Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Jón Þór Stefánsson skrifar 3. febrúar 2025 19:41 Guðlaugur Þór Þórðarsson hefur gengt nokkrum ráðherraembættum. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, ætlar ekki að sækjast eftir því að verða formaður Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi. Þetta kom fram í Kastljósi rétt í þessu. „Ég lít svo á, og það er mín niðurstaða, að við sem höfum verið að taka þátt í ákveðnum núningi lengi sem hefur sett mark sinn á flokkinn, að við höldum okkur til hlés. Ég ætla þess vegna að sýna það í verki, þó svo mig virkilega langi að taka þátt í þessari baráttu og treysti mér vel í það, þá ætla ég ekki að bjóða mig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á þessum landsfundi,“ sagði Guðlaugur í Kastljósi. Guðlaugur tók fram að hann væri ekki að stíga til hliðar. Hann væri nýkjörinn á þing og ætlaði að sinna því verkefni. Hins vegar sagðist hann, aðspurður um hvort hann hygðist fara í framboð í varaformann Sjálfstæðisflokksins, einungis vera búinn að velta fyrir sér formannssætinu. Átök innan flokksins Hann ræddi um átök innan Sjálfstæðisflokksins og fullyrti að það væri enginn vafi á því að þau hefðu skaðað flokkinn. „Við getum talað um það eins og það er. Mér finnst mikilvægt að við stígum skref og sýnum þjóðinni og okkur sjálfum að við viljum gera allt til að ná fyrri styrk, því það er svo sannarlega nauðsynlegt.“ Á meðal átaka innan Sjálfstæðisflokksins mætti nefna oddvitaslag Guðlaugs og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttir, sem hefur nú þegar tilkynnt um að hún sækist eftir formannssætinu, í Reykjavík árið 2021. Gerir ráð fyrir fleiri framboðum Í Kastljósi var Guðlaugur spurður hvort það væri ekki langlíklegast að Áslaug Arna yrði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. „Það verður bara að koma í ljós. Það er furðu langt í landsfund, og ég geri ráð fyrir því, án þess að vita það, að það verði fleiri framboð örugglega í öll embætti, og svo getur ýmislegt gerst á fundinum.“ Línurnar að skýrast? Guðlaugur er á meðal þeirra sem hefur verið sterklega orðaður við formannsframboð undanfarnar vikur eftir að Bjarni Benediktsson greindi frá því að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Um þarsíðustu helgi tilkynnti Áslaug Arna að hún mynd sækjast eftir formannssætinu á komandi landsfundi sem mun fara fram um mánaðarmótin milli febrúar og mars. Fleiri hafa verið orðaðir við framboð, en þar má helst nefna Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem er líka fyrrverandi ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur sagst vera að íhuga formannsframboð. Guðlaugur Þór hefur verið þingmaður frá árinu 2003 og hefur gengt ýmsum ráðherraembættum meðfram þingsetunni. Hann hefur verið heilbrigðisráðherra, utanríkisráðherra og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Guðlaugur fór í formannsslag við Bjarna á síðasta landsfundi, árið 2022. Þá hlaut hann um fjörutíu prósent atkvæða, en Bjarni var með tæp sextíu prósent. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Þetta kom fram í Kastljósi rétt í þessu. „Ég lít svo á, og það er mín niðurstaða, að við sem höfum verið að taka þátt í ákveðnum núningi lengi sem hefur sett mark sinn á flokkinn, að við höldum okkur til hlés. Ég ætla þess vegna að sýna það í verki, þó svo mig virkilega langi að taka þátt í þessari baráttu og treysti mér vel í það, þá ætla ég ekki að bjóða mig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á þessum landsfundi,“ sagði Guðlaugur í Kastljósi. Guðlaugur tók fram að hann væri ekki að stíga til hliðar. Hann væri nýkjörinn á þing og ætlaði að sinna því verkefni. Hins vegar sagðist hann, aðspurður um hvort hann hygðist fara í framboð í varaformann Sjálfstæðisflokksins, einungis vera búinn að velta fyrir sér formannssætinu. Átök innan flokksins Hann ræddi um átök innan Sjálfstæðisflokksins og fullyrti að það væri enginn vafi á því að þau hefðu skaðað flokkinn. „Við getum talað um það eins og það er. Mér finnst mikilvægt að við stígum skref og sýnum þjóðinni og okkur sjálfum að við viljum gera allt til að ná fyrri styrk, því það er svo sannarlega nauðsynlegt.“ Á meðal átaka innan Sjálfstæðisflokksins mætti nefna oddvitaslag Guðlaugs og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttir, sem hefur nú þegar tilkynnt um að hún sækist eftir formannssætinu, í Reykjavík árið 2021. Gerir ráð fyrir fleiri framboðum Í Kastljósi var Guðlaugur spurður hvort það væri ekki langlíklegast að Áslaug Arna yrði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. „Það verður bara að koma í ljós. Það er furðu langt í landsfund, og ég geri ráð fyrir því, án þess að vita það, að það verði fleiri framboð örugglega í öll embætti, og svo getur ýmislegt gerst á fundinum.“ Línurnar að skýrast? Guðlaugur er á meðal þeirra sem hefur verið sterklega orðaður við formannsframboð undanfarnar vikur eftir að Bjarni Benediktsson greindi frá því að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Um þarsíðustu helgi tilkynnti Áslaug Arna að hún mynd sækjast eftir formannssætinu á komandi landsfundi sem mun fara fram um mánaðarmótin milli febrúar og mars. Fleiri hafa verið orðaðir við framboð, en þar má helst nefna Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem er líka fyrrverandi ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur sagst vera að íhuga formannsframboð. Guðlaugur Þór hefur verið þingmaður frá árinu 2003 og hefur gengt ýmsum ráðherraembættum meðfram þingsetunni. Hann hefur verið heilbrigðisráðherra, utanríkisráðherra og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Guðlaugur fór í formannsslag við Bjarna á síðasta landsfundi, árið 2022. Þá hlaut hann um fjörutíu prósent atkvæða, en Bjarni var með tæp sextíu prósent. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira