Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2025 16:13 Arnór Atlason og Snorri Steinn Guðjónsson á hliðarlínunni í dag. VÍSIR/VILHELM „Einhvers staðar hef ég smá trú, en hafandi spilað við Króatana á þeirra heimavelli þá held ég að líkurnar séu ekki okkur í hag,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari, nú þegar biðin er hafin eftir því að vita hver örlög Íslands verða á HM í handbolta. Ísland gerði sitt með öruggum sigri gegn Argentínu í dag en þarf nú að treysta á að Egyptaland og Króatía vinni ekki bæði í dag, gegn Grænhöfðaeyjum og Slóveníu. „Við þurfum bara að bíða og sjá. Við höldum í vonina. Hún er ekki svakalega mikil. Ég á eftir að gera upp við mig hvort ég horfi á leikinn. Það getur vel verið að ég fari bara á crossfit-æfingu. Ef ég þekki sjálfan mig þá hef ég gott af því,“ sagði Snorri léttur. Snorri hafði engan áhuga á að fara að gera upp mótið núna, á meðan að enn er von um að mótið haldi áfram: „Mér finnst ekki við hæfi að tjá mig um mót sem er ekki búið. Það kemur að því að við gerum það upp. Ef það verður í kvöld þá verður það bara þannig,“ segir Snorri. Aðspurður um leikinn við Argentínu var þjálfarinn nokkuð sáttur, fyrir utan upphafskafla leiksins: „Það er bara gott að vinna leikinn og gera það sannfærandi. Það sáu allir hvernig byrjunin var og að einhverju leyti var ég búinn undir að þetta yrði hægt og erfitt í byrjun. Gærdagurinn var mjög erfiður fyrir alla og okkur sem lið. Mér fannst við ná að kveikja á þessu og gera nóg til að landa mjög þægilegum sigri. Ég er mjög ánægður með byrjunina á seinni hálfleik. Á nokkrum mínútum erum við búnir að ganga frá leiknum. Við hefðum getað siglt þessu betur heim en það eru alls konar ástæður fyrir því,“ segir Snorri. Viðtal Vals Páls Eiríkssonar við Snorra má sjá hér að neðan. Klippa: Snorri eftir sigurinn gegn Argentínu Eflaust hefur tapið gegn Króatíu enn setið í mönnum þegar leikurinn við Argentínu hófst í dag. „Við ætlum ekki að nota það sem einhverja afsökun en kannski var það raunin. Að einhverju leyti er það líka eðlilegt. En mér fannst við vinna okkur vel inn í leikinn. Gerðum góðar breytingar og fengum inn hraðara lið. Við vorum of hægir og þungir á okkur til að byrja með. Við brugðumst vel við því og strákarnir gerðu þetta vel,“ segir Snorri. „Við gerðum kjánaleg mistök og vorum bara hægari en þeir ef eitthvað er, í byrjun leiksins. Við stigum svo á bensíngjöfina, settum meiri gæði í þetta. Mér fannst þeir ströggla lungann af leiknum og Viktor heldur áfram sínum standard. Við eigum að geta nýtt það betur, sérstaklega í byrjun leiks,“ segir Snorri. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Strákarnir okkar gerðu sitt í dag með því að vinna Argentínu í lokaleik sínum í milliriðlakeppni HM í handbolta. Nú þurfa þeir að treysta á hjálp frá Grænhöfðaeyjum eða Slóveníu til að komast áfram í 8-liða úrslit, en það er ljóst að þeir enda í versta falli í 9. sæti mótsins. 26. janúar 2025 15:43 Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Fleiri fréttir ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Sjá meira
Ísland gerði sitt með öruggum sigri gegn Argentínu í dag en þarf nú að treysta á að Egyptaland og Króatía vinni ekki bæði í dag, gegn Grænhöfðaeyjum og Slóveníu. „Við þurfum bara að bíða og sjá. Við höldum í vonina. Hún er ekki svakalega mikil. Ég á eftir að gera upp við mig hvort ég horfi á leikinn. Það getur vel verið að ég fari bara á crossfit-æfingu. Ef ég þekki sjálfan mig þá hef ég gott af því,“ sagði Snorri léttur. Snorri hafði engan áhuga á að fara að gera upp mótið núna, á meðan að enn er von um að mótið haldi áfram: „Mér finnst ekki við hæfi að tjá mig um mót sem er ekki búið. Það kemur að því að við gerum það upp. Ef það verður í kvöld þá verður það bara þannig,“ segir Snorri. Aðspurður um leikinn við Argentínu var þjálfarinn nokkuð sáttur, fyrir utan upphafskafla leiksins: „Það er bara gott að vinna leikinn og gera það sannfærandi. Það sáu allir hvernig byrjunin var og að einhverju leyti var ég búinn undir að þetta yrði hægt og erfitt í byrjun. Gærdagurinn var mjög erfiður fyrir alla og okkur sem lið. Mér fannst við ná að kveikja á þessu og gera nóg til að landa mjög þægilegum sigri. Ég er mjög ánægður með byrjunina á seinni hálfleik. Á nokkrum mínútum erum við búnir að ganga frá leiknum. Við hefðum getað siglt þessu betur heim en það eru alls konar ástæður fyrir því,“ segir Snorri. Viðtal Vals Páls Eiríkssonar við Snorra má sjá hér að neðan. Klippa: Snorri eftir sigurinn gegn Argentínu Eflaust hefur tapið gegn Króatíu enn setið í mönnum þegar leikurinn við Argentínu hófst í dag. „Við ætlum ekki að nota það sem einhverja afsökun en kannski var það raunin. Að einhverju leyti er það líka eðlilegt. En mér fannst við vinna okkur vel inn í leikinn. Gerðum góðar breytingar og fengum inn hraðara lið. Við vorum of hægir og þungir á okkur til að byrja með. Við brugðumst vel við því og strákarnir gerðu þetta vel,“ segir Snorri. „Við gerðum kjánaleg mistök og vorum bara hægari en þeir ef eitthvað er, í byrjun leiksins. Við stigum svo á bensíngjöfina, settum meiri gæði í þetta. Mér fannst þeir ströggla lungann af leiknum og Viktor heldur áfram sínum standard. Við eigum að geta nýtt það betur, sérstaklega í byrjun leiks,“ segir Snorri.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Strákarnir okkar gerðu sitt í dag með því að vinna Argentínu í lokaleik sínum í milliriðlakeppni HM í handbolta. Nú þurfa þeir að treysta á hjálp frá Grænhöfðaeyjum eða Slóveníu til að komast áfram í 8-liða úrslit, en það er ljóst að þeir enda í versta falli í 9. sæti mótsins. 26. janúar 2025 15:43 Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Fleiri fréttir ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Strákarnir okkar gerðu sitt í dag með því að vinna Argentínu í lokaleik sínum í milliriðlakeppni HM í handbolta. Nú þurfa þeir að treysta á hjálp frá Grænhöfðaeyjum eða Slóveníu til að komast áfram í 8-liða úrslit, en það er ljóst að þeir enda í versta falli í 9. sæti mótsins. 26. janúar 2025 15:43