Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Jón Þór Stefánsson skrifar 3. febrúar 2025 19:41 Guðlaugur Þór Þórðarsson hefur gengt nokkrum ráðherraembættum. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, ætlar ekki að sækjast eftir því að verða formaður Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi. Þetta kom fram í Kastljósi rétt í þessu. „Ég lít svo á, og það er mín niðurstaða, að við sem höfum verið að taka þátt í ákveðnum núningi lengi sem hefur sett mark sinn á flokkinn, að við höldum okkur til hlés. Ég ætla þess vegna að sýna það í verki, þó svo mig virkilega langi að taka þátt í þessari baráttu og treysti mér vel í það, þá ætla ég ekki að bjóða mig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á þessum landsfundi,“ sagði Guðlaugur í Kastljósi. Guðlaugur tók fram að hann væri ekki að stíga til hliðar. Hann væri nýkjörinn á þing og ætlaði að sinna því verkefni. Hins vegar sagðist hann, aðspurður um hvort hann hygðist fara í framboð í varaformann Sjálfstæðisflokksins, einungis vera búinn að velta fyrir sér formannssætinu. Átök innan flokksins Hann ræddi um átök innan Sjálfstæðisflokksins og fullyrti að það væri enginn vafi á því að þau hefðu skaðað flokkinn. „Við getum talað um það eins og það er. Mér finnst mikilvægt að við stígum skref og sýnum þjóðinni og okkur sjálfum að við viljum gera allt til að ná fyrri styrk, því það er svo sannarlega nauðsynlegt.“ Á meðal átaka innan Sjálfstæðisflokksins mætti nefna oddvitaslag Guðlaugs og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttir, sem hefur nú þegar tilkynnt um að hún sækist eftir formannssætinu, í Reykjavík árið 2021. Gerir ráð fyrir fleiri framboðum Í Kastljósi var Guðlaugur spurður hvort það væri ekki langlíklegast að Áslaug Arna yrði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. „Það verður bara að koma í ljós. Það er furðu langt í landsfund, og ég geri ráð fyrir því, án þess að vita það, að það verði fleiri framboð örugglega í öll embætti, og svo getur ýmislegt gerst á fundinum.“ Línurnar að skýrast? Guðlaugur er á meðal þeirra sem hefur verið sterklega orðaður við formannsframboð undanfarnar vikur eftir að Bjarni Benediktsson greindi frá því að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Um þarsíðustu helgi tilkynnti Áslaug Arna að hún mynd sækjast eftir formannssætinu á komandi landsfundi sem mun fara fram um mánaðarmótin milli febrúar og mars. Fleiri hafa verið orðaðir við framboð, en þar má helst nefna Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem er líka fyrrverandi ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur sagst vera að íhuga formannsframboð. Guðlaugur Þór hefur verið þingmaður frá árinu 2003 og hefur gengt ýmsum ráðherraembættum meðfram þingsetunni. Hann hefur verið heilbrigðisráðherra, utanríkisráðherra og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Guðlaugur fór í formannsslag við Bjarna á síðasta landsfundi, árið 2022. Þá hlaut hann um fjörutíu prósent atkvæða, en Bjarni var með tæp sextíu prósent. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Þetta kom fram í Kastljósi rétt í þessu. „Ég lít svo á, og það er mín niðurstaða, að við sem höfum verið að taka þátt í ákveðnum núningi lengi sem hefur sett mark sinn á flokkinn, að við höldum okkur til hlés. Ég ætla þess vegna að sýna það í verki, þó svo mig virkilega langi að taka þátt í þessari baráttu og treysti mér vel í það, þá ætla ég ekki að bjóða mig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á þessum landsfundi,“ sagði Guðlaugur í Kastljósi. Guðlaugur tók fram að hann væri ekki að stíga til hliðar. Hann væri nýkjörinn á þing og ætlaði að sinna því verkefni. Hins vegar sagðist hann, aðspurður um hvort hann hygðist fara í framboð í varaformann Sjálfstæðisflokksins, einungis vera búinn að velta fyrir sér formannssætinu. Átök innan flokksins Hann ræddi um átök innan Sjálfstæðisflokksins og fullyrti að það væri enginn vafi á því að þau hefðu skaðað flokkinn. „Við getum talað um það eins og það er. Mér finnst mikilvægt að við stígum skref og sýnum þjóðinni og okkur sjálfum að við viljum gera allt til að ná fyrri styrk, því það er svo sannarlega nauðsynlegt.“ Á meðal átaka innan Sjálfstæðisflokksins mætti nefna oddvitaslag Guðlaugs og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttir, sem hefur nú þegar tilkynnt um að hún sækist eftir formannssætinu, í Reykjavík árið 2021. Gerir ráð fyrir fleiri framboðum Í Kastljósi var Guðlaugur spurður hvort það væri ekki langlíklegast að Áslaug Arna yrði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. „Það verður bara að koma í ljós. Það er furðu langt í landsfund, og ég geri ráð fyrir því, án þess að vita það, að það verði fleiri framboð örugglega í öll embætti, og svo getur ýmislegt gerst á fundinum.“ Línurnar að skýrast? Guðlaugur er á meðal þeirra sem hefur verið sterklega orðaður við formannsframboð undanfarnar vikur eftir að Bjarni Benediktsson greindi frá því að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Um þarsíðustu helgi tilkynnti Áslaug Arna að hún mynd sækjast eftir formannssætinu á komandi landsfundi sem mun fara fram um mánaðarmótin milli febrúar og mars. Fleiri hafa verið orðaðir við framboð, en þar má helst nefna Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem er líka fyrrverandi ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur sagst vera að íhuga formannsframboð. Guðlaugur Þór hefur verið þingmaður frá árinu 2003 og hefur gengt ýmsum ráðherraembættum meðfram þingsetunni. Hann hefur verið heilbrigðisráðherra, utanríkisráðherra og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Guðlaugur fór í formannsslag við Bjarna á síðasta landsfundi, árið 2022. Þá hlaut hann um fjörutíu prósent atkvæða, en Bjarni var með tæp sextíu prósent. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira