Enginn megi vera krýndur formaður Bjarki Sigurðsson skrifar 25. janúar 2025 19:03 Bryndís Haraldsdóttir og Diljá Mist Einarsdóttir eru báðar þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Ívar Fannar Spennan magnast fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins en þingmenn telja allar líkur á að barist verði um formannsembættið. Fyrsti frambjóðandinn mun tilkynna framboð sitt á morgun. Ljóst er að forysta Sjálfstæðisflokksins mun vera talsvert breytt frá því sem verið hefur eftir næsta landsfund. Bjarni Benediktsson og Þórdís Kolbrún hverfa á braut en Vilhjálmur Árnason hyggst reyndar sækjast eftir endurkjöri sem ritari. Ljóst þykir að Áslaug Arna bjóði sig fram til formanns á fundi á morgun. Guðrún Hafsteinsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson íhuga bæði formannsframboð og Guðlaugur segir stutt í að hann tilkynni um ákvörðun sína. Nokkur hafa verið orðuð við varaformannsembættið. Diljá eða Jens? Eða jafnvel Jón? Mest er rætt um Diljá Mist Einarsdóttur og Jens Garðar Helgason. Bæði íhuga nú stöðu sína en staðfesta ekkert í samtali við fréttastofu í dag. Nöfn Jóns Gunnarssonar og Guðrúnar Hafsteinsdóttur hafa einnig verið nefnd. Jón sagðist þó ekki hafa velt því fyrir sér þegar fréttastofa náði tali af honum. Fréttastofa hefur rætt við fleiri tengda flokknum í dag og flestir eru á sama máli. Það sé mjög ólíklegt að Áslaug verði ein í framboði til formanns. „Það er ekki mjög Sjálfstæðisflokkslegt þegar staðan er svona að við krýnum einhvern til formanns. Mér finnst bara mjög heilbrigt að við tökumst á um þetta og göngum síðan sameinuð út af flokksfundi,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Það er aldrei slæmt að takast á innan flokks og velja á milli manna. Við sjálfstæðismenn höfum verið þekktir fyrir það að vera iðulega með prófkjör. Þannig það er ekkert athugavert við það og bara mjög eðlilegt ef það er valið á milli fólks,“ segir Bryndís Haraldsdóttir, einnig þingmaður flokksins. Þrír líklegastir Bryndís segir línurnar vera að skýrast. „Mér finnst hljóðið í Guðlaugi Þór eins og það sé ólíklegra að hann fari í framboð en ekki. Fyrir fram hefði maður ekki átt von á því. Svo hefur maður heyrt að Guðrún Hafsteinsdóttir sé að íhuga framboð og það eru komnar áskoranir á hana. Þannig ég held að við séum að horfa á það að það geti í mesta lagi verið þessir þrír,“ segir Bryndís. Hér eru þau sem hafa verið orðuð við hin ýmsu embætti innan Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Grafík Diljá ætlar að nýta næstu daga í að meta stöðuna og ákveða svo hvort hún stefni á varaformennsku. „Auðvitað hlýtur landsfundurinn að horfa til þess að það sé einhver breidd í forystunni. Þannig maður þarf líka að taka það með í myndina. Það er meðal þess sem ég er að horfa á,“ segir Diljá. Þannig ef Guðlaugur fer ekki fram, þá ferð þú fram í varaformanninn? „Ég hef nú ekkert sett þetta nákvæmlega svona upp. Ég hef bara verið að heyra í flokksmönnum og fá að vita hvernig þeir eru stefndir fyrir landsfundi, hvað þeir eru að hugsa og sömuleiðis þeir heyrt í mér. Og hvort mínir kraftar gætu nýst þar með einhverjum hætti,“ segir Diljá. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Ljóst er að forysta Sjálfstæðisflokksins mun vera talsvert breytt frá því sem verið hefur eftir næsta landsfund. Bjarni Benediktsson og Þórdís Kolbrún hverfa á braut en Vilhjálmur Árnason hyggst reyndar sækjast eftir endurkjöri sem ritari. Ljóst þykir að Áslaug Arna bjóði sig fram til formanns á fundi á morgun. Guðrún Hafsteinsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson íhuga bæði formannsframboð og Guðlaugur segir stutt í að hann tilkynni um ákvörðun sína. Nokkur hafa verið orðuð við varaformannsembættið. Diljá eða Jens? Eða jafnvel Jón? Mest er rætt um Diljá Mist Einarsdóttur og Jens Garðar Helgason. Bæði íhuga nú stöðu sína en staðfesta ekkert í samtali við fréttastofu í dag. Nöfn Jóns Gunnarssonar og Guðrúnar Hafsteinsdóttur hafa einnig verið nefnd. Jón sagðist þó ekki hafa velt því fyrir sér þegar fréttastofa náði tali af honum. Fréttastofa hefur rætt við fleiri tengda flokknum í dag og flestir eru á sama máli. Það sé mjög ólíklegt að Áslaug verði ein í framboði til formanns. „Það er ekki mjög Sjálfstæðisflokkslegt þegar staðan er svona að við krýnum einhvern til formanns. Mér finnst bara mjög heilbrigt að við tökumst á um þetta og göngum síðan sameinuð út af flokksfundi,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Það er aldrei slæmt að takast á innan flokks og velja á milli manna. Við sjálfstæðismenn höfum verið þekktir fyrir það að vera iðulega með prófkjör. Þannig það er ekkert athugavert við það og bara mjög eðlilegt ef það er valið á milli fólks,“ segir Bryndís Haraldsdóttir, einnig þingmaður flokksins. Þrír líklegastir Bryndís segir línurnar vera að skýrast. „Mér finnst hljóðið í Guðlaugi Þór eins og það sé ólíklegra að hann fari í framboð en ekki. Fyrir fram hefði maður ekki átt von á því. Svo hefur maður heyrt að Guðrún Hafsteinsdóttir sé að íhuga framboð og það eru komnar áskoranir á hana. Þannig ég held að við séum að horfa á það að það geti í mesta lagi verið þessir þrír,“ segir Bryndís. Hér eru þau sem hafa verið orðuð við hin ýmsu embætti innan Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Grafík Diljá ætlar að nýta næstu daga í að meta stöðuna og ákveða svo hvort hún stefni á varaformennsku. „Auðvitað hlýtur landsfundurinn að horfa til þess að það sé einhver breidd í forystunni. Þannig maður þarf líka að taka það með í myndina. Það er meðal þess sem ég er að horfa á,“ segir Diljá. Þannig ef Guðlaugur fer ekki fram, þá ferð þú fram í varaformanninn? „Ég hef nú ekkert sett þetta nákvæmlega svona upp. Ég hef bara verið að heyra í flokksmönnum og fá að vita hvernig þeir eru stefndir fyrir landsfundi, hvað þeir eru að hugsa og sömuleiðis þeir heyrt í mér. Og hvort mínir kraftar gætu nýst þar með einhverjum hætti,“ segir Diljá.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira