boðaðar til stöðufundar í húskynnum Kennarasambandsins eftir hádegi. Algjör pattstaða er uppi í kjaraviðræðum kennara og sveitarfélaga. Formaður Kennarasambandsins vonar að skýrari mynd fáist af afstöðu félagsfólks að loknum fundi. 24. janúar 2025 11:53
„Við erum algjörlega komin á endastöð“ Kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög eru komnar stál í stál og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir viðræðurnar á endastöð og stranda á kröfum um miklar launahækkanir. 23. janúar 2025 20:31