Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar 24. janúar 2025 23:32 Ég var að fletta gegnum facebook í gær og rakst þá á eitt af fjölmörgum nafnlausum innleggjum í einum af þeim hópum sem ég er meðlimur í. Málshefjandi valdi nafnleysi þar sem umræðuefnið var að hennar mati viðkvæmt, líklegt til að valda deilum og hún jafnvel dæmd fyrir innleggið. Þetta viðkvæma málefni snerist um af hverju kennarar ættu að fá svona mikla launahækkun þegar væri fullt af öðrum stéttum með svipaða menntun og ábyrgð og ekki svona há laun. Í eitt augnablik íhugaði ég að svara þeim rangfærslum sem komu þarna fram (vísað í tölu sem hvergi hefur verið sagt að sé í kröfugerð kennara og fullyrt um vinnutíma sem er mjög auðvelt að sjá að stenst ekki skoðun hafi viðkomandi smá áhuga á að kynna sér málið). Ég valdi að fara ekki í það samtal en ákvað þó að kíkja á þær athugasemdir sem voru skrifaðar við færsluna. Það kom mér á óvart, á jákvæðan hátt, að nánast allar athugasemdirnar voru til að verja kennara og hvetja til þess að kjör þeirra yrðu bætt. Kona eftir konu skrifaði um mikilvægi þess að hafa færa fagmenntaða kennara í skólunum, ábyrgðina sem starfinu fylgir og launakjörin sem fæla réttindakennara frá starfinu. Þegar ég kom að síðustu athugasemdinni áttaði ég mig á að ég var með tár í augunum af gleði. Ég sem var svo viss um það fyrirfram að ég væri að fara að lesa eitthvað yfirdrull hef sjaldan verið jafn glöð að hafa rangt fyrir mér. Það er samt eitthvað skakkt við það að kennarar setji sig í varnarstöðu áður en lesnar eru umfjallanir um starfið því fólk er orðið svo vant því að fá einhvern skít og leiðindi yfir sig. Ég er ekki að segja að kennarar séu yfir gagnrýni hafnir, það má alltaf benda á það sem betur má fara. En það hlýtur að segja sig sjálft að ef vinnutíminn væri svona ótrúlega frábær (vinna hálfan daginn, frí hálft árið), launin væru svona ansi hreint passleg og starfið svona æðislega auðveld, þægileg og kósý innivinna þá stæðum við ekki frammi fyrir þeim skorti á fagmenntuðum kennurum sem er staðreynd núna og í nánustu framtíð. Nú á vorönn tók ég að mér að vera leiðsagnarkennari kennaranema á lokaári. Þegar ég sagði frá þessu í kringum mig stóð ekki á viðbrögðum: ͖Vill hún alveg verða kennari?” ͖Veit hún hvað hún er að fara út í?” og svo framvegis. Þegar ég svo sagði frá því að viðkomandi væri með nokkurra ára reynslu úr skólakerfinu þá breyttist tónninn aðeins: ͖Já, þannig að hún veit hvað hún er að fara út í, það hlaut að vera!” Eins og einungis þau sem vita nákvæmlega hvað þau eru að fara út í gætu mögulega hugsað sér að fara í háskólanám til að sinna þessu starfi. Ég er ennþá á þeim stað að mig langar að fara í vinnuna á morgnana, mér þykir óendanlega vænt um börnin sem ég kenni og fátt veitir mér meiri gleði en að sjá framfarir hjá nemendum. Eftir að hafa sinnt stjórnunarstöðum innan míns skóla í nokkur ár fór ég aftur í kennslu því þar liggur hjartað. Ég vona að mér takist að smita þann áhuga í kennaranemann minn á þessari vorönn því við þurfum fleira fagmenntað fólk sem brennur fyrir þessu starfi. Mér hafa verið boðin ýmis önnur störf gegnum árin en ekkert sem hefur heillað nóg til að ég vilji skipta. Það veit hamingjan að launin eru ekki það sem heldur mér á þeim stað heldur nemendurnir. Ég veit hvað starfið mitt er mikils virði, það væri stórkostlegt ef stjórnvöld sæju það líka áður en það verður of seint. Höfundur er kennslukona í grunnskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Ég var að fletta gegnum facebook í gær og rakst þá á eitt af fjölmörgum nafnlausum innleggjum í einum af þeim hópum sem ég er meðlimur í. Málshefjandi valdi nafnleysi þar sem umræðuefnið var að hennar mati viðkvæmt, líklegt til að valda deilum og hún jafnvel dæmd fyrir innleggið. Þetta viðkvæma málefni snerist um af hverju kennarar ættu að fá svona mikla launahækkun þegar væri fullt af öðrum stéttum með svipaða menntun og ábyrgð og ekki svona há laun. Í eitt augnablik íhugaði ég að svara þeim rangfærslum sem komu þarna fram (vísað í tölu sem hvergi hefur verið sagt að sé í kröfugerð kennara og fullyrt um vinnutíma sem er mjög auðvelt að sjá að stenst ekki skoðun hafi viðkomandi smá áhuga á að kynna sér málið). Ég valdi að fara ekki í það samtal en ákvað þó að kíkja á þær athugasemdir sem voru skrifaðar við færsluna. Það kom mér á óvart, á jákvæðan hátt, að nánast allar athugasemdirnar voru til að verja kennara og hvetja til þess að kjör þeirra yrðu bætt. Kona eftir konu skrifaði um mikilvægi þess að hafa færa fagmenntaða kennara í skólunum, ábyrgðina sem starfinu fylgir og launakjörin sem fæla réttindakennara frá starfinu. Þegar ég kom að síðustu athugasemdinni áttaði ég mig á að ég var með tár í augunum af gleði. Ég sem var svo viss um það fyrirfram að ég væri að fara að lesa eitthvað yfirdrull hef sjaldan verið jafn glöð að hafa rangt fyrir mér. Það er samt eitthvað skakkt við það að kennarar setji sig í varnarstöðu áður en lesnar eru umfjallanir um starfið því fólk er orðið svo vant því að fá einhvern skít og leiðindi yfir sig. Ég er ekki að segja að kennarar séu yfir gagnrýni hafnir, það má alltaf benda á það sem betur má fara. En það hlýtur að segja sig sjálft að ef vinnutíminn væri svona ótrúlega frábær (vinna hálfan daginn, frí hálft árið), launin væru svona ansi hreint passleg og starfið svona æðislega auðveld, þægileg og kósý innivinna þá stæðum við ekki frammi fyrir þeim skorti á fagmenntuðum kennurum sem er staðreynd núna og í nánustu framtíð. Nú á vorönn tók ég að mér að vera leiðsagnarkennari kennaranema á lokaári. Þegar ég sagði frá þessu í kringum mig stóð ekki á viðbrögðum: ͖Vill hún alveg verða kennari?” ͖Veit hún hvað hún er að fara út í?” og svo framvegis. Þegar ég svo sagði frá því að viðkomandi væri með nokkurra ára reynslu úr skólakerfinu þá breyttist tónninn aðeins: ͖Já, þannig að hún veit hvað hún er að fara út í, það hlaut að vera!” Eins og einungis þau sem vita nákvæmlega hvað þau eru að fara út í gætu mögulega hugsað sér að fara í háskólanám til að sinna þessu starfi. Ég er ennþá á þeim stað að mig langar að fara í vinnuna á morgnana, mér þykir óendanlega vænt um börnin sem ég kenni og fátt veitir mér meiri gleði en að sjá framfarir hjá nemendum. Eftir að hafa sinnt stjórnunarstöðum innan míns skóla í nokkur ár fór ég aftur í kennslu því þar liggur hjartað. Ég vona að mér takist að smita þann áhuga í kennaranemann minn á þessari vorönn því við þurfum fleira fagmenntað fólk sem brennur fyrir þessu starfi. Mér hafa verið boðin ýmis önnur störf gegnum árin en ekkert sem hefur heillað nóg til að ég vilji skipta. Það veit hamingjan að launin eru ekki það sem heldur mér á þeim stað heldur nemendurnir. Ég veit hvað starfið mitt er mikils virði, það væri stórkostlegt ef stjórnvöld sæju það líka áður en það verður of seint. Höfundur er kennslukona í grunnskóla
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun