Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Jón Þór Stefánsson skrifar 25. janúar 2025 12:25 Ásgeir H. Ingólfsson er látinn eftir baráttu við krabbamein. Akureyrski blaðamaðurinn og skáldið Ásgeir H. Ingólfsson er látinn 48 ára að aldri. Hann lést í nótt eftir baráttu við krabbamein. Undanfarið hafði Ásgeir verið að skipuleggja viðburðinn Lífskviða sem var á dagskrá í sumarbústað skammt frá Kjarnaskógi í dag. Aðstandendur hans ætla að halda viðburðinn á tilsettum tíma, þrátt fyrir andlátið, og heiðra minningu Ásgeirs. Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og vinur Ásgeirs, segir í samtali við fréttastofu að þessi viðburður hafi haldið Ásgeiri gangandi síðustu dagana, að koma fólki saman. Það muni takast í kvöld og andi Ásgeirs muni svífa yfir vötnum. „Eftir að hafa ráðfært okkur við nánustu fjölskyldu og vini þá finnst okkur rétt og í anda Ásgeirs að halda viðburðinn. Honum var mjög tíðrætt um þetta og það minnsta sem við getum gert er að minnast hans,“ segir Valur. Að sögn Vals munu ýmsir listamenn koma fram og til dæmis lesa ljóð eftir Ásgeir og ljóð honum til heiðurs. „Labbaði út með dauðadóm á bakinu síðasta þriðjudag. Er búinn að fá niðurstöður varðandi krabbann. Örið á vélindanu hefur búið til svo mikið mein á lifrinni að þeir segja þetta ekki meðferðartækt. Vikur, mögulega mánuðir eftir,“ skrifaði Ásgeir í viðburðarlýsingu Lífskviðunnar á Facebook. Á viðburðinum verða bæði lesin ljóð eftir Ásgeir og til heiðurs honum. „Í þessari tímalínu. En þetta gerist allt of snemma í sögunni og ég veit að það er leið út úr þessu rugli. En þar til kraftaverkið gerist erum við nú á Akureyri að skipuleggja nokkurskonar lífskviðu, kviðu lífsins, með ljóðaupplestrum, tónlist, tölum, myndlist og fleiru. Það væri gaman að sjá ykkur frábæra fólk laugardaginn 25. janúar á Götu sólarinnar 6. Þetta er langleiðina út í Kjarnaskóg en nóg af fólki á bílum, reddast allt.“ Í viðburðarlýsingunni sagði líka að það væri opið hús milli tvö og fimm í dag, en þá væri „spjall og chill“ og síðan myndi formleg dagskrá hefjast klukkan sjö í kvöld. Andlát Akureyri Menning Ljóðlist Bókmenntir Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Blautir búkar og pylsupartí Menning Fleiri fréttir Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Undanfarið hafði Ásgeir verið að skipuleggja viðburðinn Lífskviða sem var á dagskrá í sumarbústað skammt frá Kjarnaskógi í dag. Aðstandendur hans ætla að halda viðburðinn á tilsettum tíma, þrátt fyrir andlátið, og heiðra minningu Ásgeirs. Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og vinur Ásgeirs, segir í samtali við fréttastofu að þessi viðburður hafi haldið Ásgeiri gangandi síðustu dagana, að koma fólki saman. Það muni takast í kvöld og andi Ásgeirs muni svífa yfir vötnum. „Eftir að hafa ráðfært okkur við nánustu fjölskyldu og vini þá finnst okkur rétt og í anda Ásgeirs að halda viðburðinn. Honum var mjög tíðrætt um þetta og það minnsta sem við getum gert er að minnast hans,“ segir Valur. Að sögn Vals munu ýmsir listamenn koma fram og til dæmis lesa ljóð eftir Ásgeir og ljóð honum til heiðurs. „Labbaði út með dauðadóm á bakinu síðasta þriðjudag. Er búinn að fá niðurstöður varðandi krabbann. Örið á vélindanu hefur búið til svo mikið mein á lifrinni að þeir segja þetta ekki meðferðartækt. Vikur, mögulega mánuðir eftir,“ skrifaði Ásgeir í viðburðarlýsingu Lífskviðunnar á Facebook. Á viðburðinum verða bæði lesin ljóð eftir Ásgeir og til heiðurs honum. „Í þessari tímalínu. En þetta gerist allt of snemma í sögunni og ég veit að það er leið út úr þessu rugli. En þar til kraftaverkið gerist erum við nú á Akureyri að skipuleggja nokkurskonar lífskviðu, kviðu lífsins, með ljóðaupplestrum, tónlist, tölum, myndlist og fleiru. Það væri gaman að sjá ykkur frábæra fólk laugardaginn 25. janúar á Götu sólarinnar 6. Þetta er langleiðina út í Kjarnaskóg en nóg af fólki á bílum, reddast allt.“ Í viðburðarlýsingunni sagði líka að það væri opið hús milli tvö og fimm í dag, en þá væri „spjall og chill“ og síðan myndi formleg dagskrá hefjast klukkan sjö í kvöld.
Andlát Akureyri Menning Ljóðlist Bókmenntir Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Blautir búkar og pylsupartí Menning Fleiri fréttir Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp