Áslaug hafi þennan „x-factor“ Bjarki Sigurðsson skrifar 26. janúar 2025 19:18 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir heitir því að verða formaður allra sjálfstæðismanna nái hún kjöri. Hún tilkynnti formannsframboð fyrir fullum sal af stuðningsfólki sínu í dag. Fyrrverandi og núverandi kjörnir fulltrúar flokksins segja Áslaugu boða nýtt upphaf fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Boðað var til fundarins í gær og þótti nokkuð ljóst hvað myndi gerast þar. Áslaug hafði áður lýst því yfir að hún íhugaði alvarlega formannsframboð. „Við þurfum að snúa bökum saman undir merkjum sjálfstæðisstefnunnar. Miðað við þá sem mættu hér í dag þá hef ég fulla trú á því. Ég yrði alltaf formaður allra sjálfstæðismanna. Við eigum að ná meiri árangri og það gerum eingöngu saman, þó að styrkleiki okkar sé líka í því að geta tekist á um fólk og málefni, en koma saman út á við síðan,“ segir Áslaug. Það vakti athygli að enginn sitjandi þingmaður flokksins mætti á fundinn. Hins vegar mátti þar finna ýmsa fulltrúa af sveitarstjórnarstigi og úr innra starfi flokksins. Þeir stuðningsmenn sem fréttastofa ræddi við voru himinlifandi með ákvörðun Áslaugar. „Mér líður alveg einstaklega vel og þeir sem voru hér, geta ekki annað en sammælst um það að hér er kominn stjórnmálamaður sem er með ástríðu og skýra hugmyndafræði. Hvað viltu meira? Ég styð Áslaugu Örnu eins og hægt er og hef alltaf gert. Ég hef mikla trú á því að hún muni marka nýtt upphaf fyrir okkur sjálfstæðismenn,“ segir Óli Björn Kárason, fyrrverandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Óli Björn Kárason var um tíma þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm „Mér líst mjög vel á þetta. Þetta fjölmenni hér á fundinum sýnir að hefur mjög breiðan og góðan stuðning. Ræða hennar var líka mjög góð. Þannig að þetta er mjög vel heppnaður fundur og vel heppnað fyrsta skref hjá henni inn í formannssætið,“ segir Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra.Friðrik Þór „Hún hefur verið gríðarlega öflug og kraftmikil í öllu sem hún hefur gert. Hún er algjör jarðýta. Þannig ég trúi því að það komi ferskir vindar með henni, ekki spurning,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.Stöð 2/Einar „Ég held að hún hafi þennan „x-factor“ sem er stundum talað um að þurfi að prýða góðan leiðtoga,“ segir Orri Hauksson, fyrrverandi forstjóri Símans, og stuðningsmaður Áslaugar. Orri Hauksson. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Sjá meira
Boðað var til fundarins í gær og þótti nokkuð ljóst hvað myndi gerast þar. Áslaug hafði áður lýst því yfir að hún íhugaði alvarlega formannsframboð. „Við þurfum að snúa bökum saman undir merkjum sjálfstæðisstefnunnar. Miðað við þá sem mættu hér í dag þá hef ég fulla trú á því. Ég yrði alltaf formaður allra sjálfstæðismanna. Við eigum að ná meiri árangri og það gerum eingöngu saman, þó að styrkleiki okkar sé líka í því að geta tekist á um fólk og málefni, en koma saman út á við síðan,“ segir Áslaug. Það vakti athygli að enginn sitjandi þingmaður flokksins mætti á fundinn. Hins vegar mátti þar finna ýmsa fulltrúa af sveitarstjórnarstigi og úr innra starfi flokksins. Þeir stuðningsmenn sem fréttastofa ræddi við voru himinlifandi með ákvörðun Áslaugar. „Mér líður alveg einstaklega vel og þeir sem voru hér, geta ekki annað en sammælst um það að hér er kominn stjórnmálamaður sem er með ástríðu og skýra hugmyndafræði. Hvað viltu meira? Ég styð Áslaugu Örnu eins og hægt er og hef alltaf gert. Ég hef mikla trú á því að hún muni marka nýtt upphaf fyrir okkur sjálfstæðismenn,“ segir Óli Björn Kárason, fyrrverandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Óli Björn Kárason var um tíma þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm „Mér líst mjög vel á þetta. Þetta fjölmenni hér á fundinum sýnir að hefur mjög breiðan og góðan stuðning. Ræða hennar var líka mjög góð. Þannig að þetta er mjög vel heppnaður fundur og vel heppnað fyrsta skref hjá henni inn í formannssætið,“ segir Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra.Friðrik Þór „Hún hefur verið gríðarlega öflug og kraftmikil í öllu sem hún hefur gert. Hún er algjör jarðýta. Þannig ég trúi því að það komi ferskir vindar með henni, ekki spurning,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.Stöð 2/Einar „Ég held að hún hafi þennan „x-factor“ sem er stundum talað um að þurfi að prýða góðan leiðtoga,“ segir Orri Hauksson, fyrrverandi forstjóri Símans, og stuðningsmaður Áslaugar. Orri Hauksson.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Sjá meira