„Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. janúar 2025 14:34 Þorgerður Katrín segir ljóst að bakslag hafi átt sér stað í mannréttindamálum um heim allan, þar á meðal í sterkum lýðræðisríkjum í Evrópu og í Bandaríkjunum. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra þykir miður að sjá það raungerast að bandarísk stjórnvöld hverfi frá þeirri afstöðu sem stjórnvöld hafa sýnt á alþjóðavettvangi í mannréttindamálum undanfarin ár. Strax og Donald Trump Bandaríkjaforseti tók við embætti fór hann að láta til sín taka í málum tengdum mannréttindum hinsegin fólks. Eftir að hann sór embættiseið sinn undirritaði hann meðal annars tilskipun þar sem kveðið er á um að alríkið viðurkenni aðeins tvö kyn, karlkyn og kvenkyn, sem séu ákvörðuð við fæðingu. Þá undirritaði hann aðra tilskipun sem kvað á um að leggja ætti niður allar aðgerðir er vörðuðu fjölbreytni og inngildingu. Til stendur að segja fjölda starfsmanna sem unnið hafa við málaflokkinn upp. Augljóst bakslag Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra gerði málið að umfjöllunarefni sínu í færslu á Facebook í dag en Samtökin 78 skoruðu á íslensk stjórnvöld á dögunum að fordæma tilskipanirnar. „Um nýja forsetatilskipun í Bandaríkjunum langar mig til að segja að mér þykir afar miður ef við sjáum það raungerast að bandarísk stjórnvöld hverfi svo skjótt frá því frjálslyndi og þeirri afstöðu sem stjórnvöld hafa sýnt á alþjóðavettvangi í þessum málaflokki undanfarin ár.“ Hún segir ljóst að bakslag hafi átt sér stað í mannréttindamálum um heim allan, þar á meðal í sterkum lýðræðisríkjum í Evrópu og í Bandaríkjunum. Það sé sorglegur veruleiki sem beri að taka alvarlega og bregðast við. Ásetningur Þorgerðar að Ísland beiti sér Síðast þegar Bandaríkin undirgengust allsherjarúttekt mannréttindamála á vegum mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, árið 2020, hafi mikilvægi réttinda hinsegin fólks verið sérstaklega tilgreint í tilmælum Íslands til Bandaríkjanna. Það sé ásetningur hennar að Ísland sjái áfram fyrir mannréttindum hinsegin fólks í allsherjarúttekt mannréttindaráðsins. „Til að stuðla að framförum og sporna við afturför munum við tala skýrt á alþjóðavettvangi, vera ófeimin við að eiga samtöl við önnur ríki, lýsa okkar afstöðu og á hverju hún grundvallast. Hún grundvallast auðvitað á þeirri trú okkar að mannréttindi séu algild og eigi við alls staðar.“ Loks heitir Þorgerður því að í hennar ráðherratíð muni Ísland leggja lóð sitt á vogarskálarnar til að sporna við því bakslagi sem hefur átt sér stað í mannréttindamálum. „Við ætlum áfram að vera öflugir málsvarar réttinda hinsegin fólks og herða róðurinn ef eitthvað er.“ Bandaríkin Málefni trans fólks Hinsegin Donald Trump Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili Sjá meira
Strax og Donald Trump Bandaríkjaforseti tók við embætti fór hann að láta til sín taka í málum tengdum mannréttindum hinsegin fólks. Eftir að hann sór embættiseið sinn undirritaði hann meðal annars tilskipun þar sem kveðið er á um að alríkið viðurkenni aðeins tvö kyn, karlkyn og kvenkyn, sem séu ákvörðuð við fæðingu. Þá undirritaði hann aðra tilskipun sem kvað á um að leggja ætti niður allar aðgerðir er vörðuðu fjölbreytni og inngildingu. Til stendur að segja fjölda starfsmanna sem unnið hafa við málaflokkinn upp. Augljóst bakslag Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra gerði málið að umfjöllunarefni sínu í færslu á Facebook í dag en Samtökin 78 skoruðu á íslensk stjórnvöld á dögunum að fordæma tilskipanirnar. „Um nýja forsetatilskipun í Bandaríkjunum langar mig til að segja að mér þykir afar miður ef við sjáum það raungerast að bandarísk stjórnvöld hverfi svo skjótt frá því frjálslyndi og þeirri afstöðu sem stjórnvöld hafa sýnt á alþjóðavettvangi í þessum málaflokki undanfarin ár.“ Hún segir ljóst að bakslag hafi átt sér stað í mannréttindamálum um heim allan, þar á meðal í sterkum lýðræðisríkjum í Evrópu og í Bandaríkjunum. Það sé sorglegur veruleiki sem beri að taka alvarlega og bregðast við. Ásetningur Þorgerðar að Ísland beiti sér Síðast þegar Bandaríkin undirgengust allsherjarúttekt mannréttindamála á vegum mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, árið 2020, hafi mikilvægi réttinda hinsegin fólks verið sérstaklega tilgreint í tilmælum Íslands til Bandaríkjanna. Það sé ásetningur hennar að Ísland sjái áfram fyrir mannréttindum hinsegin fólks í allsherjarúttekt mannréttindaráðsins. „Til að stuðla að framförum og sporna við afturför munum við tala skýrt á alþjóðavettvangi, vera ófeimin við að eiga samtöl við önnur ríki, lýsa okkar afstöðu og á hverju hún grundvallast. Hún grundvallast auðvitað á þeirri trú okkar að mannréttindi séu algild og eigi við alls staðar.“ Loks heitir Þorgerður því að í hennar ráðherratíð muni Ísland leggja lóð sitt á vogarskálarnar til að sporna við því bakslagi sem hefur átt sér stað í mannréttindamálum. „Við ætlum áfram að vera öflugir málsvarar réttinda hinsegin fólks og herða róðurinn ef eitthvað er.“
Bandaríkin Málefni trans fólks Hinsegin Donald Trump Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili Sjá meira