Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. janúar 2025 17:27 Stefán Teitur skoraði sitt fyrsta mark fyrir Preston í dag. Richard Sellers/Getty Images Stefán Teitur Þórðarson skoraði sitt fyrsta mark á Englandi þegar Preston North End vann mikilvægan 2-1 sigur á Middlesbrough í ensku B-deildinni. Þá skoraði Jón Daði Böðvarsson annan leikinn í röð fyrir Burton Albion í ensku C-deildinni. Stefán Teitur kominn á blað Stefán Teitur hóf leikinn á miðri miðju Preston og átti frábæran leik þær 60 mínútur sem hann spilaði. Hann kom sínum mönnum yfir á 28. mínútu eftir sendingu Milutin Osmajić. Staðan var 1-1 þegar Skagamaðurinn var tekinn af velli en Preston tókst að landa eins marks sigri, lokatölur 2-1 á Deepdale-vellinum í Preston. 😮💨#pnefc pic.twitter.com/4Erf2fUnl5— Preston North End FC (@pnefc) January 25, 2025 Preston er með 37 stig í 14. sæti að loknum 29 leikjum. Sjö stigum á eftir Middlesbrough sem er í 6. sæti ensku B-deildarinnar en liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil um sæti í úrvalsdeildinni. Guðlaugur Victor Pálsson átti fínan leik í miðverðinum hjá Plymouth Argyle sem náði 2-2 jafntefli á útivelli gegn Sunderland. Guðlaugur Victor og félagar eru í botnsæti deildarinnar með 22 stig. Arnór Sigurðsson var ekki í leikmannahópi Blackburn Rovers sem mátti þola 2-1 tap gegn Bristol City. Arnór er að glíma við meiðsli á læri. Jón Daði að njóta sín Jón Daði stimplaði sig inn með krafti þegar hann hjálpaði Burton að vinna sinn fyrsta leik síðan í byrjun desember með marki gegn Wigan Athletic. Hann hélt uppteknum hætti í dag og skoraði tvívegis í fyrri hálfleik þegar Burton tók á móti Rotherham. Some first period 🤩 #BAFC pic.twitter.com/4PAvpmwn8P— Burton Albion FC (@burtonalbionfc) January 25, 2025 Gestirnir skoruðu strax í upphafi leiks en Jón Daði svaraði skömmu síðar og bætti þriðja marki heimamanna við undir lok fyrri hálfleiks. Segja má að Burton hafi gert út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks áður en Rotherham minnkaði muninn í 4-2. Jón Daði var tekinn af velli á 87. mínútu og lauk leiknum með 4-2 sigri Burton sem er komið með 21 stig, sex stigum frá öruggu sæti. A four-midable performance to give us the W 😍#BAFC pic.twitter.com/e8HPXmnQel— Burton Albion FC (@burtonalbionfc) January 25, 2025 Benóný Breki Andrésson sat allan tímann á varamannabekk Stockport County sem vann 2-0 sigur á Crawley. Stockport er í 5. sæti með 44 stig að loknum 27 leikjum. Jason Daði Svanþórsson spilaði rúma klukkustund þegar Grimsby tapaði 3-0 fyrir Barrow í ensku D-deildinni. Grimsby er í 9. sæti með 38 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira
Stefán Teitur kominn á blað Stefán Teitur hóf leikinn á miðri miðju Preston og átti frábæran leik þær 60 mínútur sem hann spilaði. Hann kom sínum mönnum yfir á 28. mínútu eftir sendingu Milutin Osmajić. Staðan var 1-1 þegar Skagamaðurinn var tekinn af velli en Preston tókst að landa eins marks sigri, lokatölur 2-1 á Deepdale-vellinum í Preston. 😮💨#pnefc pic.twitter.com/4Erf2fUnl5— Preston North End FC (@pnefc) January 25, 2025 Preston er með 37 stig í 14. sæti að loknum 29 leikjum. Sjö stigum á eftir Middlesbrough sem er í 6. sæti ensku B-deildarinnar en liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil um sæti í úrvalsdeildinni. Guðlaugur Victor Pálsson átti fínan leik í miðverðinum hjá Plymouth Argyle sem náði 2-2 jafntefli á útivelli gegn Sunderland. Guðlaugur Victor og félagar eru í botnsæti deildarinnar með 22 stig. Arnór Sigurðsson var ekki í leikmannahópi Blackburn Rovers sem mátti þola 2-1 tap gegn Bristol City. Arnór er að glíma við meiðsli á læri. Jón Daði að njóta sín Jón Daði stimplaði sig inn með krafti þegar hann hjálpaði Burton að vinna sinn fyrsta leik síðan í byrjun desember með marki gegn Wigan Athletic. Hann hélt uppteknum hætti í dag og skoraði tvívegis í fyrri hálfleik þegar Burton tók á móti Rotherham. Some first period 🤩 #BAFC pic.twitter.com/4PAvpmwn8P— Burton Albion FC (@burtonalbionfc) January 25, 2025 Gestirnir skoruðu strax í upphafi leiks en Jón Daði svaraði skömmu síðar og bætti þriðja marki heimamanna við undir lok fyrri hálfleiks. Segja má að Burton hafi gert út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks áður en Rotherham minnkaði muninn í 4-2. Jón Daði var tekinn af velli á 87. mínútu og lauk leiknum með 4-2 sigri Burton sem er komið með 21 stig, sex stigum frá öruggu sæti. A four-midable performance to give us the W 😍#BAFC pic.twitter.com/e8HPXmnQel— Burton Albion FC (@burtonalbionfc) January 25, 2025 Benóný Breki Andrésson sat allan tímann á varamannabekk Stockport County sem vann 2-0 sigur á Crawley. Stockport er í 5. sæti með 44 stig að loknum 27 leikjum. Jason Daði Svanþórsson spilaði rúma klukkustund þegar Grimsby tapaði 3-0 fyrir Barrow í ensku D-deildinni. Grimsby er í 9. sæti með 38 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira