Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Árni Sæberg skrifar 27. janúar 2025 16:10 Kristján Hálfdánarson afhenti Einari Þorsteinssyni undirskriftalistann. Vísir/Anton Brink Íbúar í Árskógum 7, fjölbýlishúsi Búseta sem er við hliðina á „græna gímaldinu“ svokallaða í Breiðholti, afhentu borgarstjóra undirskriftalista í íbúð formanns húsfélagsins í dag. Þeir sem rita undir vilja að framkvæmdir við húsið verði stöðvaðar og undirskriftir eru vel á þriðja þúsund. Á Íslandi.is má finna undirskriftalistann, en söfnun undirskrifta lauk á föstudag. Þá voru undirskriftirnar orðnar 2830 talsins. Í lýsingu segir að undirritaðir geri alvarlegar athugasemdir vegna framkvæmda við Álfabakka 2A-2D, 109 Reykjavík. Þeir álíti að húsið og starfsemin sem þar á að vera sé algjörlega á skjön við samfélagið, gangi gegn markmiðum skipulagslaga og stefnu Reykjavíkurborgar í grænni byggð. Svona er umhorfs út úr íbúð Kristjáns.Vísir/Anton Brink „Íbúar eru uggandi yfir möguleikanum á stóraukinni umferð, þá sér í lagi þungaflutninga, um svæðið. Efumst við um að framkvæmdir standist mat á umhverfisáhrifum. Við teljum einnig að byggingarmagn og hæð byggingarinnar muni hafa mikil áhrif á skuggavarp og valda skerðingu á sólarljósi, sem mun hafa mjög neikvæð áhrif á lífsgæði íbúa nærliggjandi húsa.“ Að lokum telji þeir að málsmeðferð þessa máls hafi verið fyrir neðan allar hellur og langt í frá í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti. Samráð og upplýsingaflæði Reykjavíkurborgar hafi verið ófullnægjandi og hvorki uppfyllt kröfur stjórnsýslulaga né skipulagslaga. „Við krefjumst þess að framkvæmdir verði stöðvaðar á meðan unnið er að farsælli lausn málsins öllum í hag.“ Einar Þorsteinsson borgarstjóri gerði sér ferð upp í Breiðholt síðdegis til þess að veita undirskriftalistanum móttöku. Málin rædd við eldhúsborðið.Vísir/Anton Brink Kristján Hálfdánarson, formaður Húsfélagsins að Árskógum 7 og upphafsmaður undirskriftasöfnunarinnar, bauð heim og afhenti borgarstjóra listann að nokkrum fjölda fólks viðstöddum. Vöruskemma við Álfabakka Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Skipulag Tengdar fréttir Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Búið var að samþykkja að sameina fjórar lóðir við Álfabakka 2-4 í eina og gefa grænt ljós á kjötvinnslu á reitnum þegar gengið var frá úthlutun lóðarinnar og sölu byggingarréttar til félagsins Álfabakka 2 ehf. í júní 2023. 9. janúar 2025 06:17 Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Íbúi í Árskógum íhugar að flytja úr húsnæðinu vegna nálægðar við vöruskemmuna í Álfabakka.Hún telur stjórnsýsluúttekt á málinu ekki breyta neinu fyrir íbúa. Tæplega tvö þúsund manns krefjast þess að framkvæmdir við skemmuna verði stöðvaðar. 8. janúar 2025 12:55 „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Borgarstjóri segir hæð og útlit á umdeildu vöruhúsi í Breiðholti hafa komið sér algjörlega í opna skjöldu. Hann vill kanna hvort hægt sé að lækka húsið. 13. desember 2024 22:55 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Á Íslandi.is má finna undirskriftalistann, en söfnun undirskrifta lauk á föstudag. Þá voru undirskriftirnar orðnar 2830 talsins. Í lýsingu segir að undirritaðir geri alvarlegar athugasemdir vegna framkvæmda við Álfabakka 2A-2D, 109 Reykjavík. Þeir álíti að húsið og starfsemin sem þar á að vera sé algjörlega á skjön við samfélagið, gangi gegn markmiðum skipulagslaga og stefnu Reykjavíkurborgar í grænni byggð. Svona er umhorfs út úr íbúð Kristjáns.Vísir/Anton Brink „Íbúar eru uggandi yfir möguleikanum á stóraukinni umferð, þá sér í lagi þungaflutninga, um svæðið. Efumst við um að framkvæmdir standist mat á umhverfisáhrifum. Við teljum einnig að byggingarmagn og hæð byggingarinnar muni hafa mikil áhrif á skuggavarp og valda skerðingu á sólarljósi, sem mun hafa mjög neikvæð áhrif á lífsgæði íbúa nærliggjandi húsa.“ Að lokum telji þeir að málsmeðferð þessa máls hafi verið fyrir neðan allar hellur og langt í frá í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti. Samráð og upplýsingaflæði Reykjavíkurborgar hafi verið ófullnægjandi og hvorki uppfyllt kröfur stjórnsýslulaga né skipulagslaga. „Við krefjumst þess að framkvæmdir verði stöðvaðar á meðan unnið er að farsælli lausn málsins öllum í hag.“ Einar Þorsteinsson borgarstjóri gerði sér ferð upp í Breiðholt síðdegis til þess að veita undirskriftalistanum móttöku. Málin rædd við eldhúsborðið.Vísir/Anton Brink Kristján Hálfdánarson, formaður Húsfélagsins að Árskógum 7 og upphafsmaður undirskriftasöfnunarinnar, bauð heim og afhenti borgarstjóra listann að nokkrum fjölda fólks viðstöddum.
Vöruskemma við Álfabakka Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Skipulag Tengdar fréttir Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Búið var að samþykkja að sameina fjórar lóðir við Álfabakka 2-4 í eina og gefa grænt ljós á kjötvinnslu á reitnum þegar gengið var frá úthlutun lóðarinnar og sölu byggingarréttar til félagsins Álfabakka 2 ehf. í júní 2023. 9. janúar 2025 06:17 Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Íbúi í Árskógum íhugar að flytja úr húsnæðinu vegna nálægðar við vöruskemmuna í Álfabakka.Hún telur stjórnsýsluúttekt á málinu ekki breyta neinu fyrir íbúa. Tæplega tvö þúsund manns krefjast þess að framkvæmdir við skemmuna verði stöðvaðar. 8. janúar 2025 12:55 „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Borgarstjóri segir hæð og útlit á umdeildu vöruhúsi í Breiðholti hafa komið sér algjörlega í opna skjöldu. Hann vill kanna hvort hægt sé að lækka húsið. 13. desember 2024 22:55 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Búið var að samþykkja að sameina fjórar lóðir við Álfabakka 2-4 í eina og gefa grænt ljós á kjötvinnslu á reitnum þegar gengið var frá úthlutun lóðarinnar og sölu byggingarréttar til félagsins Álfabakka 2 ehf. í júní 2023. 9. janúar 2025 06:17
Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Íbúi í Árskógum íhugar að flytja úr húsnæðinu vegna nálægðar við vöruskemmuna í Álfabakka.Hún telur stjórnsýsluúttekt á málinu ekki breyta neinu fyrir íbúa. Tæplega tvö þúsund manns krefjast þess að framkvæmdir við skemmuna verði stöðvaðar. 8. janúar 2025 12:55
„Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Borgarstjóri segir hæð og útlit á umdeildu vöruhúsi í Breiðholti hafa komið sér algjörlega í opna skjöldu. Hann vill kanna hvort hægt sé að lækka húsið. 13. desember 2024 22:55