Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2025 07:21 Travis Kelce fagnar sigri Kansas City Chiefs í nótt með kærustu sinni Taylor Swift. Getty/Jamie Squire Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles mætast í Super Bowl í ár en liðin unnu úrslitaleiki deildanna í úrslitakeppni NFL í nótt. Chiefs á því möguleika á að vinna NFL titilinn þriðja árið í röð, fyrst allra liða í sögunni. Það var mikill munur á leikjunum í nótt. Chiefs vann 32-29 sigur á Buffalo Bills í mjög spennandi úrslitaleik Ameríkudeildarinnar en í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar hafði Philadelphia Eagles mikla yfirburði og vann 55-23 sigur á Washington Commanders. Chiefs hefur unnuð síðustu tvo Super Bowl leiki en þetta er í fyrsta sinn sem lið vinnur tvö ár í röð og kemst í úrslitaleikinn árið eftir. Buffalo Bulls hefur aftur á móti núna tapað fjórum sinnum fyrir Chiefs í úrslitakeppninni frá árinu 2021. Grátleg niðurstaða fyrir Josh Allen og félaga. Þetta þýðir auðvitað að tónlistarkonan Taylor Swift verður á staðnum eftir tvær vikur þegar Super Bowl fer fram í New Orleans. Swift var á leiknum í gær og kyssti kærasta sinn Travis Kelce, innherja Kansas City Chiefs, fyrir framan myndavélarnar í leikslok. Svo stoltur „Ég er svo stoltur af liðsfélögum mínum að ég á erfitt með að finna réttu orðin. Þetta snýst ekki um einn leikmann eða nokkra leikmenn þetta snýst um allt liðið. Þetta er liðsleikur,“ sagði Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs, eftir leikinn. Patrick Mahomes var enn á ný frábær með liði Kansas City Chiefs þegar allt var undir í úrslitakeppninni.Getty/Brooke Sutton Hann átti frábæran leik. Skoraði tvisvar sjálfur snertimark með því að hlaupa með boltann í markið en átti einnig eina snertimarkssendingu. Enn á ný stýrir hann liðinu frábærlega á úrslitastund. „Það er bara svo erfitt að komast í Super Bowl leikinn og ég tek því ekki sem sjálfsögðum hlut. Að takast það aftur á Arrowhead leikvanginum var mjög sérstakt. Þú færð að taka við bikarnum [Fyrir sigur í Ameríkudeildinni] og horfir í kringum þig og það er ekki eitt laust sæti á vellinum,“ sagði Mahomes. Hlauparinn Saquon Barkley hefur átt magnað tímabil á sínu fyrsta ári með Philadelphia Eagles og er nú kominn alla leið í Super Bowl í fyrsta sinn á ferlinum.Getty/Sarah Stier Endurtekning á úrslitaleiknum 2023 Philadelphia Eagles tapaði fyrir Chiefs í úrslitaleiknum fyrir tveimur árum en fær nú tækifæri til að hefna. Ernirnir höfðu mikla yfirburði á móti Washington Commanders sem hafði óvænt komust svo langt. Hlauparinn Saquon Barkley átti enn einn stórleikinn og skoraði þrjú snertimörk í leiknum. Leikstjórnandinn Jalen Hurts var maðurinn á bak við fjögur snertimörk, sendi einu sinni á liðsfélaga sinn en hljóp líka þrisvar með boltann yfir línuna. NFL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Sjá meira
Það var mikill munur á leikjunum í nótt. Chiefs vann 32-29 sigur á Buffalo Bills í mjög spennandi úrslitaleik Ameríkudeildarinnar en í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar hafði Philadelphia Eagles mikla yfirburði og vann 55-23 sigur á Washington Commanders. Chiefs hefur unnuð síðustu tvo Super Bowl leiki en þetta er í fyrsta sinn sem lið vinnur tvö ár í röð og kemst í úrslitaleikinn árið eftir. Buffalo Bulls hefur aftur á móti núna tapað fjórum sinnum fyrir Chiefs í úrslitakeppninni frá árinu 2021. Grátleg niðurstaða fyrir Josh Allen og félaga. Þetta þýðir auðvitað að tónlistarkonan Taylor Swift verður á staðnum eftir tvær vikur þegar Super Bowl fer fram í New Orleans. Swift var á leiknum í gær og kyssti kærasta sinn Travis Kelce, innherja Kansas City Chiefs, fyrir framan myndavélarnar í leikslok. Svo stoltur „Ég er svo stoltur af liðsfélögum mínum að ég á erfitt með að finna réttu orðin. Þetta snýst ekki um einn leikmann eða nokkra leikmenn þetta snýst um allt liðið. Þetta er liðsleikur,“ sagði Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs, eftir leikinn. Patrick Mahomes var enn á ný frábær með liði Kansas City Chiefs þegar allt var undir í úrslitakeppninni.Getty/Brooke Sutton Hann átti frábæran leik. Skoraði tvisvar sjálfur snertimark með því að hlaupa með boltann í markið en átti einnig eina snertimarkssendingu. Enn á ný stýrir hann liðinu frábærlega á úrslitastund. „Það er bara svo erfitt að komast í Super Bowl leikinn og ég tek því ekki sem sjálfsögðum hlut. Að takast það aftur á Arrowhead leikvanginum var mjög sérstakt. Þú færð að taka við bikarnum [Fyrir sigur í Ameríkudeildinni] og horfir í kringum þig og það er ekki eitt laust sæti á vellinum,“ sagði Mahomes. Hlauparinn Saquon Barkley hefur átt magnað tímabil á sínu fyrsta ári með Philadelphia Eagles og er nú kominn alla leið í Super Bowl í fyrsta sinn á ferlinum.Getty/Sarah Stier Endurtekning á úrslitaleiknum 2023 Philadelphia Eagles tapaði fyrir Chiefs í úrslitaleiknum fyrir tveimur árum en fær nú tækifæri til að hefna. Ernirnir höfðu mikla yfirburði á móti Washington Commanders sem hafði óvænt komust svo langt. Hlauparinn Saquon Barkley átti enn einn stórleikinn og skoraði þrjú snertimörk í leiknum. Leikstjórnandinn Jalen Hurts var maðurinn á bak við fjögur snertimörk, sendi einu sinni á liðsfélaga sinn en hljóp líka þrisvar með boltann yfir línuna.
NFL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Sjá meira